29. fundur A-nefndar

22.06.2011 13:00

Dagskrá:

 

  1. Sameiginlegir kaflar nefndanna
  2. Önnur mál

 

Fundargerð

29. fundur A-nefndar, haldinn miðvikudaginn 22. júní 2011, kl. 13.00-14.10.

Mætt voru: Silja Bára Ómarsdóttir, formaður, sem stýrði fundi, Örn Bárður Jónsson, varaformaður, Arnfríður Guðmundsdóttir, Dögg Harðardóttir, Freyja Haraldsdóttir, Illugi Jökulsson, Katrín Oddsdóttir og Þorvaldur Gylfason. Fundargerð ritaði Andrés Ingi Jónsson.

Fundurinn var haldinn sameiginlega með B-nefnd. Viðstaddir voru Katrín Fjeldsted, formaður B-nefndar, Vilhjálmur Þorsteinsson, varaformaður B-nefndar, Eiríkur Bergmann Einarsson, erlingur Sigurðarson, Gísli Tryggvason, Pétur Gunnlaugsson og Þórhildur Þorleifsdóttir.

1. Sameiginlegir kaflar nefndanna

Ræddir voru þeir kaflar, þar sem málefnasvið A- og B-nefnda skarast. Sérstaklega er þar um að ræða undirstöðukaflann, sem B-nefnd kynnti á 12. ráðsfundi. Inn í þann kafla þarf að bæta ákveðnum atriðum frá A-nefnd, auk þess sem undirstöðukaflinn kemur til með að spila með aðfaraorðum stjórnarskrárinnar. Nefndafólki þóttu hugmyndir þessa efnis enn of ómótaðar til að halda sérstakan sameiginlegan fund um þær. Katrín Fjeldsted lagði því til að nefndirnar skipuðu vinnuhóp sín á milli til að fara yfir málið, sem myndi skila niðurstöðum eftir u.þ.b. vikutíma.

2. Önnur mál

Engin rædd.