44. fundur A-nefndar

22.07.2011 10:00

Dagskrá:

1. Samþykktar breytingartillögur
2. Breytingartillögur sem var vísað til nefndar
3. Innsend erindi
4. Ný erindi, tillögur um breytingar fyrir næsta ráðsfund

Fundargerð

44. fundur A-nefndar, haldinn föstudaginn 22. júlí 2011, kl. 10.00-12.15.
Viðstödd voru Silja Bára Ómarsdóttir, formaður, sem stýrði fundi, Örn Bárður Jónsson, varaformaður, Arnfríður Guðmundsdóttir, Dögg Harðardóttir, Freyja Haraldsdóttir, Illugi Jökulsson, Katrín Oddsdóttir og Þorvaldur Gylfason. Fundargerð ritaði Valborg Steingrímsdóttir.

1. Samþykktar breytingartillögur

Á nefndin að taka að sér að finna stað fyrir nýja grein Freyju um réttinn til lífs?
Réttur til lífs
Allir hafa meðfæddan rétt til lífs.
Sérgrein. Jafnræðisreglan fer fremst í mannréttindakaflann og þessi nýja sérgrein fer á eftir jafnræðisreglu og undan mannlegri reisn. Gera þarf breytingartillögu um þessa uppröðun fyrir mánudaginn.

2. Breytingartillögur sem var vísað til nefndar

Menningarverðmæti
Breytingartillaga 109:
Orðin „eða afnota" falli út.
Dýrmætar þjóðareignir sem heyra til íslenskum menningararfi, svo sem þjóðminjar og fornhandrit, má hvorki eyðileggja né afhenda til varanlegrar eignar eða afnota, selja eða veðsetja.
Nefndin hafnar tillögu.
Fjalla um afnotarétt í greinargerð.
Náttúra Íslands og umhverfi
Breytingartillaga 79:
Í lokamálsgrein verði bætt inn „og hagsmunum landeigenda."
Með lögum skal tryggja rétt almennings til að fara um landið í lögmætum tilgangi með virðingu fyrir náttúru, og umhverfi og hagsmunum landeigenda.
Nefndin leggur til að sleppa „og hagsmunum landeigenda" og fjalla frekar um það í greinargerð. Orðalagið „í lögmætum tilgangi" vísar til hagsmuna landeigenda.
Náttúruauðlindir
Breytingartillaga 107:
1. mgr., 2. málsl.: „þær" verði „auðlindirnar". Orðið „því" falli brott.
4. mgr: „markaðsverð" í stað „fullt gjald", o.fl.:
Stjórnvöld bera, ásamt þeim sem nýta auðlindirnar, ábyrgð á vernd þeirra. Stjórnvöld geta á grundvelli laga veitt leyfi til afnota eða hagnýtingar auðlinda eða annarra takmarkaðra almannagæða, gegn markaðsverði og til tiltekins hóflegs tíma í senn. Slík leyfi leiða aldrei til eignarréttar eða óafturkallanlegs forræðis yfir auðlindunum.
1. mgr. Auðlindir í náttúru Íslands, sem ekki eru í einkaeigu, eru sameiginleg og ævarandi eign þjóðarinnar. Enginn getur fengið þær auðlindirnar, eða réttindi tengd þeim, til eignar eða varanlegra afnota og því aldrei má aldrei selja þær eða veðsetja, beint eða óbeint.
4. mgr. Stjórnvöld bera, ásamt þeim sem nýta auðlindirnar, ábyrgð á vernd þeirra. Stjórnvöld geta á grundvelli laga veitt leyfi til afnota eða hagnýtingar þeirra auðlinda eða annarra takmarkaðra almannagæða, gegn fullu gjaldi og til tiltekins hóflegs tíma í senn. Slík leyfi leiða aldrei til eignarréttar eða óafturkallanlegs forræðis yfir auðlindunum.
Nefndin leggur til að um hvað teljist vera „fullt gjald" verði frekar fjallað í greinargerð.
Nýjar greinar
Breytingartillaga 30: Ný grein um innlenda mannréttindaskrifstofu bætist við í lok mannréttindakafla.
Stjórnvöld skulu starfrækja innlenda mannréttindastofnun, sem skal starfa samkvæmt lögum og vera sjálfstæð í störfum sínum.
Nefndin telur rétt að fjalla um þetta í greinargerð - athuga umfjöllun greinargerðar um jákvæðar skyldur á ríkinu.
111: Ísland skal vera kjarnorkuvopnalaust.
Niðurstaða nefndarinnar er að umfjöllun um að ekki skuli vera gereyðingarvopn á Ísland eigi heima í almennum athugasemdum við mannréttindakaflann þar sem fjallað er um réttinn til friðar.
Breytingartillaga nr. 76 við 11. gr. - athugasemd frá Andrési Magnússyni
Nefndin telur nægja að tekið sé á þessu í greinargerð.
Kaflaheiti. Tekið fyrir á sameiginlegum vettvangi.

3. Innsend erindi

Aagot Vigdís Óskarsdóttir.
Dýravernd. Aagot leggur til að:
Með lögum skal kveðið á um vernd dýra gegn illri meðferð og dýrategunda gegn í útrýminguarhættu.
Nefndin tekur upp framangreinda tillögu.
Náttúruauðlindir. Tillaga nefndar til að koma til móts við aðsendar athugasemdir frá Aagot og Aðalheiði Jóhannsdóttur:
Til auðlinda í þjóðareign teljast náttúrugæði, svo sem nytjastofnar, aðrar auðlindir hafs og hafsbotns innan íslenskrar lögsögu, og uppsprettur vatns- og virkjunarréttinda, og jarðhita- og námaréttinda. Með lögum má kveða á um þjóðareign á auðlindum undir tiltekinni dýpt frá yfirborði jarðar.
Nefndin vill nota athugasemdir Aagot í greinargerð.
Náttúra Íslands og umhverfi. Tillaga nefndarinnar til að koma til móts við athugasemdir Aagot og Hilmars Malmquist.
Öllum skal með lögum tryggður réttur á heilnæmu umhverfi, fersku vatni, ómenguðu andrúmslofti og óspilltri náttúru. Í því felst að fjölbreytni lífs og lands sé viðhaldið og náttúruminjar, ósnortin óbyggð víðerni, gróður og jarðvegur njóti verndar. Fyrri spjöll skulu bætt eftir föngum.
Nýtingu náttúrugæða skal haga þannig að þau skerðist sem minnst til langframa og réttur náttúrunnar og komandi kynslóða sé virtur.
Með lögum skal tryggja rétt almennings til að fara um landið í lögmætum tilgangi með virðingu fyrir náttúru og umhverfi.
Fjalla um jarðmyndanir í greinargerð og að Stjórnlagaráð líti svo á að það felist í fjölbreytni lands.
Upplýsingar um umhverfi og málsaðild
Nefndin leggur til, að fengnum athugasemdum frá Aagot:
Stjórnvöldum ber að upplýsa almenning um ástand umhverfis og náttúru og áhrif framkvæmda þar á það. Stjórnvöld og aðrir skulu upplýsa um aðsteðjandi náttúruvá, svo sem umhverfismengun.
-Fjalla í greinargerð nánar um hvað átt er við með framkvæmdum, að inni í því felist starfsemi, aðrar mannlegar athafnir og röskun umhverfis og náttúru. Vísa í Aagot.
Með lögum skal tryggja almenningi aðgang að undirbúningi ákvarðana sem hafa áhrif á umhverfi og náttúru, svo og heimild til að leita til hlutlausra úrskurðaraðila.
-Ákveðnar og fyrirhugaðar ákvarðanir: setja í greinargerð.
Við töku ákvarðana um náttúru Íslands og umhverfi skulu stjórnvöld byggja á meginreglum umhverfisréttar.
Innsend erindi yfirfarin og afgreidd:
http://stjornlagarad.is/erindi/nanar/item34374/
http://stjornlagarad.is/erindi/nanar/item34373/
Hvað verður gert við auðlindir í eigu sveitarfélaga? Greinargerð.
http://stjornlagarad.is/erindi/nanar/item34371/
http://stjornlagarad.is/erindi/nanar/item34370/
http://stjornlagarad.is/erindi/nanar/item34367/
http://stjornlagarad.is/erindi/nanar/item34358/
http://stjornlagarad.is/erindi/nanar/item34357/
http://stjornlagarad.is/erindi/nanar/item34338/
http://stjornlagarad.is/erindi/nanar/item34329/
http://stjornlagarad.is/erindi/nanar/item34328/
http://stjornlagarad.is/erindi/nanar/item34326/
http://stjornlagarad.is/erindi/nanar/item34325/
http://stjornlagarad.is/erindi/nanar/item34323/
http://stjornlagarad.is/erindi/nanar/item34321/
http://stjornlagarad.is/erindi/nanar/item34320/
http://stjornlagarad.is/erindi/nanar/item34319/
http://stjornlagarad.is/erindi/nanar/item34318/

4. Ný erindi, tillögur um breytingar fyrir næsta ráðsfund

Eignarréttarákvæðið. Tillaga um að:
Eignarrétti fylgja skyldur, svo og takmarkanir í samræmi við lög. Nýting eignarréttar skal ekki ganga gegn almannahag.

Fundi slitið kl. 15.10.