26. fundur B-nefndar
22.06.2011 09:30
Dagskrá:
1. Málskotsréttur - samþykkt ákvæðis.
2. Breytingartillögur - stjórnarmyndun o.s.frv.
3. Önnur mál
26. fundur B-nefndar haldinn 22. júní 2011, kl. 09:30, í húsnæði Stjórnlagaráðs í Ofanleiti 2, Reykjavík.
Mættir voru eftirtaldir fulltrúar: Katrín Fjeldsted, Vilhjálmur Þorsteinsson, Pétur Gunnlaugsson og Erlingur Sigurðarsson.
Ástrós Gunnlaugsdóttir hafði boðað forföll og Gísli Tryggvason tilkynnt um seinkun.
Guðbjörg Eva H. Baldursdóttir ritaði fundargerð.
Formaður, Katrín Fjeldsted, setti fundinn. Gengið var til dagskrár.
1. Málskotsréttur/tillaga kláruð.
Tillaga að 14. gr. um staðfestingu laga/málskotsrétt forseta lögð fram.
Þórhildur Þorleifsdóttir mætti á fundinn kl. 10.00.
Eiríkur Bergmann Einarsson mætti á fundinn kl. 10.15.
Eiríkur Bergmann Einarsson bókar andstöðu við tillöguna.
2. Breytingartillögur.
Rætt um tilvist ríkissráðs og hvort fella eigi stofnuna niður. Nefndarmenn fengu senda skýrslu um meðferð mála hjá Ríkissráði frá árinu 1993.
• Stjórnarmyndun þ.m.t að forseti skipi forsætisráðherra.
Breytingartillaga lögð fram á ákvæði um stjórnarmyndun. Forseti settur inn sem skipunaraðili forsætisráðherra í stað forseta Alþingis.
Fundi frestað fram yfir sameiginlegan fund A og B nefndar sem fjallar um dómstóla, tilvist Landsdóms og eins konar stjórnlagadómstóls.
Fundur hélt áfram frá kl. 14:15.
Ástrós Gunnlaugsdóttir og Gísli Tryggvason mættu á fundi kl. 14.15.
Áfram var rætt um stjórnarmyndunarákvæðið. Nefndarmenn ræddu hvort bæta ætti inn í grein þess efnis að ráðuneyti skuli vera flest 10. Rætt voru rök með og á móti talsvert ítarlega.
• Ráðherrar og Alþingi
Nefndarmenn ræddu hvort ráðherrar ættu að víkja af þingi, og varamenn tækju sæti eða hvort ráðherrar ættu að segja af sér þingmennsku alfarið og þyrftu að sækja sér umboð í nýjum alþingiskosningum að fjórum árum liðnum hefðu þeir hug á að taka við þingmennsku.
Þá ræddu nefndarmenn hvort gera ætti kröfu um að meirihluti ráðherra í ríkisstjórn sé ekki úr röðum alþingismanna.
Nefndarmenn fóru aðra yfirferð yfir spurningar sem ætti að leggja fyrir óformlega skoðanakönnun en hún verður þríþætt:
Spurningar sem á að leggja fyrir:
1. Óbreyttur texti - þingmenn víki af þingi meðan þeir gegna ráðherraembætti.
2. Meirihluti ráðherra utan þings - þingmenn víki sæti meðan ráðherra.
3. Alþingismenn segi af sér þingmennsku séu þeir skipaðir ráðherrar.
• Setutími ráðherra.
Farið yfir valkosti í núverandi áfangaskjali fyrir hámarkssetutíma ráðherra. Samþykkt að taka út valkosti og halda inni að enginn geti seti lengur en 8 ára í sama ráðherraembættinu.
• Þingnefndir.
Breytingartillögur hafa verið lagðar fram. Þá hafði nefndin ákveðið að leggja spurningar vegna upptalningu nefnda en fallið er frá þeirri tillögu og samþykkt að fella brott upptalningu.
3. Önnur mál
Rætt um verkáætlun fram undan. Samþykkt að nefndarritari taki saman þau atriði sem út af standa.
Eftirfarandi atriði þarf að ræða og taka afstöðu til:
Meðferð þingmála, endurskoðun á 2. gr í kjölfarið af samþykktu hlutverki forseta, breytingartillögur einstaka nefndarmanna, almennt ákvæði um stefnumótun og samráð og hvort skilgreina eigi frekar hlutverk forseta.
Fleira var ekki gert og fundi slitið kl. 16:00.