40. fundur C-nefndar
07.07.2011 09:30
Dagskrá:
1. Kafli um kosningar og alþingismenn.
2. Önnur mál.
40. fundur C-nefndar, haldinn 7. júlí 2011, kl. 09.30-15.30, í húsnæði Stjórnlagaráðs í Ofanleiti 2, Reykjavík.
Mætt voru: Pawel Bartoszek, formaður, Andrés Magnússon, Ari Teitsson, Guðmundur Gunnarsson, Íris Lind Sæmundsdóttir, varaformaður, Lýður Árnason og Þorkell Helgason. Agnar Bragason ritaði fundargerð.
1. Kafli um kosningar og alþingismenn
Rætt um fund gærdagsins með Ólafi Þ. Harðarsyni en einnig athugasemdir frá öðrum.
Rætt um hvort og hvernig nefndin getur endurskoðað tillögur sínar í samræmi við gagnrýni fræðimanna og þá helst að persónukjör verði innan lista en ekki þvert á lista og takmarkaðan þröskuld. Gæti reynst erfitt að takast á fræðilega vegna skorts á tíma ráðsins til að framkvæma mat á áhrifum allra tillagna.
Rætt um að nefndin hafi unnið vel í sínum tillögum. Hins vegar verður að taka mark á gagnrýni fræðimanna. Ef til vill þyrfti meiri rannsóknarvinnu fyrir þeim tillögum er ganga lengst. Rætt um að fallast á tillögur um persónukjör innan lista, en hins vegar að gefa löggjafanum heimild til að ákveða kjör þvert á lista. Einnig að viðhafa takmarkaðan þröskuld í kosningakerfinu. Þarf að færa mjög góð rök fyrir þeim tillögum sem ætlunin er að leggja fram í ráðinu.
2. Önnur mál
Engin önnur mál.
3. Næsti fundur C-nefndar
Ákveðið var að næsti fundur í C-nefnd yrði föstudaginn 8. júlí kl. 09.30, en til hans yrði boðað með tilkynningu.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15.30.