12. ráðsfundur

09.06.2011 13:00

Dagskrá:

1. Fundargerð síðasta fundar borin upp til samþykktar
2. Skýrsla og tillögur C-nefndar, fyrri hluti
- Kosningar til Alþingis og alþingismenn, tillögur um nýjan texta í áfangaskjal lagðar fram til kynningar
3. Skýrsla og tillögur A-nefndar
- Upplýsingafrelsi og frelsi fjölmiðla, tillögur um nýjan texta í áfangaskjal lagðar fram til kynningar
- Breytt málfræðilegt kyn, tillögur um breyttan texta í áfangaskjali lagðar fram til kynningar
4. Skýrsla og tillögur B-nefndar
- Undirstöður stjórnskipunar, ráðherrar, ríkisstjórn og ráðherraábyrgð, ríkissaksóknari, lögrétta, fjárstjórnarvald Alþingis o.fl., tillögur um nýjan texta í áfangaskjal lagðar fram til kynningar
- Forseti Íslands, tillögur sem kynntar voru á 11. ráðsfundi lagðar fram til afgreiðslu
5. Skýrsla og tillögur C-nefndar, síðari hluti
- Lýðræðisleg þátttaka almennings, tillögur um nýjan texta í áfangaskjal lagðar fram til kynningar

Fylgiskjöl:


  Fundargerð

  12. ráðsfundur - haldinn 9. júní 2011, kl. 13.00, í húsnæði Stjórnlagaráðs í Ofanleiti 2, Reykjavík.

  Mættir voru eftirtaldir fulltrúar: Andrés Magnússon, Ari Teitsson, Arnfríður Guðmundsdóttir, Ástrós Gunnlaugsdóttir, Dögg Harðardóttir, Eiríkur Bergmann Einarsson, Erlingur Sigurðarson, Freyja Haraldsdóttir, Gísli Tryggvason, Guðmundur Gunnarsson, Illugi Jökulsson, Íris Lind Sæmundsdóttir, Katrín Fjeldsted, Katrín Oddsdóttir, Lýður Árnason, Ómar Þorfinnur Ragnarsson, Pawel Bartoszek, Pétur Gunnlaugsson, Salvör Nordal, Silja Bára Ómarsdóttir, Vilhjálmur Þorsteinsson, Þorkell Helgason, Þorvaldur Gylfason, Þórhildur Þorleifsdóttir og Örn Bárður Jónsson.

  Þá sat fundinn Þorsteinn Fr. Sigurðsson, framkvæmdastjóri Stjórnlagaráðs.

  Fundurinn var opinn fyrir gesti og sýndur í beinni útsendingu á vefnum stjornlagarad.is.

  Til fundarins var boðað af hálfu stjórnar með tölvupósti miðvikudaginn 8. júní 2011 en fyrir fundinum lá tillaga að breytingu á þeirri dagskrá sem þar var boðuð.

  Formaður Stjórnlagaráðs, Salvör Nordal, setti fundinn og stýrði honum.

  Tillaga að breyttri dagskrá var borin upp og samþykkt samhljóða.

  1. Fundargerð síðasta fundar borin upp til samþykktar

  Fundargerð 11. ráðsfundar, 3. júní, var samþykkt án athugasemda og verður birt á vef Stjórnlagaráðs.

  2. Skýrsla og tillögur C-nefndar, fyrri hluti

  2.1 Kosningar til Alþingis og alþingismenn, tillögur um nýjan texta í áfangaskjal lagðar fram til kynningar

  Tillögurnar varða fimm ákvæði (nr. 1-5) í þeim kafla áfangaskjals sem ber yfirskriftina „Kosningar til Alþingis og alþingismenn", sjá fylgiskjal með fundargerð. Skjalið var lagt fram til kynningar.

  Pawel Bartoszek, formaður verkefnanefndar C, gerði grein fyrir málinu.

  Að lokinni framsögu formanns gaf fundarstjóri orðið laust og eftirtaldir tóku til máls: Þorkell Helgason, Vilhjálmur Þorsteinsson, Katrín Oddsdóttir, Dögg Harðardóttir, Guðmundur Gunnarsson, Silja Bára Ómarsdóttir, Andrés Magnússon, Ómar Þorfinnur Ragnarsson, Eiríkur Bergmann Einarsson, Gísli Tryggvason, Ari Teitsson, Þorvaldur Gylfason, Þorkell Helgason, Lýður Árnason, Katrín Fjeldsted, Guðmundur Gunnarsson, fundarstjóri lokaði mælendaskrá, Ómar Þorfinnur Ragnarsson, Erlingur Sigurðarson, Ari Teitsson og Gísli Tryggvason.

  Pawel Bartoszek, formaður nefndarinnar, fékk orðið um fram komnar athugasemdir og ábendingar frá fulltrúum.

  Fram komu tvær breytingartillögur, nánar tiltekið þessar:
  • Við 1. mgr. 1. gr. um fyrirkomulag kosninga til Alþingis. Flutningsmaður: Þorkell Helgason.
  • Við 4. mgr. 1. gr. um fyrirkomulag kosninga til Alþingis. Flutningsmenn: Andrés Magnússon, Arnfríður Guðmundsdóttir, Ástrós Gunnlaugsdóttir, Dögg Harðardóttir, Freyja Haraldsdóttir, Gísli Tryggvason, Íris Lind Sæmundsdóttir, Katrín Fjeldsted, Katrín Oddsdóttir, Lýður Árnason, Ómar Þorfinnur Ragnarsson, Silja Bára Ómarsdóttir, Þórhildur Þorleifsdóttir og Örn Bárður Jónsson.

  Breytingartillögum þessum var vísað til C-nefndar, sjá bókun undir lið 6 hér á eftir.

  Fundarhlé.

  3. Skýrsla og tillögur A-nefndar

  3.1 Upplýsingafrelsi og frelsi fjölmiðla, tillögur um nýjan texta í áfangaskjal lagðar fram til kynningar

  Tillögurnar varðar tvö ákvæði (nr. 7-8) í þeim kafla áfangaskjals sem ber yfirskriftina Mannréttindi, sjá fylgiskjal með fundargerð. Skjalið var lagt fram til kynningar.

  Silja Bára Ómarsdóttir, formaður verkefnanefndar A, gerði grein fyrir málinu.

  Að lokinni framsögu formanns gaf fundarstjóri orðið laust og eftirtaldir tóku til máls: Þórhildur Þorleifsdóttir, Andrés Magnússon, Katrín Oddsdóttir, Eiríkur Bergmann Einarsson, Þórhildur Þorleifsdóttir, Dögg Harðardóttir, Pawel Bartoszek, Illugi Jökulsson, Vilhjálmur Þorsteinsson, Ómar Þorfinnur Ragnarsson, Katrín Oddsdóttir, fundarstjóri lokaði mælendaskrá, Gísli Tryggvason, Þorvaldur Gylfason og Þórhildur Þorleifsdóttir.

  Silja Bára Ómarsdóttir, formaður nefndarinnar, fékk orðið um fram komnar athugasemdir og ábendingar frá fulltrúum.

  3.2 Breytt málfræðilegt kyn, tillögur um breyttan texta í áfangaskjali lagðar fram til kynningar

  Meginefni tillögunnar varðar ákvæði 2 gr. mannréttindakafla (jafnræðisreglu), sjá fylgiskjal með fundargerð. Skjalið var lagt fram til kynningar.

  Silja Bára Ómarsdóttir, formaður verkefnanefndar A, gerði grein fyrir málinu.

  Að lokinni framsögu formanns gaf fundarstjóri orðið laust og eftirtaldir tóku til máls: Gísli Tryggvason, Ástrós Gunnlaugsdóttir, Pawel Bartoszek, Erlingur Sigurðarson, Freyja Haraldsdóttir, Íris Lind Sæmundsdóttir, Þórhildur Þorleifsdóttir, Arnfríður Guðmundsdóttir, fundarstjóri lokaði mælendaskrá, Vilhjálmur Þorsteinsson, Pawel Bartoszek, Þorvaldur Gylfason, Örn Bárður Jónsson og Lýður Árnason.

  Silja Bára Ómarsdóttir, formaður nefndarinnar, fékk orðið um fram komnar athugasemdir og ábendingar frá fulltrúum.

  Fundi frestað

  Fundarstjóri gerði grein fyrir því kl. 16.40 að fundi Stjórnlagaráðs væri frestað til föstudagsins 10. júní, kl. 9.30. Þá verður dagskrá fram haldið, nánar tiltekið skýrslu og tillögum B-nefndar, undir lið 4.

  12. ráðsfundur - fram haldið 10. júní 2011, kl. 9.30, í húsnæði Stjórnlagaráðs í Ofanleiti 2, Reykjavík.

  Mættir voru eftirtaldir fulltrúar: Andrés Magnússon, Ari Teitsson, Arnfríður Guðmundsdóttir, Ástrós Gunnlaugsdóttir, Dögg Harðardóttir, Eiríkur Bergmann Einarsson, Erlingur Sigurðarson, Freyja Haraldsdóttir, Guðmundur Gunnarsson, Illugi Jökulsson, Íris Lind Sæmundsdóttir, Katrín Fjeldsted, Katrín Oddsdóttir, Lýður Árnason, Ómar Þorfinnur Ragnarsson, Pawel Bartoszek, Salvör Nordal, Silja Bára Ómarsdóttir, Vilhjálmur Þorsteinsson, Þorkell Helgason, Þorvaldur Gylfason, Þórhildur Þorleifsdóttir og Örn Bárður Jónsson.

  Forföll höfðu boðað: Pétur Gunnlaugsson og Gísli Tryggvason (fyrir hádegi einungis).

  Þá sat fundinn Þorsteinn Fr. Sigurðsson, framkvæmdastjóri Stjórnlagaráðs.

  Fundurinn var opinn fyrir gesti og sýndur í beinni útsendingu á vefnum stjornlagarad.is.

  4. Skýrsla og tillögur B-nefndar

  4.1 Undirstöður stjórnskipunar, ráðherrar, ríkisstjórn og ráðherraábyrgð, ríkissaksóknari, lögrétta, fjárstjórnarvald Alþingis o.fl., tillögur um nýjan texta í áfangaskjal lagðar fram til kynningar

  Tillögurnar varða ákvæði í fjórum köflum áfangaskjals, nánar tiltekið nr. 2-3 í kaflanum „Undirstöður", nr. 1-2, 9-10 og 12 í kaflanum „Ráðherrar og ríkisstjórn", nr. 15, 17-20 í kaflanum „Störf Alþingis" og nr. 4 í kaflanum „Stjórnsýsla og eftirlit".

  Skjalið var lagt fram til kynningar og fylgir fundargerð þessari.

  Katrín Fjeldsted, formaður verkefnanefndar B, gerði grein fyrir málinu.

  Að lokinni framsögu formanns gaf fundarstjóri orðið laust um tillögur B-nefndar og eftirtaldir fulltrúar tóku til máls: Vilhjálmur Þorsteinsson, Ómar Þorfinnur Ragnarsson, Þorvaldur Gylfason og Þorkell Helgason.

  Fundarhlé.

  Umræður hófust aftur að loknu hléi og til máls tóku: Erlingur Sigurðarson, Andrés Magnússon, fundarstjóri lokaði mælendaskrá, Eiríkur Bergmann Einarsson, Pawel Bartoszek, Ómar Þorfinnur Ragnarsson, Þórhildur Þorleifsdóttir og Katrín Oddsdóttir.

  Katrín Fjeldsted, formaður nefndarinnar, fékk orðið um fram komnar athugasemdir og ábendingar frá fulltrúum.

  Fundarhlé.

  4.2 Forseti Íslands, tillögur sem kynntar voru á 11. ráðsfundi lagðar fram til afgreiðslu

  Tillögurnar varða ákvæði nr. 1-10, 12-16 í þeim kafla áfangaskjals sem ber yfirskriftina „Forseti Íslands", sjá fylgiskjal með fundargerð. Skjalið var lagt fram til afgreiðslu, lítillega breytt frá því það var kynnt á 11. ráðsfundi.

  Katrín Fjeldsted, formaður verkefnanefndar B, gerði grein fyrir málinu.

  Að lokinni framsögu formanns gaf fundarstjóri orðið laust og eftirtaldir tóku til máls: Vilhjálmur Þorsteinsson, Ari Teitsson, Ómar Þorfinnur Ragnarsson, Illugi Jökulsson, Lýður Árnason, Pawel Bartoszek, Ástrós Gunnlaugsdóttur, Dögg Harðardóttir, Eiríkur Bergmann Einarsson, Andrés Magnússon, fundarstjóri lokaði mælendaskrá, Katrín Oddsdóttir, Vilhjálmur Þorsteinsson, Erlingur Sigurðarson, Lýður Árnason, Gísli Tryggvason, Þorkell Helgason, Þorvaldur Gylfason og Þórhildur Þorleifsdóttir.

  Katrín Fjeldsted, formaður nefndarinnar, fékk orðið og fjallaði meðal annars um fram komnar athugasemdir og ábendingar frá fulltrúum.

  Tillögur B-nefndar voru teknar til afgreiðslu.

  Atkvæði féllu svo:
  Samþykk: Andrés Magnússon, Arnfríður Guðmundsdóttir, Ástrós Gunnlaugsdóttir, Dögg Harðardóttir, Eiríkur Bergmann Einarsson, Freyja Haraldsdóttir, Gísli Tryggvason, Guðmundur Gunnarsson, Illugi Jökulsson, Íris Lind Sæmundsdóttir, Katrín Fjeldsted, Katrín Oddsdóttir, Ómar Þorfinnur Ragnarsson, Pawel Bartoszek, Salvör Nordal, Silja Bára Ómarsdóttir, Vilhjálmur Þorsteinsson, Þorkell Helgason, Þorvaldur Gylfason, Þórhildur Þorleifsdóttir og Örn Bárður Jónsson.
  Á móti: Enginn.
  Sátu hjá: Erlingur Sigurðarson og Lýður Árnason.
  Fjarverandi: Ari Teitsson og Pétur Gunnlaugsson.

  Tillögurnar voru því samþykktar inn í áfangaskjal, með 21 atkvæði. Vinnu við áfangaskjal lýkur ekki fyrr en drög að frumvarpi liggja fyrir. Allar greinar þess geta því tekið breytingum, einnig samþykktar tillögur.

  Fundarhlé.

  5. Skýrsla og tillögur C-nefndar, síðari hluti

  5.1 Lýðræðisleg þátttaka almennings, tillögur um nýjan texta í áfangaskjal lagðar fram til kynningar

  Tillögurnar varða tvö ákvæði (nr. 1-2) í kaflanum „Lýðræðisleg þátttaka almennings", sjá fylgiskjal með fundargerð. Skjalið var lagt fram til kynningar.

  Pawel Bartoszek, formaður verkefnanefndar C, gerði grein fyrir málinu.

  Að lokinni framsögu formanns nefndarinnar gaf fundarstjóri orðið laust og eftirtaldir tóku til máls: Illugi Jökulsson, Lýður Árnason, Dögg Harðardóttir, Vilhjálmur Þorsteinsson, Katrín Fjeldsted, Gísli Tryggvason, fundarstjóri lokaði mælendaskrá, Þorvaldur Gylfason, Andrés Magnússon, Þorkell Helgason, Katrín Oddsdóttir, Ómar Þorfinnur Ragnarsson, Katrín Fjeldsted, Lýður Árnason og Guðmundur Gunnarsson.

  Pawel Bartoszek, formaður nefndarinnar, fékk orðið um fram komnar athugasemdir og ábendingar frá fulltrúum.

  6. Næsti ráðsfundur

  Í lok fundar fór fundarstjóri yfir þær tvær breytingartillögur sem fram höfðu komið á fundinum, sbr. bókun undir lið 3.1 hér að framan.

  Næsti fundur Stjórnlagaráðs verður haldinn fimmtudaginn 16. júní, kl. 10.00. Dagskrá verður send út síðar.

  Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16.15.

  Fundargerð ritaði Sif Guðjónsdóttir.