24. fundur B-nefndar

20.06.2011 10:00

Dagskrá:

1. Fundargerðir 15-16.

2. Hlutverk forseta - málskotsréttur/staðfesting laga.

Fundargerð

24. fundur B-nefndar - haldinn 20. júní 2011, kl. 10.00, í húsnæði Stjórnlagaráðs í Ofanleiti 2, Reykjavík.

Mættir voru eftirtaldir fulltrúar: Katrín Fjeldsted, Vilhjálmur Þorsteinsson, Pétur Gunnlaugsson, Þórhildur Þorleifsdóttir, Erlingur Sigurðarson, Eiríkur Bergmann Einarsson og Gísli Tryggvason.

Ástrós Gunnlaugsdóttir hafði boðað forföll.

Guðbjörg Eva H. Baldursdóttir ritaði fundargerð.

Formaður, Katrín Fjeldsted, setti fundinn. Gengið var til dagskrár.

 

1. Fundargerðir 15 -16.

Fundargerðir 15-16 lagðar fram og samþykktar með örfáum breytingum.

2. Hlutverk forseta - málskotsréttur/staðfesting laga.

Vilhjálmur lagði fram vinnuskjal um hlutverk forseta Íslands með valkostum um staðfestingu laga eða málskotsréttar. Efni minnisblaðsins var kynnt. Lagt var fram á nýjan leik minnisblað um hlutverk og stöðu forseta innan ólíkra ríkja dags. 5. maí 2011.

Nefndarmenn ræddu valkosti ítarlega.

Ráðsfulltrúar hafa samþykkt að halda sameiginlegan fund A, B og C nefndar kl. 13.00-16:00 í dag. Efni fundarins er embætti forseta Íslands. Ákveðið að fram fari opin, sameiginleg umræða um hlutverk forseta. Nefnd B leiðir inn málið, og þeir sem þess óska (innan eða utan nefndar) geta að því búnu flutt stutta framsögu. Síðan verða almennar umræður.

Fleira var ekki gert og fundi slitið kl. 12:00.