38. fundur B-nefndar

11.07.2011 10:00

Dagskrá:

1. Greinargerð - notkun skjala

2. Spurningar fyrir opinn fund - skoðanakönnun

- Aldur forseta (35 ára)

- Greiðsluheimildir/fjáraukalög

- Ráðherrar og Alþingi

3. Breytingartillögur fyrir 16. ráðsfund

4. Önnur mál

Fundargerð

38. fundur B-nefndar haldinn 11. júli 2011, kl. 10:00, í húsnæði Stjórnlagaráðs í Ofanleiti 2, Reykjavík.

Mættir voru eftirtaldir fulltrúar: Katrín Fjeldsted, Pétur Gunnlaugsson, Erlingur Sigurðarson, Þórhildur Þorleifsdóttir og Vilhjálmur Þorsteinsson.
Ástrós Gunnlaugsdóttir var forfölluð.

Guðbjörg Eva H. Baldursdóttir ritaði fundargerð.

Formaður Katrín Fjeldsted setti fundinn.

 

1. Greinargerð

 

Farið yfir stöðu á vinnu við greinargerð.
Gísli Tryggvason mætti á fundinn kl. 10:15.

 

2. Spurningar fyrir opinn nefndarfund - skoðanakönnun

Rætt um framsetningu á spurningum til nefndarmanna. Samþykkt var að leggja fram þrjá valkosti sem eftir standa undir atkvæðagreiðslu þ.e. um aldursskilyrði forseta sem liður í kjörgengi, um greiðsluheimildir og fjáraukalög og um setu ráðherra á þingi.
Vilhjálmur hafði lagt fyrir glærur sem útskýrðu þrjá valkosti um ráðherra og Alþingi.
Nefndarritari sendi út dagskrá fyrir opin fund þar sem fram færi skoðanakönnun. Greiða ber atkvæði um neðangreind atriði:
1. Kjörgengisskilyrði forseta - 35 ára eður ei.
2. Fjáraukalög/greiðsluheimildir
3. Seta ráðherra á Alþingi

 

Eiríkur Bergmann mætti á fundinn kl. 10:30.
Fundi frestað til kl. 16:45 vegna opins fundar um stöðu B-nefndar.
Fundi framhaldið frá 16:45.

 

3. Breytingartillögur fyrir 16. ráðsfund

 

Samþykkt að leggja fram breytingartillögur fyrir 16. ráðsfund þann 12. júli:

Breyting á ákvæði um handhafa ríkisvalds - Nýr 2. máls. 2. mgr. er nýr þar sem áréttað er að ráðherrar og ríkisstjórn starfi í umboði Alþingis. 4. mgr. fellur brott og forseti Íslands skilgreindur sem framkvæmdarvaldshafi.

Breyting á ákvæði um hlutverk Alþingis - 1. mgr fellur brott.

Breyting á ákvæði um eið þingmanna - þar sem eiðstafur kemur í stað eiðs.
Ákvæði um flutning þingmála sett aftur inn í frumvarpið.

Nýtt ákvæði um meðferð lagafrumvarpa lagt fram með umfangsmiklum breytingum.

Nýtt ákvæði um meðferð þingsályktunartillagna lagt fram.
Valkostur II í ákvæði um setningu laga felldur brott og smávægilegar

orðalagsbreytingar gerðar sem og settur tímarammi á heimild Alþingis til að fella lögin úr gildi eftir synjun.
Birting laga - orðalagsbreytingar.

Ákvæði um skipan skattmála - sameinað að hluta til við 1. mgr. ákvæðis um eignir og skuldbindingar ríkisins.

Ákvæði um eignir og skuldbindingar íslenska ríkisins - ný 2. mgr. sem áréttir meginregluna að stjórnvöldum sé óheimilt að ábyrgjast fjárhagslegar skuldbindingar einkaaðila.

Ákvæði um fjáraukalög og greiðsluheimildir - 2. mgr. breytt og valkostir og hornklofar felldir brott.

Breyting á nafni eftirlits- og stjórnskipunarnefndar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.

Breyting á ákvæði um friðhelgi þingmanna, sbr. ný 3. mgr.

Lögrétta - í stað orðsins þriðjungur þingmanna kemur fimmtungur þingmanna.

Ákvæði um ríkisstjórn - fært til og fellt á brott ákvæði um meginatriði stjórnarstefnunnar.

Ákvæði um ráðherra - innan marka stjórnarstefnunnar tekið út.

Ákvæði um stjórnarmyndun - ýmsar orðalagsbreytingar og viðlagaákvæði bætt við í 3. mgr.

Í samræmi við niðurstöðu skoðanakönnunar og ákvörðun stjórnar er breyting á ákvæði þess efnis að ráðherrar skuli víkja af Alþingi.

Upplýsinga- og sannleiksskylda ráðherra - breytingar á fyrirsögn, bætt við sannleiksskyldu.

Ráðherraábyrgð - nú segir dómstólum þar sem áður var Hæstiréttur.
Vantraust - orðalagsbreytingar þannig í 1. Mgr. komi orðið ráðherrar í stað forsætisráðherra eða aðra ráðherra.

Kjörgengi ráðherra - hornklofi felldur brott og orðalagsbreytingar.

Setning Alþingis - annar málsl. er nýr. þar sem þriðjungur þingmanna hefur heimilt til að bera upp tillögu við forseta að stefna Alþingi saman.

Skipun embættismanna - nýtt ákvæði að meginstefnu, einkum 3. mgr.

Umboðsmaður Alþingis - nafnabreyting, haldið núverandi heiti. Ný 2. og 3. mgr.

Ríkisendurskoðun - Nýr 2. málsliður um sjálfstæði í störfum ríkisendurskoðanda.

 

4. Önnur mál

Eiríkur Tómasson skilaði svari við tveimur spurningum nefndarritara, sem sendar voru með tölvupósti dags. 7. júlí.
Fleira var ekki gert og fundi slitið kl. 12:00.