39. fundur C-nefndar

06.07.2011 10:00

Dagskrá:
Dagskrá:
1. Umræður um störf nefndarinnar og umsagnir.
2. Heimsókn Ólafs Þ. Harðarsonar.
3. Önnur mál.

Fundargerð

39. fundur nefndar C, haldinn 6. júlí 2011, kl. 10.00-17.00, í húsnæði Stjórnlagaráðs í Ofanleiti 2, Reykjavík.

Mætt voru: Pawel Bartoszek formaður, Andrés Magnússon, Ari Teitsson, Ómar Þorfinnur Ragnarsson og Þorkell Helgason. Agnar Bragason ritaði fundargerð.

 

1. Umræður um störf nefndarinnar og umsagnir

Rætt um vinnslu greinargerða og skiptingu kafla á einstaka nefndarmenn.
Rætt um ákvæðið um kynjajöfnun í kosningakaflanum.
Rætt um tillögu frá 15. ráðsfundi um viðurlög við stjórnarskrárbrotum.Talið að slík tillaga uppfylli ekki skilyrði um skýrleika og fyrirsjáanleika refsiheimilda.
Rætt um tillögu um regluleg stjórnlagaþing frá 13. ráðsfundi.
Rætt um umsögn Eiríks Tómassonar um stjórnlagadómstól og stjórnlagaráð frá fundi B-nefndar, sem vill sjá þetta fyrirkomulag hjá stofnun þingsins sem er bindandi fyrir þingið en ekki almenning. Ef farin verði leið dómstóls þá verður að þrengja valdsvið hans varðandi athafnir æðstu stjórnenda ríkisins.
Fundarhlé til kl. 13.00.

2. Heimsókn Ólafs Þ. Harðarsonar

Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, ræðir almennt um verkefni Stjórnlagaráðs og þann tíma sem ráðinu er úthlutað til að ljúka störfum sínum.
Ráð Ólafs til ráðsins eru m.a. að:
• Endurskoða hugmyndina um kjör þvert á lista, það mun ekki ná markmiðum sínum að draga úr spillingu. Leggja fremur áherslu á að jafna atkvæðavægi og setja nánari reglur um fjármál stjórnmálaflokka og frambjóðenda.
• Leggja áherslu á kerfi færri en fleiri heillegra flokka á þingi, þannig að það leiði til skýrra málefnalegra valkosta, þ.e.a.s. viðhafa þröskuld í kosningakerfinu.
Ef áhugi á persónuvali:
• Halda því þá innan flokka og það útfært nánar í kosningalögum.

3. Önnur mál

Almennar umræður meðal nefndarmanna eftir heimsókn Ólafs Þ. Harðarsonar.

4. Næsti fundur C-nefndar

Ákveðið var að næsti fundur í C-nefnd yrði fimmtudaginn 7. júlí kl. 09.30, en til hans yrði boðað með tilkynningu.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17.00.