44. fundur C-nefndar

14.07.2011 09:30

Dagskrá:

 

  1. Staða greinargerða og verklag.
  2. Önnur mál.

 

Fundargerð

 

44. fundur C-nefndar, haldinn 13. júlí 2011, kl. 09.30-12.00, í húsnæði Stjórnlagaráðs í Ofanleiti 2, Reykjavík.

Mætt voru: Pawel Bartoszek, formaður, Andrés Magnússon, Ari Teitsson, Íris Lind Sæmundsdóttir, varaformaður, Ómar Þorfinnur Ragnarsson, Lýður Árnason og Þorkell Helgason. Agnar Bragason ritaði fundargerð.

1. Erindi sem borist hafa nefndinni

Farið yfir þau erindi sem borist hafa nefndinni (sjá viðauka).

2. Staða greinargerða og verklag

Formaður gerir grein fyrir stöðu mála í greinargerðarvinnu, skjal um kosningar og alþingismenn var sent nefndasviði í gær, vonast til að hin þrjú geti farið þangað í dag.
Stjórn hefur ákveðið sbr. samþykkt á ráðsfundi að það falli út 2. mgr. 5. gr. dómsvaldskafla um skipun dómara því B-nefnd hefur lagt fram ákvæði í aðra veru á eftir tillögu C-nefndar, og var það samþykkt á ráðsfundi.
Formaður segir að hann og varaformaður vinni að því að koma hinum þremur köflunum til nefndasviðs sem fyrst. Rætt um að skýringar verði að berast nefndasviði í hádeginu á morgun og fari í yfirlestur. Drög að frumvarpinu verða svo send út fyrir miðnætti þann dag og hafa ráðsfulltrúar þá helgina til að kynna sér frumvarpið og móta breytingartillögur ef svo ber við.

3. Önnur mál

Engin önnur mál.

4. Næsti fundur C-nefndar

Ekki var ákveðið hvenær næsti fundur yrði í C-nefnd en til hans yrði boðað með tilkynningu.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 12.00.

Viðauki

34403 Sigurður P Hauksson - Svar við tillögum
34382 Margrét Hermanns Auðardóttir - Varðar svar við ummæli
34422 Helga Björk Magnúsd. Grétudóttir - GJAFSÓKN fyrir ,,dauða"?
34353 Kristján Steinsson - Tillaga til Stjórnlagaráðs
34358 Sigurður Pétur Hauksson - 65. gr. stjórnarskrár okkar er meingölluð!!!
34357 Bertrand Téchené - Hello people of Iceland
34272 Björn Baldursson - Þjóðveldisstjórnarskrá Íslendinga 2013 - í vonum
34325 Daði Ingólfsson - Greinargerð eftir 15. Ráðsfund
34346 Einar Kr. Jónsson - Um lýðræðislega þátttöku almennings - athugasemdir við 10. Kafla
34312 Finnbjörn Gíslason - Sjálfstæði íslenskra stjórnvalda og þjóðarinnar
34022 Helgi Jóhann Hauksson - Raunhæf og réttlát leið til að leggja mál sitt fyrir dóm
34340 Linda Kristjánsdóttir - Ákvæði um landráð
34321 Hjörtur Hjartarson - Örfáar athugasemdir við áfangaskjal
34318 Sigurður Flosason - Tillögur um hlutleysi og mannréttindi
34330 Margrét H. Júlíusdóttir - Almenningur með litla menntun
34316 Kristín Ólafsdóttir - Kjörnir fulltrúar