19. fundur B-nefndar

07.06.2011 09:30

Dagskrá:

1. Fundargerðir 11-13 lagðar fram til samþykktar.

2. Framh. frá umræðum 6. júní.

3. Sveitarstjórnir

4. Önnur mál

Fundargerð

19. Fundur B-nefndar - haldinn 7. Júní 2011, kl. 09:30, í húsnæði Stjórnlagaráðs í Ofanleiti 2, Reykjavík.

Mættir voru eftirtaldir fulltrúar: Katrín Fjeldsted, Ástrós Gunnlaugsdóttir, Erlingur Sigurðarsson, Pétur Gunnlaugsson, Eiríkur Bergmann Einarsson, Þórhildur Þorleifsdóttir og Gísli Tryggvason.

Salvör Nordal kom sem gestur á fund nefndarinnar.

Guðbjörg Eva Baldursdóttir ritaði fundargerð.

Formaður setti fundinn.

1. Fundargerðir 11-13.

Fundargerðir 11-13 lagðar fram og samþykktar.

2. Áfram. umræður frá 6. júní.

Nefndarmenn ræddu ítarlega frekara efni til að leggja fyrir ráðsfund þann 9. júní næstkomandi.

Ákveðið að leggja fram ný ákvæði um ríkissaksóknara og ákæruvaldið.
Nefndarmenn ræddu ákvæði í núverandi stjórnarskrá sem tengjast fjárstjórnarvaldinu, meðferð fjárlaga og ríkisfjármálum. Samþykkt að leggja fram ákvæði að mestu óbreytt til bráðabirgða.
Ákveðið var að skipta nefndinni upp í tvo starfshópa. Annar hópur fjallar um sveitarstjórnarmál og hinn gerir breytingartillögur fyrir næsta ráðsfund tilbúnar.

3. Sveitastjórnarmál

Fundur í vinnuhópi um sveitarstjórnarmál settur kl. 13.

• Farið yfir tillögur um sveitastjórnarmál.

• Einhugur er um að tryggja betur stöðu sveitarfélaga gagnvart ríki. Og að verkefnum fylgi fjármunir.

• Skiptar skoðanir voru um fjárstjórnarvaldið og hversu langt nálægðarreglan skuli ganga.

• Gengið frá tillögum að fjórum greinum.

4. Önnur mál

Nefndarritara falið að útbúa skjöl til kynningar fyrir sameiginlegan fund með fulltrúum á morgun þann 8. júní, sem ennfremur verður lagt fyrir ráðsfund 9. júní næstkomandi. Nefndarritara einnig falið að útbúa skjal með áorðnum breytingum sem lagt verður til afgreiðslu fyrir ráðsfund, ákvæði um forseta Íslands.

Samþykkt að fá sérfræðing með þekkingu á meðferð fjárlaga fyrir nefndina.

Fleira var ekki gert og fundi slitið kl. 15.45.