47. fundur C-nefndar
25.07.2011 13:30
Dagskrá:
- Umræður um umsögn Eiríks Tómassonar
- Önnur mál
Mætt voru: Pawel Bartoszek formaður, Andrés Magnússon, Ari Teitsson, Guðmundur Gunnarsson, Ómar Þorfinnur Ragnarsson, Íris Lind Sæmundsdóttir, Lýður Árnason og Þorkell Helgason. Agnar Bragason ritaði fundargerð.
1. Umræður um umsögn Eiríks Tómassonar
Rætt um misræmi í frumvarpinu, að bæta þyrfti inn í 2. gr. frumvarpsins að þjóðin hafi löggjafarvald, eða fella ákvæði 66. gr. frumvarpsins út um bindandi þjóðaratkvæði. Rætt um að halda opnu að tiltekin fjöldi almennings gæti lagt fram frumvarp á Alþingi, eða einskoðra slíkt við þingsályktunartillögur, sem mætti eftir atvikum setja í þjóðaratkvæði. Samþykkt tillaga um að færa ákvæði 66. gr. til þess horfs sem það var fyrir 17. ráðsfund með orðalagsbreytingum. Í stað „Þjóðaratkvæðagreiðslan skal vera bindandi" kemur „Alþingi getur ákveðið að þjóðaratkvæðagreiðslan skuli vera bindandi".
Samþykkt tillaga um að fella niður 103. gr. frumvarpsins um lögspurningu til Hæstaréttar, í ljósi umsagna fræðimanna og að markmiðum greinarinnar er náð með 62. gr. og 63. gr. frumvarpsins.
Samþykkt að tiltaka „63" þingsæti í 8. mgr. 39. gr.
Rætt um prósentuhlutfall varðandi málskot til þjóðarinnar og þjóðarfrumkvæði.
Rætt um 5. mgr. 39. gr. frumvarpsins um alþingiskosningar. Rætt um að hverfa aftur til þess að kjör þvert á lista sé heimilt en ekki skylda í stjórnarskrá, þó þannig að orðið persónukjör komi fram.
Rætt um 4% þröskuld í kosningakerfinu og hvort eigi að gera tillögu um að hann komi aftur inn í frumvarpið, en sem heimildarákvæði.
2. Önnur mál
Engin önnur mál.
3. Næsti fundur nefndar C
Ekki var ákveðið hvenær næsti fundur yrði í nefnd C yrði en til hans yrði boðað með tilkynningu.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16.00.