48. fundur C-nefndar
26.07.2011 10:30
Dagskrá:
- Umræða um breytingartillögur fyrir 18. ráðsfund
- Önnur mál
Mætt voru: Pawel Bartoszek formaður, Andrés Magnússon, Ari Teitsson, Guðmundur Gunnarsson, Ómar Þorfinnur Ragnarsson, Íris Lind Sæmundsdóttir og Þorkell Helgason. Agnar Bragason ritaði fundargerð.
1. Umræða um breytingartillögur fyrir 18. ráðsfund
Rætt um 5. mgr. 39. gr. frumvarpsins. Samþykkt eftirfarandi orðalag: „Kjósandi velur með persónukjöri frambjóðendur af listum í sínu kjördæmi eða af landslistum, eða hvort tveggja. Honum er og heimilt að merkja í stað þess við einn kjördæmislista eða einn landslista, og hefur hann þá valið alla frambjóðendur listans jafnt. Heimilt er að mæla fyrir um í lögum að valið sé einskorðað við kjördæmislista eða landslista sömu samtaka."
Rætt um að gera ekki tillögu um þröskuld í kosningaákvæðið.
Rætt um afgreiðslu nefndarinnar daginn áður um 103. gr. frumvarpsins um lögspurningu til Hæstaréttar.
Rætt um ákvæðið um sjálfstæði dómstóla.
2. Önnur mál
Engin önnur mál.
3. Næsti fundur nefndar C
Ekki var ákveðið hvenær næsti fundur yrði í nefnd C yrði en til hans yrði boðað með tilkynningu.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 11.30.