Breytingatillaga #2
- Þórhildur Þorleifsdóttir
- Lýður Árnason
- Katrín Oddsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Dögg Harðardóttir
Breytingartillaga | Ákvæði eftir breytingu | Ákvæði í frumvarpsdrögum |
---|---|---|
Setja skýran áskilnað um þjóðaratkvæðagreiðslu í grein um framsal fullveldis til alþjóðastofnana. | Heimilt er að gera þjóðréttarsamninga sem fela í sér framsal ríkisvalds til alþjóðlegra stofnana sem Ísland á aðild að í þágu friðar og efnahagssamvinnu. Framsal ríkisvalds skal ávallt vera afturkræft. Um fullgildingu slíks samnings fer samkvæmt þeim reglum sem við eiga um breytingu á stjórnarskrá þessari. |
Skýringar:
Mjög mikilvægt er að Stjórnlagaráð skorist ekki undan þeirri undirliggjandi kröfu þjóðfélagsins að verði framselt fullveldi ríkisins, t.d. með inngöngu í ESB, eigi þjóðin skýran rétt til að kjósa um slíkt framsal með bindandi atkvæðagreiðslu. Því er lagt til að áskilnaður um þjóðaratkvæðagreiðslu verði aftur fært inn til samræmis við fyrri tillögur starfsnefndar.
Ákvæði um að tröllaukinn meirihluti geti ákveðið slíka fyrirhugun í samræmi við núgildandi 111. gr. frumvarps mun vekja ótta þeirra sem halda að með þessu sé verið að lauma inn einhvers konar „bakdyraákvæði“ til inngöngu í Evrópusambandið. Í ljósi þess hversu sterkar og skiptar skoðanir eru á slíkum málum meðal þjóðarinnar er bráðnauðsynlegt að þjóðaratkvæðagreiðsla sé skýrt skrifuð inn í ákvæði um framsal fullveldis.
Auk þess fer betur á því að hver grein standi sjálfstæð en að vísað sé á milli þeirra með þeim hætti sem gert er í 109. gr. frumvarpsins. Sú leið útilokar einnig aðrar tillögur að aðferðum við stjórnarskrárbreytingar s.s. regluleg stjórnlagaþing.