36. fundur B-nefndar

07.07.2011 09:00

Dagskrá:

1. Heildaryfirferð tillagna B

2. Önnur mál

Fundargerð

36. fundur B-nefndar haldinn 7. júli 2011, kl. 09:00, í húsnæði Stjórnlagaráðs í Ofanleiti 2, Reykjavík.

Mættir voru eftirtaldir fulltrúar: Katrín Fjeldsted, Pétur Gunnlaugsson, Þórhildur Þorleifsdóttir, Gísli Tryggvason, Vilhjálmur Þorsteinsson og Íris Lind Sæmundsdóttir.

Ástrós Gunnlaugsdóttir hafði boðað forföll.

Guðbjörg Eva H. Baldursdóttir ritaði fundargerð.

Formaður Katrín Fjeldsted setti fundinn.

1. Heildaryfirferð yfir ákvæði B-nefndar

1. Ráðherrar og ríkisstjórn

Rætt um þær breytingar sem hafa verið gerðar.
Eiríkur Bergmann mætti á fundinn kl. 9.30.
Nefndarmenn ræddu áfram um ákvæði er varðar stjórnarmyndun.
Ákveðið var að nefndarritari uppfærði skjal um stöðu á heildartillögu nefndarinnar. Dreift til nefndarmanna.

Erlingur Sigurðarsson mætti á fundinn kl. 10.30.

2. Alþingi
Ákveðið var að samþykkja valkost í núverandi ákvæði nr. 19 um greiðsluheimildir og fjáraukalög.
Þá var samþykkt ákvæði um meðferð þingmála að hluta.

Nefndin fór yfir öll ákvæði sem þörfnuðust efnislegrar yfirferðar.
Teknar voru ákvarðanir á grundvelli fyrirliggjandi umræðu og fræðilegra álita, bæði einstaka orðalagsbreytingar og valkostum var fækkað, sem og önnur efnisatriði felld brott.

Eftir yfirferð voru tillögurnar í heild sinni sendar Eiríki Tómassyni, fyrrv. prófessor við lagadeild Háskóla Íslands og væntanlegum dómara við Hæstarétt, til yfirlestrar. Nefndarritara falið að útbúa tvenns konar spurningar til Eiríks að auki.

 

2. Önnur mál

 

Nefndinni barst stöðurit frá framkvæmdarstjóra. Nefndarritara falið að fylla út.
Tillaga að ákvæði um skipun embættismanna barst nefndinni til meðferðar.

Fleira var ekki gert og fundi slitið kl. 17.30.