31. fundur B-nefndar
30.06.2011 10:00
Dagskrá:
1. Tillögur starfshóps um forseta Íslands.
2. 2. Breytingar á tillögum um fjárstjórn og fjárlög.
31. fundur B-nefndar haldinn 30. júní 2011, kl. 09:30, í húsnæði Stjórnlagaráðs í Ofanleiti 2, Reykjavík.
Mættir voru eftirtaldir fulltrúar: Katrín Fjeldsted, Pétur Gunnlaugsson, Eiríkur Bergmann Einarsson, Þórhildur Þorleifsdóttir, Gísli Tryggvason, Vilhjálmur Þorsteinsson og Erlingur Sigurðarsson. Þá sat fundinn Salvör Nordal, Ari Teitsson, Þorvaldur Gylfason, Katrín Oddsdóttir og Sif Guðjónsdóttir.
Ástrós Gunnlaugsdóttir hafði boðað forföll.
Guðbjörg Eva H. Baldursdóttir ritaði fundargerð.
Formaður Katrín Fjeldsted setti fundinn.
1. Starfshópur um forseta Íslands - niðurstöður kynntar.
Starfshópurinn hafði gert breytingar á ákvæði um stjórnarmyndun. Samkvæmt tillögu hópsins veiti forseti Íslands umboð til stjórnarmyndunar en Alþingi kjósi eftir sem áður forsætisráðherra. Í kjölfar kosninga skipi forseti forsætisráðherra en forsætisráðherra skipi aðra ráðherra. Sjá má tillöguna í heild sinni í fundargerð starfshópsins.
Starfshópurinn lagði til að valkostur tvö í núverandi tillögum B-nefndar falli brott. Verður málskotsréttur með sambærilegu sniði og núverandi stjórnskipan mælir fyrir um þ.e. 26. gr. með breytingum til nútímahorfs. Starfshópurinn tekur að sér að endurskoða orðalag tillögunnar.
Sátt náðist um að forseti komi að skipun dómara og mögulega aðra æðstu embættismenn. Ekki er komin loka niðurstaða frá vinnu hópsins. Salvör Nordal, Þorvaldur Gylfason, Ari Teitsson, Katrín Oddsdóttir og Sif Guðjónsdóttir viku af fundi.
Nefndarmenn ræddu niðurstöður vinnuhópsins.
Rætt var hvort að starfhópurinn ætti ekki að klára orðalagsbreytingar á einstaka ákvæðum tillögurnar kæmi til lokayfirferðar B-nefndar.
Eiríkur Bergmann Einarsson bókaði andstöðu við það verklag.
2. Breytingartillögur frá undirnefnd lagðar fram.
Breytingartillögur á framlögðum ákvæðum varðandi meðferð fjárlaga.
Fundi frestað til kl. 15:00.
Fundi framhaldið frá 15:00. Vilhjálmur Þorsteinsson og Þórhildur Þorleifsdóttur gáfu skýrslu frá fundi vinnuhópsins.
Ákveðið að leggja aðeins fram skýrslu yfir störf B-nefndar á næsta ráðsfundi.
Fleira var ekki gert og fundi slitið kl. 16.30.