29. fundur B-nefndar

28.06.2011 10:00

Dagskrá:

1. Fundur með Páli Þórhallssyni - framlagning minnisblaðs.

Fundargerð

29. fundur B-nefndar haldinn 28. júní 2011, kl. 10:00, í húsnæði Stjórnlagaráðs í Ofanleiti 2, Reykjavík.

Mættir voru eftirtaldir fulltrúar: Katrín Fjeldsted, Vilhjálmur Þorsteinsson, Eiríkur Bergmann Einarsson, Pétur Gunnlaugsson, Þórhildur Þorleifsdóttir, Erlingur Sigurðarsso, Ástrós Gunnlaugsdóttir og Salvör Nordal.

Gísli Tryggvason boðaði forföll.

Þá sat fundinn Sif Guðjónsdóttir. Guðbjörg Eva H. Baldursdóttir ritaði fundargerð.

Páll Þórhallsson sérfræðingur við Háskóla Reykjavíkur og skrifstofustjóri löggjafarmála hjá forsætisráðuneytinu var gestur fundarins.

Formaður Katrín Fjeldsted setti fundinn. Gengið var til dagskrár.

 

1. Fundur með Páli Þórhallssyni.

Lagt fram minnisblað um frumkvæði að lagasetningu, sjá álit nr. 34724.

Bókað að Páll hafi ekki haft með höndum nýjustu tillögu nefndarinnar um flutning og meðferð þingmála við gerð minnisblaðsins. Tillagan hefur tekið einhverjum breytingum sbr. Samþykkt breytingartillaga þar um þann 24. júní síðastliðinn.

 

Nefndarmenn ræddu við Pál um inntak minnisblaðsins.

Að lokum benti Páll á að til að bæta gæði lagasetningar og aðkomu þingsins sjálfs væri hægt að gefa óháðum aðila, líkt og Lögrétta sem nú er getið í tillögum Stjórnlagaráðs, víðtækara hlutverk. Lögrétta gæti eftir atvikum, gefið álit á lagafrumvörpum, hvort til þeirra hafi verið vandað, hvort samráð við aðila hafi verið haft og áhættumat eða mat á áhrifum fylgdi frumvörpunum.

Fleira var ekki gert og fundi slitið kl. 15:00.