46. fundur C-nefndar

22.07.2011 11:00

Dagskrá:
  1. Breytingartillögum vísað til nefndarinnar
  2. Viðbrögð nefndarinnar við samþykktum breytingartillögum
  3. Önnur mál

Fundargerð

Mætt voru: Pawel Bartoszek formaður, Andrés Magnússon, Ari Teitsson, Guðmundur Gunnarsson, Íris Lind Sæmundsdóttir, Lýður Árnason og Þorkell Helgason. Gestir voru Gísli Tryggvason, Pétur Gunnlaugsson og Vilhjálmur Þorsteinsson. Agnar Bragason ritaði fundargerð.

1. Breytingartillögum vísað til nefndarinnar

Tillaga 53 borin upp. Vísað frá nefndinni þar sem hún var seint fram komin og enginn tími til álitsumleitunar og mats á áhrifum.
Tillaga 82 borin upp. Samþykkt tillaga formanns að gagntillögu að færa inn í 65.gr. frv. (nú 67. gr.): „Þess skal gætt að frumvarp að tillögu kjósenda samrýmist stjórnarskrá".
Tillaga 7 borin upp. Ákveðið að taka 1. mgr. út og 2. mgr og 3. mgr víxlist. Breyta orðalagi um „stjórnmálaflokka" í „stjórnmálasamtök".

2. Viðbrögð nefndarinnar við samþykktum breytingartillögum

Tillaga 26-2: Ákveðið að mæla með tillögunni varðandi 6 mánaða tímamörkin, en með orðalagsbreytingum.
Tillaga 62: Ákveðið að leggja til að seinni málsliðurinn fari út.
Tillaga 63: Ákveðið að leggja til tvær breytingartillögur, að færa ákvæðið til fyrra horfs og að tiltaka heildarsamtök sveitarfélaga í stað ríkisstjórnar og sveitarfélaga.
Tillaga 40: Rætt um að leggja til breytingar á upphafsgreinum þannig að þjóðin sé einnig handhafi löggjafarvalds. Þó einnig lagt til að færa til fyrra horfs og láta kjósa aftur um málið.

3. Önnur mál

Engin önnur mál.

4. Næsti fundur nefndar C

Ekki var ákveðið hvenær næsti fundur yrði í nefnd C yrði en til hans yrði boðað með tilkynningu.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16.00.