35. fundur A-nefndar

04.07.2011 10:00

Dagskrá:
Dagskrá:
  1. Viðbrögð við athugasemdum.
  2. Innsend erindi.

 

Fundargerð

35. fundur A-nefndar, haldinn mánudaginn 5. júlí 2011, kl. 10.00-12.00 og 13.10-14.30.

Mætt voru: Silja Bára Ómarsdóttir, formaður, sem stýrði fundi, Örn Bárður Jónsson, varaformaður, Arnfríður Guðmundsdóttir, Dögg Harðardóttir, Freyja Haraldsdóttir, Illugi Jökulsson, Katrín Oddsdóttir og Þorvaldur Gylfason. Dögg Harðardóttir, Illugi Jökulsson og Örn Bárður Jónsson voru fjarverandi eftir hádegishlé. Fundargerð ritaði Andrés Ingi Jónsson.

1. Viðbrögð við athugasemdum

Nefndin fór yfir athugasemdir sem komu fram á síðasta ráðsfundi, við endanlegar tillögur að mannréttindakafla. Í ljósi þess voru breytingar gerðar á nokkrum ákvæðum, til framlagningar á næsta ráðsfundi.

2. Innsend erindi

Eftir hádegishlé fór nefndin yfir þau erindi sem ekki höfðu verið tekin til formlegrar afgreiðslu. Nefndin tók tillit til þeirra þar sem við átti.

Eftirtalin erindi voru kynnt og rædd á fundinum

  • 33740 Helgi Briem - Höfnum mismunun á grundvelli trúar
  • 33784 Einar V. Tryggvason - Friðhelgi heimilis og afsal fullveldis
  • 33785 Ómar Antonsson - Eignarréttur sjávarjarða
  • 33846 Haukur Már Helgason - Ríkisborgarar í stað þjóðar
  • 33849 Elín Þóra Friðfinnsdóttir - Námslán
  • 33853 Nils Gíslason - Hvað eru auðlindir?
  • 33856 Guðrún Jóhannsdóttir - Dánarbú
  • 33857 Gylfi Garðarsson - Samfélagseignarréttur
  • 33859 Reynir Harðarson - Sumir eru jafnari en aðrir
  • 33864 Nils Gíslason - Verum sjálfum okkur samkvæm
  • 33865 Þórir Baldursson - Hin almenna umræða
  • 33874 Michael-Paul Gionfriddo - Democratic-Republicanism an American Perspective
  • 33875 Ingólfur Harri Hermannsson - Sáttartillaga um bætt trúfrelsi
  • 33887 Mike Gionfriddo - Bill of Rights
  • 33888 Jónas Þórir Þórisson - Þjóðkirkja
  • 33893 Mike Gionfriddo - Religious Freedom
  • 33897 Þorbergur Þórsson - Hver á sök sem vill
  • 33900 Gunnar Grímsson - Athugasemdir við áfangaskjal að stjórnarskrá Íslands
  • 33905 Guðrún Ægisdóttir - Einfaldlega hrós
  • 33921 Sesselja María Mortensen - 2. liður stjórnarskrárinnar
  • 33934 Haukur Arnþórsson - Regla óásættanlegra samfélagsáhrifa
  • 33935 Kristbjörn Árnason - Lýðræðistillaga
  • 33946 Gunnar Skúli Ármannsson - Peningar og stjórnarskrá
  • 33947 Jón Guðmundsson - Félagafrelsi
  • 33956 Nils Gíslason - Um menningararf og fleira
  • 33957 Jórunn Edda Helgadóttir - Tryggjum öllum jöfn réttindi óháð kynþætti
  • 33958 Lúðvíg Lárusson - Trúarlegar hefðir aldrei rétthærri landslögum
  • 33959 Lúðvíg Lárusson - Bann við hryðjuverkum og skipulagðri glæpastarfsemi
  • 33960 Lúðvíg Lárusson - Íslenzka sem ríkismál á Íslandi
  • 33974 Kristinn Halldór Einarsson - Jafnt aðgengi að upplýsingum fyrir alla
  • 33977 Þórir Baldursson - Þátttaka
  • 33979 Óskar H. Valtýsson - Réttarstaða dýra á Íslandi - ákvæði í stjórnarskrá
  • 33986 Þórlaug Ágústsdóttir - Athugasemdir við áfangaskjal
  • 33988 Tryggvi Hjörvar - Bann við leynilegum samningum
  • 33990 Þórný Perrot - Þjóðkirkjan
  • 33991 Arinbjörn Sigurgeirsson - Lagaskilyrði - lög á leikmannamáli
  • 33993 Richard Stallman - Right of reverse engineering
  • 33995 Don Bacon - Food for Thought: The Re-Constitution of the United States of America
  • 34006 Davíð Steinn Geirsson - Nánari skýringar á verndun trúfélaga
  • 34008 Davíð Steinn Geirsson - Nánari skýringar á skerðingu atvinnufrelsis
  • 34009 Davíð Steinn Geirsson - Takmarkanir á friðhelgi einkalífs
  • 34012 Ragnar Björnsson - Aðskilnaður ríkis og rirkju
  • 34013 Valgarður Guðjónsson - Kosningar um þjóðkirkju
  • 34021 Helgi Jóhann Hauksson - Raunhæf og réttlát leið til að leggja mál sitt fyrir dóm
  • 34024 Guðmundur Ármannsson - Skorður í stjórnarskrá
  • 34042 Svavar Kjarrval Lúthersson - Tillögur að bættum mannréttindakafla
  • 34043 Arnar Guðmundsson - Staða trúfélaga í stjórnarskrá
  • 34048 Kristinn Már Ársælsson - Opið lýðræði - líka hjá Stjórnlagaráði
  • 34053 Jón Grétar Borgþórsson - Aðhald að ríkisleyndarmálum
  • 34055 Jón Grétar Borgþórsson - Réttindi til að skoða eigin persónuupplýsingar
  • 34089 Úlfur Kolka - Breyting á trúmálskafla
  • 34101 Ingólfur Harri Hermannsson - Þjóðaratkvæðagreiðslur um mannréttindi
  • 34112 Margrét Guðmundsdóttir - Bann við þegnskylduvinnu
  • 34143 Nils Gíslason - Áfangaskjal um mannréttindi
  • 34260 Sigurður Hr. Sigurðsson - Þónokkrar síðbúnar athugasemdir og tillögur
  • 34270 Markús Guðmundsson - Náttúra og umhverfi
  • 34272 Björn Baldursson - Þjóðveldisstjórnarskrá Íslendinga 2013 - í vonum
  • 34280 Björn Einarsson - Ríkistrúfélög í stað þjóðkirkju.
  • 34311 Margrét Steinarsdóttir - Um þjóðbundnar mannréttindastofnanir

· 3