41. fundur C-nefndar

08.07.2011 10:00

Dagskrá:

 

Dagskrá:
1. Kafli um lýðræðislega þátttöku almennings.
2. Kafli um kosningar og alþingismenn.
3. Önnur mál.

 

Fundargerð

41. fundur C-nefndar, haldinn 8. júlí 2011, kl. 09.30-12.00, í húsnæði Stjórnlagaráðs í Ofanleiti 2, Reykjavík.

Mætt voru: Pawel Bartoszek, formaður, Andrés Magnússon, Ari Teitsson, Guðmundur Gunnarsson, Íris Lind Sæmundsdóttir, varaformaður, Ómar Þorfinnur Ragnarsson, Lýður Árnason og Þorkell Helgason. Agnar Bragason ritaði fundargerð.

1. Kafli um lýðræðislega þátttöku almennings

Rætt um stöðu og vinnu greinargerðar með kaflanum.
Rætt enn fremur um rétt minnihluta þings að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu, og áhyggjur af því að meirihlutinn gæti notað þetta tæki til að varpa frá sér ábyrgð. Rætt um að aðeins þeir sem hafi greitt atkvæði gegn frumvarpi geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu.
Rætt um prósentuhlutfall í málskotsrétti þjóðar í tillögunum. 10% til 15%.
2. Kafli um kosningar og alþingismenn
Farið yfir tillögur nefndar frá í gær til að koma til móts við athugasemdir við kaflanum frá fræðimönnum. Rætt um orðalagsbreytingar á einstökum ákvæðum 1.gr.

 

2. Önnur mál

Rætt um stöðu greinargerða allra kafla.

3. Næsti fundur C-nefndar

Ákveðið var að næsti fundur í C-nefnd yrði mánudaginn 11. júlí kl. 10.00, en til hans yrði boðað með tilkynningu.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 12.00.