Breytingatillaga #5
- Örn Bárður Jónsson
 - Þórhildur Þorleifsdóttir
 - Þorvaldur Gylfason
 - Pétur Gunnlaugsson
 - Lýður Árnason
 - Katrín Oddsdóttir
 - Illugi Jökulsson
 - Gísli Tryggvason
 - Arnfríður Guðmundsdóttir
 - Andrés Magnússon
 
| Breytingartillaga | Ákvæði eftir breytingu | Ákvæði í frumvarpsdrögum | 
|---|---|---|
Að 2/3 hluta Alþingis þurfi til að samþykkja ríkisábyrgð til handa einkaaðilum.  | Ekki má taka lán eða undirgangast ábyrgðir er skuldbinda ríkið nema með lögum. Stjórnvöldum er óheimilt að ábyrgjast fjárhagslegar skuldbindingar einkaaðila. Með lögum má þó kveða á um slíka ríkisábyrgð vegna almannahagsmuna. Slík lög eru háð samþykki 2/3 atkvæða á Alþingi. Ekki má selja eða láta með öðru móti af hendi fasteignir ríkisins né afnotarétt þeirra nema samkvæmt heimild í lögum. Um ráðstöfun annarra eigna ríkisins fer að lögum. 
  | Ekki má taka lán eða undirgangast ábyrgðir er skuldbinda ríkið nema með lögum. Stjórnvöldum er óheimilt að ábyrgjast fjárhagslegar skuldbindingar einkaaðila. Með lögum má þó kveða á um slíka ríkisábyrgð vegna almannahagsmuna. Ekki má selja eða láta með öðru móti af hendi fasteignir ríkisins né afnotarétt þeirra nema samkvæmt heimild í lögum. Um ráðstöfun annarra eigna ríkisins fer að lögum.  |