34. fundur A-nefndar
30.06.2011 09:30
Dagskrá:
- Útistandandi greinar.
- Önnur mál.
34. fundur A-nefndar, haldinn fimmtudaginn 30. júlí 2011, kl. 9.30-12.00.
Mætt voru: Silja Bára Ómarsdóttir, formaður, sem stýrði fundi, Örn Bárður Jónsson, varaformaður, Arnfríður Guðmundsdóttir, Dögg Harðardóttir, Freyja Haraldsdóttir, Katrín Oddsdóttir og Þorvaldur Gylfason. Illugi Jökulsson hafði boðað fjarvistir. Fundargerð ritaði Andrés Ingi Jónsson.
1. Útistandandi greinar
Áfram unnið í fínpússun á mannréttindakaflanum. Ýmsar smávægilegar breytingar gerðar, til framlagningar á næsta ráðsfundi.
- Orðalag: Nefndin breytti orðalagi nokkurra greina á þann veg, að horfið var frá 1. persónu fleirtölu. Þó var sjaldnast horfið aftur til fyrra orðalags, heldur reynt að halda inni orðalagi beggja kynja, líkt og til hafði staðið.
- Þjóðkirkja: Ákveðið var að gera skoðanakönnun meðal ráðsfulltrúa, til að sjá hver þeirra hugmynda sem upp eru komnar varðandi þjóðkirkjuákvæði nýtur mesta stuðningsins. Núverandi framsetning áfangaskjals þykir ruglandi, þannig að til bóta væri að finna eina útfærslu sem einhugur geti ríkt um. Silja Bára tók að sér að setja valkosti á blað og finna tíma þar sem allir ráðsfulltrúar gætu mætt á fund A-nefndar.
2. Önnur mál
Engin rædd.