31. fundur C-nefndar
21.06.2011 10:00
Dagskrá:
Dagskrá:
1. Kafli um lýðræðislega þátttöku almennings
2. Önnur mál
31. fundur C-nefndar, haldinn 21. júní 2011, kl. 10.00-12.00, í húsnæði Stjórnlagaráðs í Ofanleiti 2, Reykjavík.
Mætt voru: Pawel Bartoszek, formaður, Andrés Magnússon, Ari Teitsson, Guðmundur Gunnarsson, Lýður Árnason, Ómar Þorfinnur Ragnarsson og Þorkell Helgason. Agnar Bragason ritaði fundargerð.
1. Kafli um lýðræðislega þátttöku almennings
Þorkell fór yfir niðurstöður vinnuhóps um þjóðaratkvæðagreiðslur og þær breytingar sem starfshópurinn leggur til á áfangaskjalinu frá 13. ráðsfundi.
Rætt var um breytt orðalag varðandi málskot nýsamþykktra laga.
Rætt var um nýja grein um tillögurétt 2% almennings til þings.
Rætt var um breytingar á þjóðarfrumkvæði, um bindandi þjóðarfrumkvæði.
Ákveðið að vinna málið áfram í starfshópi.
2. Önnur mál
Engin önnur mál.
3. Næsti fundur C-nefndar
Ákveðið var að næsti fundur í C-nefnd yrði miðvikudaginn 22. maí kl. 9.30, en til hans yrði boðað með tilkynningu.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 12.00.