25. fundur C-nefndar

09.06.2011 09:30

Dagskrá:

 

 

Dagskrá:

 

  1. Kafli um kosningar og alþingismenn.
  2. Kafli um lýðræðislega þátttöku almennings.

 

 

 

Fundargerð

25. fundur C-nefndar, haldinn 9. júní 2011, kl. 9.30-11.00, í húsnæði Stjórnlagaráðs í Ofanleiti 2, Reykjavík.

Mætt voru: Pawel Bartoszek, formaður, Andrés Magnússon, Ari Teitsson, Guðmundur Gunnarsson, Íris Lind Sæmundsdóttir, varaformaður, Lýður Árnason, Ómar Þorfinnur Ragnarsson og Þorkell Helgason. Agnar Bragason ritaði fundargerð.

1. Kafli um kosningar og alþingismenn

Rætt var um breytingartillögu Gísla Tryggvasonar um fjármál stjórnmálasamtaka. Rætt var um að láta regluna í stjórnarskrá tiltaka einnig almennar kosningar og þjóðaratkvæðagreiðslur og einnig til stjórnmálamanna en ekki einungis samtaka.

2. Kafli um lýðræðislega þátttöku almennings

Rætt var um að leggja tvær greinar fyrir ráðsfund, um málskot til þjóðarinnar og frumkvæðisrétt þjóðarinnar. Ákveðið var að geyma umfjöllun um stjórnarskrárbreytingar og kynna það síðar.

3. Önnur mál

Engin önnur mál.

4. Næsti fundur C-nefndar

Ákveðið var að næsti sameiginlegi fundur í C-nefnd yrði hinn 14. júní kl. 9.30, en til hans yrði boðað með tilkynningu.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 11.00.