32. fundur C-nefndar
22.06.2011 09:30
Dagskrá:
Dagskrá:
- Kafli um kosningar og alþingismenn.
- Kafli um lýðræðislega þátttöku almennings.
- Önnur mál.
32. fundur C-nefndar, haldinn 22. júní 2011, kl. 09.30-12.00, í húsnæði Stjórnlagaráðs í Ofanleiti 2, Reykjavík.
Mætt voru: Andrés Magnússon, Ari Teitsson, Guðmundur Gunnarsson, Lýður Árnason, Ómar Þorfinnur Ragnarsson og Þorkell Helgason. Pawel Bartoszek, formaður, og Íris Lind Sæmundsdóttir, varaformaður, boðuðu förföll. Agnar Bragason ritaði fundargerð.
1. Kafli um kosningar og alþingismenn
Ómar var kosinn fundarstjóri í forföllum formanns og varaformanns.
Rætt var um skriflegar athugasemdir Ragnhildar Helgadóttur prófessors við kaflann.
Rætt var um tillögu formanns um úrbætur á kaflanum til móts við fram komnar athugasemdir.
2. Kafli um lýðræðislega þátttöku almennings
Farið var yfir skriflegar athugasemdir Ragnhildar Helgadóttur um kaflann.
Rætt var um málskot hluta almennings, þingmanna og forseta.
Rætt var um þingmál að frumkvæði kjósenda.
Rætt var um framkvæmd undirskriftasöfnunar og þjóðaratkvæðagreiðslna.
3. Önnur mál
Engin önnur mál.
4. Næsti fundur C-nefndar
Ákveðið var að næsti fundur í C-nefnd yrði fimmtudaginn 23. maí kl. 9.30, en til hans yrði boðað með tilkynningu.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15.00.