18. ráðsfundur

26.07.2011 13:00

Dagskrá:
 1. Fundargerð síðasta fundar borin upp til samþykktar
 2. Drög að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga ásamt breytingartillögum, síðari umræða og atkvæðagreiðslur

 

Fylgiskjöl:


  Fundargerð

  18. ráðsfundur - haldinn 26. júlí 2011, kl. 13.00, í húsnæði Stjórnlagaráðs í Ofanleiti 2, Reykjavík.

  Mættir voru eftirtaldir fulltrúar: Andrés Magnússon, Ari Teitsson, Arnfríður Guðmundsdóttir, Dögg Harðardóttir, Eiríkur Bergmann Einarsson, Erlingur Sigurðarson, Freyja Haraldsdóttir, Gísli Tryggvason, Guðmundur Gunnarsson, Íris Lind Sæmundsdóttir, Katrín Fjeldsted, Katrín Oddsdóttir, Lýður Árnason, Ómar Þorfinnur Ragnarsson, Pawel Bartoszek, Pétur Gunnlaugsson, Salvör Nordal, Silja Bára Ómarsdóttir, Vilhjálmur Þorsteinsson, Þorkell Helgason, Þorvaldur Gylfason, Þórhildur Þorleifsdóttir og Örn Bárður Jónsson.

  Þá sat fundinn Þorsteinn Fr. Sigurðsson, framkvæmdastjóri Stjórnlagaráðs.

  Forföll hafði boðað: Ástrós Gunnlaugsdóttir.

  Fundurinn var opinn fyrir gesti og sýndur í beinni útsendingu á vefnum stjornlagarad.is.

  Til fundarins var boðað af hálfu stjórnar með tölvupósti mánudaginn 25. júlí 2011 og dagskrá var í samræmi við fundarboð.

  Formaður Stjórnlagaráðs, Salvör Nordal, setti fundinn og stýrði honum ásamt Ara Teitssyni varaformanni.

  1. Fundargerð síðasta fundar borin upp til samþykktar

  Fundargerð 17. ráðsfundar, sem stóð dagana 20.-21. júlí, var samþykkt án athugasemda og verður birt á vef Stjórnlagaráðs.

  2. Drög að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga ásamt breytingartillögum, síðari umræða og atkvæðagreiðslur

  Fundarstjóri hóf síðari umræðu um drög að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga og lýsti fyrirkomulagi fundarins, sbr. 15. gr. starfsreglna og samþykkt stjórnar um verkferli við afgreiðslu á frumvarpi til stjórnarskipunarlaga. Síðarnefnda skjalið var lagt fram á 17. ráðsfundi.

  Fyrirkomulag fundarins var með þeim hætti að tilteknar greinar voru teknar til umfjöllunar hverju sinni ásamt breytingartillögum við þær. Fyrirsvarsmenn nefnda gerðu grein fyrir afstöðu nefnda til þeirra breytingartillagna frá fulltrúum sem vísað var þangað á 17. ráðsfundi og öðrum breytingum á einstökum greinum. Flutningsmenn breytingartillagna gátu endurflutt tillögur sínar, þætti þeim afgreiðsla nefndar óviðunandi Að loknum umræðum var gengið til atkvæða, fyrst um breytingartillögur og síðan um viðkomandi grein að teknu tilliti til samþykktra breytinga. Loks voru greidd atkvæði um frumvarpið í heild sinni með áorðnum breytingum.

  Um sundurliðun á niðurstöðum atkvæðagreiðslna, þ.e. hvernig hver og einn fulltrúi greiddi atkvæði hverju sinni, vísast til fylgiskjals með fundargerð.

  Fundarstjóri las upp ákvæði viðkomandi greinar eða tillögu áður en atkvæðagreiðsla hófst, sbr. fylgiskjöl með fundargerð.

  2.1 Ákvæði 1.-4. gr. í I. kafla

  Fundarstjóri gaf orðið laust en enginn óskaði eftir að taka til máls.

  Gengið var til atkvæða og urðu niðurstöður svo sem hér segir:

  Kosning nr. 1
  Grein 1. gr. Stjórnarform.
  Samþykkt 23
  Hafnað 0
  Setið hjá 0
  Niðurstaða: Samþykkt.

  Kosning nr. 2
  Grein 2. gr. Handhafar ríkisvalds.
  Samþykkt 22
  Hafnað 0
  Setið hjá 1
  Niðurstaða: Samþykkt.

  Kosning nr. 3
  Grein 3. gr. Yfirráðasvæði.
  Samþykkt 23
  Hafnað 0
  Setið hjá 0
  Niðurstaða: Samþykkt.

  Kosning nr. 4
  Grein 4. gr. Ríkisborgararéttur.
  Samþykkt 23
  Hafnað 0
  Setið hjá 0
  Niðurstaða: Samþykkt.

  2.2 Ákvæði 5. gr. í I. kafla

  Fundarstjóri gaf orðið laust en enginn óskaði eftir að taka til máls.

  Gengið var til atkvæða og urðu niðurstöður svo sem hér segir:

  Kosning nr. 5
  Grein 5. gr. Skyldur borgaranna.
  Samþykkt 23
  Hafnað 0
  Setið hjá 0
  Niðurstaða: Samþykkt.

  2.3 Ákvæði 6.-13. gr. í II. kafla og breytingartillögur nr. 116 og 118 auk tveggja breytingartillagna án númers

  Silja Bára Ómarsdóttir, formaður A-nefndar, fékk orðið og gerði grein fyrir breytingartillögum nr. 116 og 118 auk breytingartillagna um kaflaheiti II. kafla frumvarpsins (sjá fylgiskjal fundarins um breytingartillögur sem eru ekki við tilteknar greinar) og röðun 6.- 8. gr. (sbr. breytingartillögu nr. 116).

  Fundarstjóri gaf orðið laust og til máls tóku: Pawel Bartoszek, Katrín Fjeldsted, Ómar Ragnarsson, Þórhildur Þorleifsdóttir, Pawel Bartoszek, Gísli Tryggvason.

  Gengið var til atkvæða og urðu niðurstöður svo sem hér segir:

  Kosning nr. 6
  Breytingartillaga (ónr. - ekki við tiltekna grein) Kaflaheiti II. kafla verði svo: Mannréttindi og náttúra.
  Samþykkt 20
  Hafnað 0
  Setið hjá 3
  Niðurstaða: Samþykkt.

  Kosning nr. 7
  Breytingartillaga nr. 116, við 6. gr.
  Samþykkt 22
  Hafnað 0
  Setið hjá 1
  Niðurstaða: Samþykkt.

  Kosning nr. 8
  Breytingartillaga um uppröðun greina (sbr. br.till. nr. 116) 6. gr. verði Jafnræði, 7. gr. Réttur til lífs og 8. gr. Mannleg reisn.
  Samþykkt 21
  Hafnað 0
  Setið hjá 2
  Niðurstaða: Samþykkt.

  Kosning nr. 9
  Grein 6. gr. Jafnræði.
  Samþykkt 21
  Hafnað 0
  Setið hjá 2
  Niðurstaða: Samþykkt.

  Kosning nr. 10
  Grein 7. gr. Réttur til lífs.
  Samþykkt 21
  Hafnað 0
  Setið hjá 2
  Niðurstaða: Samþykkt.

  Kosning nr. 11
  Grein 8. gr. Mannleg reisn.
  Samþykkt 23
  Hafnað 0
  Setið hjá 0
  Niðurstaða: Samþykkt.

  Kosning nr. 12
  Grein 9. gr. Vernd réttinda.
  Samþykkt 22
  Hafnað 0
  Setið hjá 1
  Niðurstaða: Samþykkt.

  Kosning nr. 13
  Grein 10. gr. Mannhelgi.
  Samþykkt 21
  Hafnað 0
  Setið hjá 2
  Niðurstaða: Samþykkt.

  Kosning nr. 14
  Grein 11. gr. Friðhelgi einkalífs.
  Samþykkt 23
  Hafnað 0
  Setið hjá 0
  Niðurstaða: Samþykkt.

  Kosning nr. 15
  Grein 12. gr. Réttur barna.
  Samþykkt 22
  Hafnað 0
  Setið hjá 1
  Niðurstaða: Samþykkt.

  Illugi Jökulsson kom á fund.

  Kosning nr. 16
  Breytingartillaga nr. 118, við 13. gr.
  Samþykkt 19
  Hafnað 2
  Setið hjá 3
  Niðurstaða: Samþykkt.

  Kosning nr. 17
  Grein 13. gr. Eignarréttur.
  Samþykkt 22
  Hafnað 0
  Setið hjá 2
  Niðurstaða: Samþykkt.

  2.4 Ákvæði 14.-31. gr. í II. kafla og breytingartillaga nr. 76 frá 17. ráðsfundi (hafnað af nefnd, sbr. nr. 142 á 18. ráðsfundi)

  Fundarstjóri gaf orðið laust og til máls tóku: Arnfríður Guðmundsdóttir, Örn Bárður Jónsson, Silja Bára Ómarsdóttir, Andrés Magnússon, Katrín Fjeldsted, Pawel Bartoszek, Freyja Haraldsdóttir, Ómar Ragnarsson, Gísli Tryggvason, Andrés Magnússon.

  Gengið var til atkvæða og urðu niðurstöður svo sem hér segir:

  Kosning nr. 18
  Grein 14. gr. Skoðana- og tjáningarfrelsi.
  Samþykkt 24
  Hafnað 0
  Setið hjá 0
  Niðurstaða: Samþykkt.

  Kosning nr. 19
  Grein 15. gr. Upplýsingaréttur.
  Samþykkt 21
  Hafnað 0
  Setið hjá 3
  Niðurstaða: Samþykkt.

  Kosning nr. 20
  Grein 16. gr. Frelsi fjölmiðla.
  Samþykkt 24
  Hafnað 0
  Setið hjá 0
  Niðurstaða: Samþykkt.

  Kosning nr. 21
  Grein 17. gr. Frelsi menningar og mennta.
  Samþykkt 24
  Hafnað 0
  Setið hjá 0
  Niðurstaða: Samþykkt.

  Kosning nr. 22
  Grein 18. gr. Trúfrelsi.
  Samþykkt 24
  Hafnað 0
  Setið hjá 0
  Niðurstaða: Samþykkt.

  Kosning nr. 23
  Grein 19. gr. Kirkjuskipan.
  Samþykkt 19
  Hafnað 1
  Setið hjá 4
  Niðurstaða: Samþykkt.

  Kosning nr. 24
  Grein 20. gr. Félagafrelsi.
  Samþykkt 24
  Hafnað 0
  Setið hjá 0
  Niðurstaða: Samþykkt.

  Kosning nr. 25
  Grein 21. gr. Fundafrelsi.
  Samþykkt 24
  Hafnað 0
  Setið hjá 0
  Niðurstaða: Samþykkt.

  Kosning nr. 26
  Grein 22. gr. Félagsleg réttindi.
  Samþykkt 22
  Hafnað 0
  Setið hjá 2
  Niðurstaða: Samþykkt.

  Kosning nr. 27
  Grein 23. gr. Heilbrigðisþjónusta.
  Samþykkt 21
  Hafnað 0
  Setið hjá 3
  Niðurstaða: Samþykkt.

  Kosning nr. 28
  Grein 24. gr. Menntun.
  Samþykkt 23
  Hafnað 0
  Setið hjá 1
  Niðurstaða: Samþykkt.

  Kosning nr. 29
  Grein 25. gr. Atvinnufrelsi.
  Samþykkt 23
  Hafnað 0
  Setið hjá 1
  Niðurstaða: Samþykkt.

  Kosning nr. 30
  Grein 26. gr. Dvalarréttur og ferðafrelsi.
  Samþykkt 24
  Hafnað 0
  Setið hjá 0
  Niðurstaða: Samþykkt.

  Kosning nr. 31
  Grein 27. gr. Frelsissvipting.
  Samþykkt 24
  Hafnað 0
  Setið hjá 0
  Niðurstaða: Samþykkt.

  Kosning nr. 32
  Grein 28. gr. Réttlát málsmeðferð.
  Samþykkt 24
  Hafnað 0
  Setið hjá 0
  Niðurstaða: Samþykkt.

  Kosning nr. 33
  Grein 29. gr. Bann við ómannúðlegri meðferð.
  Samþykkt 24
  Hafnað 0
  Setið hjá 0
  Niðurstaða: Samþykkt.

  Kosning nr. 34
  Grein 30. gr. Bann við afturvirkni refsingar.
  Samþykkt 24
  Hafnað 0
  Setið hjá 0
  Niðurstaða: Samþykkt.

  Kosning nr. 35
  Grein 31. gr. Bann við herskyldu.
  Samþykkt 19
  Hafnað 0
  Setið hjá 5
  Niðurstaða: Samþykkt.

  2.5 Ákvæði 32.-34. gr. í II. kafla og breytingartillögur nr. 121, 143, 144, 145, 109 og 79, sbr. nr. 119 og 120

  Silja Bára Ómarsdóttir, formaður A-nefndar, fékk orðið og gerði grein fyrir breytingartillögum nr. 121, 143 (sbr. 107 grá 17. ráðsfundi), 144 og 145. Nefndin hafnaði breytingartillögum nr. 109 og 79 frá 17. ráðsfundi, (sbr. nr. 119 og 120 á 18. ráðsfundi).

  Fundarstjóri gaf orðið laust og til máls tóku: Katrín Oddsdóttir, Þorkell Helgason, Pawel Bartoszek, Ari Teitsson, Lýður Árnason, Silja Bára Ómarsdóttir, Íris Lind Sæmundsdóttir, Örn Bárður Jónsson, Dögg Harðardóttir, Erlingur Sigurðarson, Gísli Tryggvason, Þorvaldur Gylfason, Silja Bára Ómarsdóttir.

  Gengið var til atkvæða og urðu niðurstöður svo sem hér segir:

  Kosning nr. 36
  Grein 32. gr. Menningarverðmæti.
  Samþykkt 16
  Hafnað 0
  Setið hjá 8
  Niðurstaða: Samþykkt.

  Kosningakerfi fundarins hljóp yfir númerið 37.

  Kosning nr. 38
  Breytingartillaga nr. 121, við 33. gr.
  Samþykkt 23
  Hafnað 1
  Setið hjá 0
  Niðurstaða: Samþykkt.

  Kosning nr. 39
  Grein 33. gr. Náttúra Íslands og umhverfi.
  Samþykkt 22
  Hafnað 0
  Setið hjá 2
  Niðurstaða: Samþykkt.

  Kosning nr. 40
  Breytingartillaga nr. 143, við 34. gr.
  Samþykkt 22
  Hafnað 0
  Setið hjá 2
  Niðurstaða: Samþykkt.

  Kosning nr. 41
  Breytingartillaga nr. 144, við 34. gr.
  Samþykkt 17
  Hafnað 1
  Setið hjá 6
  Niðurstaða: Samþykkt.

  Kosning nr. 42
  Breytingartillaga nr. 145, við 34. gr.
  Samþykkt 22
  Hafnað 0
  Setið hjá 2
  Niðurstaða Samþykkt.

  Kosning nr:. 43
  Grein 34. gr. Náttúruauðlindir.
  Samþykkt 22
  Hafnað 0
  Setið hjá 2
  Niðurstaða: Samþykkt.

  2.6 Ákvæði 35.-36. gr. í II. kafla og breytingartillögur nr. 146, 147, 30 og 111

  Silja Bára Ómarsdóttir, formaður A-nefndar, fékk orðið og gerði grein fyrir breytingartillögum nr. 146 og 147.

  Fundarstjóri gaf orðið laust og til máls tóku: Illugi Jökulsson, Þorkell Helgason, Íris Lind Sæmundsdóttir, Vilhjálmur Þorsteinsson, Pawel Bartoszek.

  Gengið var til atkvæða og urðu niðurstöður svo sem hér segir:

  Kosning nr. 44
  Breytingartillaga nr. 146, við 35. gr.
  Samþykkt 22
  Hafnað 0
  Setið hjá 2
  Niðurstaða: Samþykkt.

  Kosning nr. 45
  Grein 35. gr. Upplýsingar um umhverfi og málsaðild.
  Samþykkt 22
  Hafnað 0
  Setið hjá 2
  Niðurstaða: Samþykkt.

  Kosning nr. 46
  Breytingartillaga nr. 147, við 36. gr.
  Samþykkt 23
  Hafnað 0
  Setið hjá 1
  Niðurstaða: Samþykkt.

  Kosning nr. 47
  Grein 36. gr. Dýravernd.
  Samþykkt 23
  Hafnað 0
  Setið hjá 1
  Niðurstaða: Samþykkt.

  Íris Lind Sæmundsdóttir gerði grein fyrir atkvæði sínu varðandi 34. gr.

  Silja Bára Ómarsdóttir gerði grein fyrir afgreiðslu A-nefndar á breytingartillögum nr. 30 og 111 sem fjalla um ný ákvæði og vísað var til nefndarinnar á 17. ráðsfundi. Nefndin ákvað að hafna þessum tillögum (sbr. fylgiskjal fundarins um breytingartillögur sem eru ekki við tilteknar greinar).

  Þórhildur Þorleifsdóttir fékk orðið og tók til máls.

  2.7 Ákvæði 37.-46. gr. í III. kafla og breytingartillögur nr. 139, 140 og 141

  Pawel Bartoszek, formaður C-nefndar, fékk orðið og gerði grein fyrir breytingartillögum nr. 139, 140 og 141.

  Fundarstjóri gaf orðið laust og til máls tóku: Þorkell Helgason, Katrín Oddsdóttir, Ómar Ragnarsson, Þorvaldur Gylfason.

  Gengið var til atkvæða og urðu niðurstöður svo sem hér segir:

  Kosning nr. 48
  Grein 37. gr. Hlutverk.
  Samþykkt 24
  Hafnað 0
  Setið hjá 0
  Niðurstaða: Samþykkt.

  Sif Guðjónsdóttir tók við ritun fundargerðar af Valborgu Steingrímsdóttur.

  Kosning nr. 49
  Grein 38. gr. Friðhelgi.
  Samþykkt 24
  Hafnað 0
  Setið hjá 0
  Niðurstaða: Samþykkt.

  Kosning nr. 50
  Breytingartillaga nr. 139, við 39. gr.
  Samþykkt 23
  Hafnað 0
  Setið hjá 1
  Niðurstaða: Samþykkt.

  Kosning nr. 51
  Breytingartillaga nr. 140, við 39. gr.
  Samþykkt 22
  Hafnað 0
  Setið hjá 2
  Niðurstaða: Samþykkt.

  Kosning nr. 52
  Breytingartillaga nr. 141, við 39. gr.
  Samþykkt 19
  Hafnað 3
  Setið hjá 2
  Niðurstaða: Samþykkt.

  Fundarhlé.

  Kosning nr. 53
  Grein 39. gr. Alþingiskosningar.
  Samþykkt 21
  Hafnað 0
  Setið hjá 3
  Niðurstaða: Samþykkt.

  Kosning nr. 54
  Grein 40. gr. Kjörtímabil.
  Samþykkt 23
  Hafnað 0
  Setið hjá 1
  Niðurstaða: Samþykkt.

  Kosning nr. 55
  Grein 41. gr. Kosningaréttur.
  Samþykkt 24
  Hafnað 0
  Setið hjá 0
  Niðurstaða: Samþykkt.

  Kosning nr. 56
  Grein 42. gr. Kjörgengi.
  Samþykkt 24
  Hafnað 0
  Setið hjá 0
  Niðurstaða: Samþykkt.

  Kosning nr. 57
  Grein 43. gr. Gildi kosninga.
  Samþykkt 23
  Hafnað 0
  Setið hjá 1
  Niðurstaða: Samþykkt.

  Kosning nr. 58
  Grein 44. gr. Starfstími.
  Samþykkt 24
  Hafnað 0
  Setið hjá 0
  Niðurstaða: Samþykkt.

  Kosning nr. 59
  Grein 45. gr. Samkomustaður.
  Samþykkt 24
  Hafnað 0
  Setið hjá 0
  Niðurstaða: Samþykkt.

  Kosning nr. 60
  Grein 46. gr. Þingsetning.
  Samþykkt 24
  Hafnað 0
  Setið hjá 0
  Niðurstaða: Samþykkt.

  2.8 Ákvæði 47.-55. gr. í III. kafla og breytingartillaga nr. 7, sbr. nr. 132

  Pawel Bartoszek, formaður C-nefndar, fékk orðið og gerði grein fyrir breytingartillögu nr. 7 frá 17. ráðsfundi, sbr. nr. 132 á 18. ráðsfundi.

  Fundarstjóri gaf orðið laust og til máls tóku: Katrín Oddsdóttir, Íris Lind Sæmundsdóttir, Katrín Oddsdóttir, Pawel Bartoszek.

  Gengið var til atkvæða og urðu niðurstöður svo sem hér segir:

  Kosning nr. 61
  Grein 47. gr. Eiðstafur.
  Samþykkt 24
  Hafnað 0
  Setið hjá 0
  Niðurstaða: Samþykkt.

  Kosning nr. 62
  Grein 48. gr. Sjálfstæði alþingismanna.
  Samþykkt 23
  Hafnað 0
  Setið hjá 1
  Niðurstaða: Samþykkt.

  Kosning nr. 63
  Grein 49. gr. Friðhelgi alþingismanna.
  Samþykkt 22
  Hafnað 1
  Setið hjá 1
  Niðurstaða: Samþykkt.

  Kosning nr. 64
  Grein 50. gr. Hagsmunaskráning og vanhæfi.
  Samþykkt 22
  Hafnað 0
  Setið hjá 2
  Niðurstaða: Samþykkt.

  Kosning nr. 65
  Breytingartillaga nr. 132, við 51. gr.
  Samþykkt 22
  Hafnað 1
  Setið hjá 0
  Niðurstaða: Samþykkt.

  Kosning nr. 66
  Grein 51. gr.
  Samþykkt 22
  Hafnað 0
  Setið hjá 1
  Niðurstaða: Samþykkt.

  Kosning nr. 67
  Grein 52. gr. Þingforseti.
  Samþykkt 20
  Hafnað 1
  Setið hjá 3
  Niðurstaða: Samþykkt.

  Kosning nr. 68
  Grein 53. gr. Þingsköp.
  Samþykkt 24
  Hafnað 0
  Setið hjá 0
  Niðurstaða: Samþykkt.

  Kosning nr. 69
  Grein 54. gr. Þingnefndir.
  Samþykkt 24
  Hafnað 0
  Setið hjá 0
  Niðurstaða: Samþykkt.

  Kosning nr. 70
  Grein 55. gr. Opnir fundir
  Samþykkt 23
  Hafnað 0
  Setið hjá 1
  Niðurstaða: Samþykkt.

  Fundarhlé.

  2.9 Ákvæði 56.-64. gr. í III. kafla og breytingartillögur nr. 124, 123 og 122

  Katrín Fjeldsted, formaður B-nefndar, fékk orðið og gerði grein fyrir breytingartillögum nr. 124, 123 (sbr. nr. 72 á 17. ráðsfundi) og 122 (sbr. nr. 90 á 17. ráðsfundi).

  Fundarstjóri gaf orðið laust og til máls tóku: Eiríkur Bergmann Einarsson, Silja Bára Ómarsdóttir, Pawel Bartoszek, Ari Teitsson, Erlingur Sigurðarson, Vilhjálmur Þorsteinsson, Þorkell Helgason, Þórhildur Þorleifsdóttir.

  Gengið var til atkvæða og urðu niðurstöður svo sem hér segir:

  Kosning nr. 71
  Breytingartillaga nr. 124, við 56. gr.
  Samþykkt 24
  Hafnað 0
  Setið hjá 0
  Niðurstaða: Samþykkt.

  Kosning nr. 72
  Grein 56. gr. Flutningur þingmála.
  Samþykkt 22
  Hafnað 0
  Setið hjá 2
  Niðurstaða: Samþykkt.

  Kosning nr. 73
  Breytingartillaga nr. 123, við 57. gr.
  Samþykkt 24
  Hafnað 0
  Setið hjá 0
  Niðurstaða: Samþykkt.

  Kosning nr. 74
  Grein 57. gr. Meðferð lagafrumvarpa.
  Samþykkt 21
  Hafnað 0
  Setið hjá 3
  Niðurstaða: Samþykkt.

  Kosning nr. 75
  Grein 58. gr. Meðferð þingsályktunartillagna og annarra þingmála.
  Samþykkt 22
  Hafnað 0
  Setið hjá 2
  Niðurstaða: Samþykkt.

  Kosning nr. 76
  Grein 59. gr. Ályktunarbærni.
  Samþykkt 24
  Hafnað 0
  Setið hjá 0
  Niðurstaða: Samþykkt.

  Kosning nr. 77
  Breytingartillaga nr. 122, við 60. gr.
  Samþykkt 19
  Hafnað 3
  Setið hjá 2
  Niðurstaða: Samþykkt.

  Kosning nr. 78
  Grein 60. gr. Staðfesting laga.
  Samþykkt 19
  Hafnað 3
  Setið hjá 2
  Niðurstaða: Samþykkt.

  Kosning nr. 79
  Grein 61. gr. Birting laga.
  Samþykkt 24
  Hafnað 0
  Setið hjá 0
  Niðurstaða: Samþykkt.

  Kosning nr. 80
  Grein 62. gr. Lögrétta.
  Samþykkt 24
  Hafnað 0
  Setið hjá 0
  Niðurstaða: Samþykkt.

  Kosning nr. 81
  Grein 63. gr. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.
  Samþykkt 24
  Hafnað 0
  Setið hjá 0
  Niðurstaða: Samþykkt.

  Kosning nr. 82
  Grein 64. gr. Rannsóknarnefndir.
  Samþykkt 24
  Hafnað 0
  Setið hjá 0
  Niðurstaða: Samþykkt.

  Agnar Bragason tók við ritun fundargerðar.

  2.10 Ákvæði 65.-67. gr. í III. kafla og breytingartillögur nr. 138, 82, sbr. nr. 134, og 135

  Pawel Bartoszek, formaður C-nefndar, fékk orðið og gerði grein fyrir breytingartillögum nr. 138, nr. 82 frá 17. ráðsfundi, sbr. nr. 134 á 18. ráðsfundi, og 135.

  Fundarstjóri gaf orðið laust og til máls tóku: Gísli Tryggvason, Silja Bára Ómarsdóttir, Þorkell Helgason, Pawel Bartosezk.

  Gengið var til atkvæða og urðu niðurstöður svo sem hér segir:

  Kosning nr. 83
  Grein 65. gr. Málskot til þjóðarinnar.
  Samþykkt 22
  Hafnað 0
  Setið hjá 2
  Niðurstaða: Samþykkt.

  Kosning nr. 84
  Breytingartillaga nr. 138, við 66. gr.
  Samþykkt 22
  Hafnað 0
  Setið hjá 2
  Niðurstaða: Samþykkt.

  Kosning nr. 85
  Grein 66. gr. Þingmál að frumkvæði kjósenda.
  Samþykkt 20
  Hafnað 0
  Setið hjá 4
  Niðurstaða: Samþykkt.

  Kosning nr. 86
  Breytingartillaga nr. 134, við 67. gr.
  Samþykkt 24
  Hafnað 0
  Setið hjá 0
  Niðurstaða: Samþykkt.

  Kosning nr. 87
  Breytingartillaga nr. 135, við 67. gr.
  Samþykkt 22
  Hafnað 2
  Setið hjá 0
  Niðurstaða: Samþykkt.

  Kosning nr. 88
  Grein 67. gr. Framkvæmd undirskriftasöfnunar og þjóðaratkvæðagreiðslu.
  Samþykkt 21
  Hafnað 0
  Setið hjá 3
  Niðurstaða: Samþykkt.

  2.11 Ákvæði 68.-75. gr í III. kafla og breytingartillögur nr. 13, 80 og 66, sbr. nr. 128, 129 og 130

  Katrín Fjeldsted, formaður B-nefndar, fékk orðið og gerði grein fyrir breytingartillögum nr. 13 frá 17. ráðsfundi, sbr. nr. 128 á 18. ráðsfundi, nr. 80 frá 17. ráðsfundi, sbr. nr. 129 á 18. ráðsfundi, nr. 66 frá 17. ráðsfundi, sbr. nr. 130 á 18. ráðsfundi.

  Fundarstjóri gaf orðið laust og til máls tóku: Gísli Tryggvason (dró til baka breytingartillögu sína nr. 13 frá 17. ráðsfundi, sbr. nr. 128), Andrés Magnússon (dró til baka breytingartillögu sína nr. 80 frá 17. ráðsfundi, sbr. nr. 129), Vilhjálmur Þorsteinsson.

  Gengið var til atkvæða og urðu niðurstöður svo sem hér segir:

  Kosning nr. 89
  Grein 68. gr. Frumvarp til fjárlaga.
  Samþykkt 24
  Hafnað 0
  Setið hjá 0
  Niðurstaða: Samþykkt.

  Kosning nr. 90
  Grein 69. gr. Greiðsluheimildir.
  Samþykkt 23
  Hafnað 0
  Setið hjá 1
  Niðurstaða: Samþykkt.

  Kosning nr. 91
  Grein 70. gr. Réttur fjárlaganefndar til upplýsinga.
  Samþykkt 24
  Hafnað 0
  Setið hjá 0
  Niðurstaða: Samþykkt.

  Kosning nr. 92
  Grein 71. gr. Skattar.
  Samþykkt 23
  Hafnað 1
  Setið hjá 0
  Niðurstaða: Samþykkt.

  Flutningsmaður, Andrés Magnússon, óskaði eftir að greidd yrðu atkvæði um breytingartillögu nr. 66 frá 17. ráðsfundi (sbr. nr. 130 á 18. ráðsfundi).

  Fundarstjóri gaf orðið laust og til máls tóku: Eiríkur Bergmann Einarsson, Andrés Magnússon, Ómar Þorfinnur Ragnarsson, Pawel Bartoszek, Katrín Fjeldsted, Andrés Magnússon, Katrín Oddsdóttir, Silja Bára Ómarsdóttir, Lýður Árnason, Erlingur Sigurðarson, Pétur Gunnlaugsson.

  Kosning nr. 93
  Breytingartillaga nr. 66, sbr. nr. 130, við 72. gr.
  Samþykkt 10
  Hafnað 12
  Setið hjá 2
  Niðurstaða: Felld.

  Kosning nr. 94
  Grein 72. gr. Eignir og skuldbindingar ríkisins.
  Samþykkt 19
  Hafnað 1
  Setið hjá 4
  Niðurstaða: Samþykkt.

  Kosning nr. 95
  Grein 73. gr. Þingrof.
  Samþykkt 23
  Hafnað 0
  Setið hjá 1
  Niðurstaða: Samþykkt.

  Kosning nr. 96
  Grein 74. gr. Ríkisendurskoðun.
  Samþykkt 24
  Hafnað 0
  Setið hjá 0
  Niðurstaða: Samþykkt.

  Kosning nr. 97
  Grein 75. gr. Umboðsmaður Alþingis.
  Samþykkt 24
  Hafnað 0
  Setið hjá 0
  Niðurstaða: Samþykkt.

  Pawel Bartoszek fékk orðið og tók til máls.

  Fundarstjóri lýsti því að gert yrði hlé á fundinum til næsta dags, miðvikudagsins 27. júlí, kl. 10.00. Sama dag, kl. 9.00, verði haldinn fundur í stjórn Stjórnlagaráðs.

  _______________________________

  Fundinum var fram haldið miðvikudaginn 27. júlí 2011, kl 10.00, í húsnæði Stjórnlagaráðs í Ofanleiti 2, Reykjavík.

  Mættir voru eftirtaldir fulltrúar: Andrés Magnússon, Ari Teitsson, Arnfríður Guðmundsdóttir, Ástrós Gunnlaugsdóttir, Dögg Harðardóttir, Eiríkur Bergmann Einarsson, Erlingur Sigurðarson, Freyja Haraldsdóttir, Gísli Tryggvason, Guðmundur Gunnarsson, Íris Lind Sæmundsdóttir, Katrín Fjeldsted, Katrín Oddsdóttir, Lýður Árnason, Ómar Þorfinnur Ragnarsson, Pawel Bartoszek, Pétur Gunnlaugsson, Salvör Nordal, Silja Bára Ómarsdóttir, Vilhjálmur Þorsteinsson, Þorkell Helgason, Þorvaldur Gylfason, Þórhildur Þorleifsdóttir og Örn Bárður Jónsson.

  Þá sat fundinn Þorsteinn Fr. Sigurðsson, framkvæmdastjóri Stjórnlagaráðs.

  Fundurinn var opinn fyrir gesti og sýndur í beinni útsendingu á vefnum stjornlagarad.is.

  Formaður Stjórnlagaráðs, Salvör Nordal, setti fundinn og stýrði honum ásamt Ara Teitssyni varaformanni.

  Fundarstjóri lét þess getið að um breytingartillögur nr. 44 og 77 frá 17. ráðsfundi yrði fjallað í lok fundar.

  2.12 Ákvæði 76.-85. gr. í IV. kafla og breytingartillaga nr. 21, sbr. nr. 131

  Katrín Fjeldsted, formaður B-nefndar, fékk orðið og gerði grein fyrir breytingartillögu nr. 21 frá 17. ráðsfundi, sbr. nr. 131 á 18. ráðsfundi, sem nefndin féllst ekki á.

  Fundarstjóri gaf orðið laust og til máls tóku: Pawel Bartoszek, Katrín Fjeldsted, Gísli Tryggvason, Vilhjálmur Þorsteinsson.

  Gengið var til atkvæða og urðu niðurstöður svo sem hér segir:

  Kosning nr. 1
  Grein 76. gr. Embættisheiti og þjóðkjör.
  Samþykkt 25
  Hafnað 0
  Setið hjá 0
  Niðurstaða: Samþykkt.

  Kosning nr. 2
  Grein 77. gr. Kjörgengi.
  Samþykkt 23
  Hafnað 1
  Setið hjá 1
  Niðurstaða: Samþykkt.

  Kosning nr. 3
  Grein 78. gr. Forsetakjör.
  Samþykkt 24
  Hafnað 0
  Setið hjá 1
  Niðurstaða: Samþykkt.

  Kosning nr. 4
  Grein 79. gr. Kjörtímabil.
  Samþykkt 25
  Hafnað 0
  Setið hjá 0
  Niðurstaða: Samþykkt.

  Kosning nr. 5
  Grein 80. gr. Eiðstafur.
  Samþykkt 25
  Hafnað 0
  Setið hjá 0
  Niðurstaða: Samþykkt.

  Kosning nr. 6
  Grein 81. gr. Starfskjör.
  Samþykkt 23
  Hafnað 0
  Setið hjá 2
  Niðurstaða: Samþykkt.

  Kosning nr. 7
  Grein 82. gr. Staðgengill.
  Samþykkt 24
  Hafnað 0
  Setið hjá 1
  Niðurstaða: Samþykkt.

  Kosning nr. 8
  Grein 83. gr. Fráfall.
  Samþykkt 25
  Hafnað 0
  Setið hjá 0
  Niðurstaða: Samþykkt.

  Kosning nr. 9
  Grein 84. gr. Ábyrgð.
  Samþykkt 24
  Hafnað 1
  Setið hjá 0
  Niðurstaða: Samþykkt.

  Kosning nr. 10
  Grein 85. gr. Náðun og sakaruppgjöf.
  Samþykkt 24
  Hafnað 1
  Setið hjá 0
  Niðurstaða: Samþykkt.

  2.13 Ákvæði 86.-90. gr. í V. kafla og breytingartillaga nr. 125

  Katrín Fjeldsted, formaður B-nefndar, fékk orðið og gerði grein fyrir breytingartillögu nr. 125 (sbr. nr. 14 og 15 frá 17. ráðsfundi).

  Fundarstjóri gaf orðið laust og til máls tóku: Andrés Magnússon, Vilhjálmur Þorsteinsson, Gísli Tryggvason, Katrín Oddsdóttir, Lýður Árnason, Þorkell Helgason, Ari Teitsson, Þórhildur Þorleifsdóttir, Ómar Ragnarsson.

  Gengið var til atkvæða og urðu niðurstöður svo sem hér segir:

  Kosning nr. 11
  Grein 86. gr. Ráðherrar.
  Samþykkt 24
  Hafnað 0
  Setið hjá 1
  Niðurstaða: Samþykkt.

  Kosning nr. 12
  Breytingartillaga nr. 125, við 87. gr.
  Samþykkt 22
  Hafnað 2
  Setið hjá 1
  Niðurstaða: Samþykkt.

  Kosning nr. 13
  Grein 87. gr. Ríkisstjórn.
  Samþykkt 25
  Hafnað 0
  Setið hjá 0
  Niðurstaða: Samþykkt.

  Kosning nr. 14
  Grein 88. gr. Hagsmunaskráning og opinber störf.
  Samþykkt 25
  Hafnað 0
  Setið hjá 0
  Niðurstaða: Samþykkt.

  Kosning nr. 15
  Grein 89. gr. Ráðherrar og Alþingi.
  Samþykkt 22
  Hafnað 0
  Setið hjá 3
  Niðurstaða: Samþykkt.

  Kosning nr. 16
  Grein 90. gr. Stjórnarmyndun.
  Samþykkt 20
  Hafnað 1
  Setið hjá 4
  Niðurstaða: Samþykkt.

  2.14 Ákvæði 91.-96. gr. í V. kafla og breytingartillaga nr. 126, sbr. nr. 48

  Katrín Fjeldsted, formaður B-nefndar, fékk orðið og gerði grein fyrir breytingartillögu nr. 126, sbr. breytingartillögu nr. 48 frá 17. ráðsfundi.

  Fundarstjóri gaf orðið laust og til máls tóku: Íris Lind Sæmundsdóttir, Vilhjálmur Þorsteinsson, Eiríkur Bergmann Einarsson, Katrín Oddsdóttir, Þórhildur Þorleifsdóttir, Þorkell Helgason, Þorvaldur Gylfason, Pawel Bartoszek, Lýður Árnason.

  Gengið var til atkvæða og urðu niðurstöður svo sem hér segir:

  Kosning nr. 17
  Grein 91. gr. Vantraust.
  Samþykkt 25
  Hafnað 0
  Setið hjá 0
  Niðurstaða: Samþykkt.

  Kosning nr. 18
  Grein 92. gr. Starfsstjórn.
  Samþykkt 25
  Hafnað 0
  Setið hjá 0
  Niðurstaða: Samþykkt.

  Kosning nr. 19
  Grein 93. gr. Upplýsinga- og sannleiksskylda.
  Samþykkt 25
  Hafnað 0
  Setið hjá 0
  Niðurstaða: Samþykkt.

  Kosning nr. 20
  Grein 94. gr. Skýrsla ríkisstjórnar til Alþingis.
  Samþykkt 23
  Hafnað 2
  Setið hjá 0
  Niðurstaða: Samþykkt.

  Kosning nr. 21
  Grein 95. gr. Ráðherraábyrgð.
  Samþykkt 25
  Hafnað 0
  Setið hjá 0
  Niðurstaða: Samþykkt.

  Kosning nr. 22
  Breytingartillaga nr. 126, við 96. gr.
  Samþykkt 21
  Hafnað 2
  Setið hjá 2
  Niðurstaða: Samþykkt.

  Kosning nr. 23
  Grein 96. gr. Skipun embættismanna.
  Samþykkt 21
  Hafnað 1
  Setið hjá 3
  Niðurstaða: Samþykkt.

  2.15 Ákvæði 97. gr. í V. kafla og ein breytingartillaga (ný grein)

  Katrín Fjeldsted, formaður B-nefndar, fékk orðið og gerði grein fyrir breytingartillögu nefndarinnar sem kveður á um nýja grein (sbr. fylgiskjal fundarins um breytingartillögur sem eru ekki við tilteknar greinar, sjá einnig br.till. nr. 50 frá 17. ráðsfundi).

  Fundarstjóri gaf orðið laust og til máls tóku: Örn Bárður Jónsson, Þorvaldur Gylfason, Vilhjálmur Þorsteinsson, Eiríkur Bergmann Einarsson, Pawel Bartoszek, Ómar Ragnarsson, Þórhildur Þorleifsdóttir, Þorkell Helgason, Gísli Tryggvason, Andrés Magnússon, Erlingur Sigurðarson, Silja Bára Ómarsdóttir.

  Gengið var til atkvæða og urðu niðurstöður svo sem hér segir:

  Kosning nr. 24
  Grein Sjálfstæðar ríkisstofnanir (verður 97. gr.).
  Samþykkt 20
  Hafnað 1
  Setið hjá 3
  Niðurstaða: Samþykkt.

  Vegna nýrrar 97. gr. breytast númer greina hér eftir, með því að þau hækka um einn.

  2.16 Ákvæði 98.-105. gr. (upphaflega 97.-104. gr.) í VI. kafla og breytingartillögur nr. 136, 137 og 53, sbr. nr. 133

  Pawel Bartoszek, formaður C-nefndar, fékk orðið og gerði grein fyrir breytingartillögum nr. nr. 136 og 137. Nefndin hafnaði breytingartillögu nr. 53 frá 17. ráðsfundi, sbr. nr. 133 á 18. ráðsfundi.

  Fundarstjóri gaf orðið laust og til máls tóku: Gísli Tryggvason, Pawel Bartoszek, Ómar Ragnarsson, Gísli Tryggvason, Ari Teitsson, Íris Lind Sæmundsdóttir.

  Gengið var til atkvæða og urðu niðurstöður svo sem hér segir:

  Kosning nr. 25
  Grein 97. gr. Skipan dómstóla (nú 98. gr.).
  Samþykkt 24
  Hafnað 0
  Setið hjá 0
  Niðurstaða: Samþykkt.

  Kosning nr. 26
  Breytingartillaga nr. 136, við 98. gr. (nú 99. gr.)
  Samþykkt 22
  Hafnað 1
  Setið hjá 1
  Niðurstaða: Samþykkt.

  Kosning nr. 27
  Grein 98. gr. Sjálfstæði dómstóla (nú 99. gr.).
  Samþykkt 24
  Hafnað 0
  Setið hjá 0
  Niðurstaða: Samþykkt.

  Kosning nr. 28
  Grein 99. gr. Lögsaga dómstóla (nú 100. gr.).
  Samþykkt 24
  Hafnað 0
  Setið hjá 0
  Niðurstaða: Samþykkt.

  Kosning nr. 29
  Grein 100. gr. Hæstiréttur Íslands (nú 101. gr.).
  Samþykkt 24
  Hafnað 0
  Setið hjá 0
  Niðurstaða: Samþykkt.

  Kosning nr. 30
  Grein 101. gr. Skipun dómara (nú 102. gr.).
  Samþykkt 24
  Hafnað 0
  Setið hjá 0
  Niðurstaða: Samþykkt.

  Kosning nr. 31
  Grein 102. gr. Sjálfstæði dómara (nú 103. gr.).
  Samþykkt 24
  Hafnað 0
  Setið hjá 0
  Niðurstaða: Samþykkt.

  Kosning nr. 32
  Breytingartillaga nr. 137 (um að fella 103. gr. niður), við 103. gr. (nú 104. gr.)
  Samþykkt 19
  Hafnað 3
  Setið hjá 2
  Niðurstaða: Samþykkt.

  Með því að tillagan var samþykkt breytist númeraröð og færist aftur til baka.

  Kosning nr. 33
  Grein 104. gr. Ákæruvald og ríkissaksóknari.
  Samþykkt 24
  Hafnað 0
  Setið hjá 0
  Niðurstaða: Samþykkt.

  2.17 Ákvæði 105.-108. gr. í VII. kafla

  Fundarstjóri gaf orðið laust og til máls tóku: Gísli Tryggvason, Katrín Fjeldsted, Ari Teitsson.

  Gengið var til atkvæða og urðu niðurstöður svo sem hér segir:

  Kosning nr. 34
  Grein 105. gr. Sjálfstæði sveitarfélaga.
  Samþykkt 24
  Hafnað 0
  Setið hjá 0
  Niðurstaða: Samþykkt.

  Kosning nr. 35
  Grein 106. gr. Nálægðarregla.
  Samþykkt 24
  Hafnað 0
  Setið hjá 0
  Niðurstaða: Samþykkt.

  Kosning nr. 36
  Grein 107. gr. Kosning sveitarstjórna og íbúalýðræði.
  Samþykkt 25
  Hafnað 0
  Setið hjá 0
  Niðurstaða: Samþykkt.

  Kosningakerfi fundarins hljóp yfir númerið 37.

  Kosning nr. 38
  Grein 108. gr. Samráðsskylda.
  Samþykkt 25
  Hafnað 0
  Setið hjá 0
  Niðurstaða: Samþykkt.

  2.18 Ákvæði 109.- 112. gr. í VIII. kafla

  Fundarstjóri gaf orðið laust og til máls tóku: Pawel Bartoszek, Silja Bára Ómarsdóttir, Dögg Harðardóttir, Lýður Árnason, Íris Lind Sæmundsdóttir, Katrín Oddsdóttir.

  Gengið var til atkvæða og urðu niðurstöður svo sem hér segir:

  Kosning nr. 39
  Grein 109. gr. Meðferð utanríkismála.
  Samþykkt 25
  Hafnað 0
  Setið hjá 0
  Niðurstaða: Samþykkt.

  Kosning nr. 40
  Grein 110. gr. Þjóðréttarsamningar.
  Samþykkt 25
  Hafnað 0
  Setið hjá 0
  Niðurstaða: Samþykkt.

  Kosning nr. 41
  Grein 111. gr. Framsal ríkisvalds.
  Samþykkt 23
  Hafnað 1
  Setið hjá 1
  Niðurstaða Samþykkt.

  Kosning nr:. 42
  Grein 112. gr. Skyldur samkvæmt alþjóðlegum samningum.
  Samþykkt 25
  Hafnað 0
  Setið hjá 0
  Niðurstaða: Samþykkt.

  2.19 Ákvæði 113. gr. í IX. kafla

  Fundarstjóri gaf orðið laust og til máls tók: Gísli Tryggvason.

  Gengið var til atkvæða og urðu niðurstöður svo sem hér segir:
  Kosning nr. 43
  Grein 113. gr. Stjórnarskrárbreytingar.
  Samþykkt 22
  Hafnað 0
  Setið hjá 3
  Niðurstaða: Samþykkt.

  2.20 Breytingartillögur nr. 45 og 77 frá 17. ráðsfundi og tillaga stjórnar að ákvæðum um gildistöku og til bráðabirgða

  Fyrir fundinum lá tillaga stjórnar um gildistöku og ákvæði til bráðabirgða, sbr. breytingartillögu nr. 77 frá 17. ráðsfundi. Flutningsmaður þeirrar tillögu, Þorkell Helgason, hafði samþykkt þá málsmeðferð. Stjórn samþykkti að mæla með tillögunni í nokkuð breyttri mynd, meðal annars varðandi þjóðaratkvæðagreiðslu um frumvarp Stjórnlagaráðs. Um það atriði yrði fjallað í bréfi sem fylgja myndi frumvarpinu til Alþingis. Fram kom að frágangur bréfsins kæmi til sameiginlegrar umfjöllunar fulltrúa á öðrum fundi, sem haldinn yrði næsta dag.

  Breytingartillaga nr. 45 kom einnig til stjórnar með sambærilegum hætti en því var hafnað að mæla með henni. Flutningsmaður þeirrar tillögu var Gísli Tryggvason.

  Fundarstjóri gaf orðið laust og til máls tóku: Þorkell Helgason, Gísli Tryggvason, Þórhildur Þorleifsdóttir, Lýður Árnason, Eiríkur Bergmann Einarsson, Vilhjálmur Þorsteinsson, fundarstjóri lokaði mælendaskrá, Silja Bára Ómarsdóttir, Örn Bárður Jónsson, Andrés Magnússon, Þorvaldur Gylfason, Ómar Ragnarsson, Þórhildur Þorleifsdóttir, Katrín Oddsdóttir.

  Guðbjörg Eva H. Baldursdóttir tók við ritun fundargerðar.

  Flutningsmaður, Þorkell Helgason, dró til baka breytingartillögu nr. 77.

  Gengið var til atkvæða og urðu niðurstöður svo sem hér segir:
  Kosning nr. 44
  Breytingartillaga Tillaga stjórnar að ákvæðum um gildistöku og til bráðabirgða
  Samþykkt 23
  Hafnað 1
  Setið hjá 1
  Niðurstaða: Samþykkt.

  2.21 Aðfaraorð

  Fundarstjóri lýsti því að lengi hefði verið rætt um möguleika á að hafa aðfaraorð að stjórnarskránni og að fulltrúar kæmu þar öll að með einhverjum hætti. Nú lægi fyrir tillaga að texta, sem fulltrúar í A-nefnd hefðu tekið að sér að vinna. Ekki hefði verið mikið svigrúm til að ræða þá tillögu og komið hefðu fram nokkrar efasemdir um málið. Því hefði verið gerð óformleg skoðanakönnun á meðal ráðsfulltrúa um þetta atriði.

  Formaður kynnti eftirfarandi niðurstöður umræddrar skoðanakönnunar:
  Ég styð aðfaraorð í núverandi mynd: 13
  Ég mun sitja hjá ef aðfaraorð eru afgreidd í núverandi mynd: 1
  Ég styð ekki aðfaraorð í núverandi mynd en er tilbúin/n að vinna í þeim: 4
  Ég styð ekki aðfaraorð við stjórnarskrána: 5
  Auður seðill: 1
  Skilaði ekki inn: 1
  Samtals: 25

  Fundarstjóri gaf orðið laust og til máls tóku: Örn Bárður Jónsson, Ómar Þorfinnur Ragnarsson, Örn Bárður Jónsson, Pawel Bartoszek, Eiríkur Bergmann Einarsson, Gísli Tryggvason, Ómar Þorfinnur Ragnarsson, Silja Bára Ómarsdóttir.

  Fundarstjóri bar upp dagskrártillögu Silju Báru Ómarsdóttur um að afgreiðsla aðfaraorða færi fram næsta dag.

  Umræður héldu áfram og til máls tóku: Gísli Tryggvason, Örn Bárður Jónsson, Þorkell Helgason, Gísli Tryggvason, Þorkell Helgason, Þórhildur Þorleifsdóttir.

  Gengið var til atkvæða um dagskrártillögu og urðu niðurstöður svo sem hér segir:

  Kosning nr. 45
  Tillaga Dagskrártillaga Silju Báru Ómarsdóttur.
  Samþykkt 15
  Hafnað 6
  Setið hjá 4
  Niðurstaða: Samþykkt.

  Sif Guðjónsdóttir tók við ritun fundargerðar.

  2.22 Atkvæðagreiðsla um frumvarpið í heild sinni með áorðnum breytingum

  Fundarstjóri lýsti því að loks yrðu greidd atkvæði um frumvarpið í heild sinni, með áorðnum breytingum, sbr. 3. mgr. 15. gr. starfsreglna.

  Vilhjálmur Þorsteinsson óskaði eftir nafnakalli við atkvæðagreiðslu og fundarstjóri samþykkti þá beiðni. Jafnframt bauð fundarstjóri fulltrúum að gera grein fyrir atkvæði sínu.

  Eftirtaldir fulltrúar í Stjórnlagaráði tóku til máls og gerðu grein fyrir atkvæði sínu: Pawel Bartoszek, Ari Teitsson tók við fundarstjórn, Salvör Nordal, Salvör Nordal tók aftur við fundarstjórn, Eiríkur Bergmann Einarsson, Silja Bára Ómarsdóttir, Gísli Tryggvason, Örn Bárður Jónsson, Íris Lind Sæmundsdóttir, Arnfríður Guðmundsdóttir, Freyja Haraldsdóttir, Erlingur Sigurðarson, Lýður Árnason, Katrín Fjeldsted, Þorkell Helgason, Ástrós Gunnlaugsdóttir, Katrín Oddsdóttir, Dögg Harðardóttir, Illugi Jökulsson, Þórhildur Þorleifsdóttir, Andrés Magnússon, Guðmundur Gunnarsson, Ómar Þorfinnur Ragnarsson.

  Atkvæðagreiðsla um frumvarp Stjórnlagaráðs til stjórnarskipunarlaga fór fram með því að fundarstjóri kallaði eftir afstöðu hvers og eins fulltrúa, í stafrófsröð. Allir fulltrúar greiddu frumvarpinu atkvæði sitt og var það því samþykkt einróma.

  Fundarstjóri, Salvör Nordal, formaður Stjórnlagaráðs, ávarpaði ráðið.

  Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17.30.

  Fundargerð rituðu Valborg Steingrímsdóttir, Sif Guðjónsdóttir, Agnar Bragi Bragason og Guðbjörg Eva H. Baldursdóttir.