11. ráðsfundur

03.06.2011 10:00

Dagskrá:
  1. Fundargerð síðasta fundar borin upp til samþykktar
  2. Tillaga stjórnar að starfsáætlun fram til júlíloka lögð fram til afgreiðslu
  3. Skýrsla og tillögur A-nefndar
    - Tillögur um nýjan texta í áfangaskjal (Fræðafrelsi, trúfrelsi og þjóðkirkja) lagðar fram til kynningar
  4. Skýrsla og tillögur B-nefndar
    - Tillögur frá 10. ráðsfundi um texta í áfangaskjal lagðar fram til afgreiðslu (Alþingi og alþingismenn, stjórnarmyndun og vantraust)
    - Tillögur um nýjan texta í áfangaskjal (Forseti Íslands) lagðar fram til kynningar
    - Breytingartillaga um röðun ákvæða í áfangaskjali lögð fram til afgreiðslu
  5. Skýrsla og tillögur C-nefndar
    - Tillaga um nýjan texta í áfangaskjali lögð fram til kynningar (Utanríkismál)

Fylgiskjöl:

    Fundargerð

    11. ráðsfundur - haldinn 3. júní 2011, kl. 10.00, í húsnæði Stjórnlagaráðs í Ofanleiti 2, Reykjavík.

    Mættir voru eftirtaldir fulltrúar: Andrés Magnússon, Ari Teitsson, Arnfríður Guðmundsdóttir, Ástrós Gunnlaugsdóttir, Dögg Harðardóttir, Eiríkur Bergmann Einarsson, Erlingur Sigurðarson, Freyja Haraldsdóttir, Guðmundur Gunnarsson, Illugi Jökulsson, Íris Lind Sæmundsdóttir, Katrín Fjeldsted, Katrín Oddsdóttir, Lýður Árnason, Ómar Þorfinnur Ragnarsson, Pawel Bartoszek, Pétur Gunnlaugsson, Salvör Nordal, Silja Bára Ómarsdóttir, Vilhjálmur Þorsteinsson, Þorkell Helgason, Þorvaldur Gylfason, Þórhildur Þorleifsdóttir og Örn Bárður Jónsson.

    Forföll hafði boðað Gísli Tryggvason.

    Þá sat fundinn Þorsteinn Fr. Sigurðsson, framkvæmdastjóri Stjórnlagaráðs.

    Fundurinn var opinn fyrir gesti og sýndur í beinni útsendingu á vefnum stjornlagarad.is.

    Til fundarins var boðað af hálfu stjórnar með tölvupósti miðvikudaginn 1. júní 2011 og dagskrá í samræmi við fundarboð.

    Formaður Stjórnlagaráðs, Salvör Nordal, setti fundinn og stýrði honum.

    1. Fundargerð síðasta fundar borin upp til samþykktar

    Fundargerð 10. ráðsfundar, 26. maí, var samþykkt án athugasemda og verður birt á heimasíðu Stjórnlagaráðs.

    2. Tillaga stjórnar að starfsáætlun fram til júlíloka lögð fram til afgreiðslu

    Stjórn Stjórnlagaráðs óskaði eftir því við forseta Alþingis og forsætisnefnd að starfstími ráðsins yrði framlengdur um einn mánuð (júlí), sbr. þingsályktun um skipun Stjórnlagaráðs frá 24. mars 2011. Í bréfi Alþingis, dags. 26. maí 2001, kemur fram að samþykkt hafi verið að verða við þessari beiðni. Tillaga stjórnar að starfsáætlun miðar því við að starfstími standi til júlíloka, sbr. fylgiskjal með fundargerð.

    Að lokinni lýsingu á framangreindum aðdraganda gaf fundarstjóri orðið laust og eftirtaldir tóku til máls: Andrés Magnússon, Ómar Þorfinnur Ragnarsson, Katrín Oddsdóttir, formaður, Erlingur Sigurðarson og Þorkell Helgason.

    Tillaga stjórnar um starfsáætlun fram til júlíloka var tekin til afgreiðslu.

    Atkvæði féllu svo:
    Samþykk: Ari Teitsson, Arnfríður Guðmundsdóttir, Dögg Harðardóttir, Eiríkur Bergmann Einarsson, Erlingur Sigurðarson, Freyja Haraldsdóttir, Guðmundur Gunnarsson, Illugi Jökulsson, Íris Lind Sæmundsdóttir, Katrín Fjeldsted, Katrín Oddsdóttir, Lýður Árnason, Ómar Þorfinnur Ragnarsson, Pawel Bartoszek, Pétur Gunnlaugsson, Salvör Nordal, Silja Bára Ómarsdóttir, Vilhjálmur Þorsteinsson, Þorkell Helgason, Þorvaldur Gylfason, Þórhildur Þorleifsdóttir og Örn Bárður Jónsson.
    Á móti: Enginn.
    Sátu hjá: Andrés Magnússon.
    Fjarverandi: Ástrós Gunnlaugsdóttir og Gísli Tryggvason.

    Tillagan var því samþykkt, með 22 atkvæðum.

    3. Skýrsla og tillögur A-nefndar

    3.1 Tillögur um nýjan texta í áfangaskjal (Fræðafrelsi, trúfrelsi og þjóðkirkja) lagðar fram til kynningar

    Tillögurnar varða þrjú ákvæði (nr. 7-9) í þeim kafla áfangaskjals sem ber yfirskriftina „Mannréttindi", og að auki röð ákvæða og kaflaskipan í áfangaskjali, sjá fylgiskjal með fundargerð. Tillögurnar voru lagðar fram til kynningar.

    Silja Bára Ómarsdóttir, formaður verkefnanefndar A, gerði grein fyrir tillögunum.

    Að lokinni framsögu formanns nefndarinnar gaf fundarstjóri orðið laust og eftirtaldir tóku til máls: Ómar Þorfinnur Ragnarsson, Pawel Bartoszek, Dögg Harðardóttir, Vilhjálmur Þorsteinsson, Eiríkur Bergmann Eiríksson, Þórhildur Þorleifsdóttir, Illugi Jökulsson, Arnfríður Guðmundsdóttir, Andrés Magnússon, Katrín Fjeldsted, Ómar Þorfinnur Ragnarsson, Þórhildur Þorleifsdóttir, Illugi Jökulsson, Íris Lind Sæmundsdóttir, Lýður Árnason, Arnfríður Guðmundsdóttir, Dögg Harðardóttir, Pawel Bartoszek, Katrín Oddsdóttir, Pétur Gunnlaugsson, Erlingur Sigurðarson, Vilhjálmur Þorsteinsson, fundarstjóri lokar mælendaskrá, Andrés Magnússon, Þorkell Helgason, Eiríkur Bergmann Einarsson, Örn Bárður Jónsson, Pawel Bartoszek, Lýður Árnason og Ómar Þorfinnur Ragnarsson.

    Silja Bára Ómarsdóttir, formaður nefndarinnar, fékk orðið um fram komnar athugasemdir og ábendingar frá fulltrúum.

    Á fundinum komu fram eftirtaldar breytingartillögur við tillögu A-nefndar og var þeim vísað til nefndarinnar í lok fundarins:
    Frá Pawel Bartoszek við 9. gr. um þjóðkirkju.
    Frá Andrési Magnússyni við 8. og 9. gr. um trúfrelsi og þjóðkirkju.
    Frá Eiríki Bergmanni Einarssyni við 9. gr. um þjóðkirkju.

    Fundarhlé.

    4. Skýrsla og tillögur B-nefndar

    4.1 Tillögur frá 10. ráðsfundi um texta í áfangaskjal lagðar fram til afgreiðslu (Alþingi og alþingismenn, stjórnarmyndun og vantraust)

    Tillögurnar varða alls þrettán ákvæði (nr. 17-29) um alþingismenn og störf Alþingis, stjórnarmyndun og vantraust, sjá fylgiskjal með fundargerð. Þær voru kynntar á 10. ráðsfundi en nú lagðar fram til afgreiðslu, með áorðnum breytingum.

    Katrín Fjeldsted, formaður verkefnanefndar B, gerði grein fyrir ákvæðum tillögunnar.

    Að lokinni framsögu formanns nefndarinnar gaf fundarstjóri orðið laust og eftirtaldir tóku til máls: Vilhjálmur Þorsteinsson, Pétur Gunnlaugsson, Freyja Haraldsdóttir, Silja Bára Ómarsdóttir, Katrín Oddsdóttir, Ómar Þorfinnur Ragnarsson, fundarstjóri, Lýður Árnason, Þórhildur Þorleifsdóttir, Erlingur Sigurðarson, Andrés Magnússon, fundarstjóri lokar mælendaskrá, Þorvaldur Gylfason, Þorkell Helgason, Vilhjálmur Þorsteinsson, Guðmundur Gunnarsson, Pétur Gunnlaugsson, Ástrós Gunnlaugsdóttir, Eiríkur Bergmann Einarsson, Ómar Þorfinnur Ragnarsson og Þórhildur Þorleifsdóttir.

    Fundarhlé.

    Katrín Fjeldsted, formaður nefndarinnar, fékk orðið um fram komnar athugasemdir og ábendingar frá fulltrúum.

    Tillaga B-nefndar var tekin til afgreiðslu.

    Atkvæði féllu svo:
    Samþykk: Ari Teitsson, Arnfríður Guðmundsdóttir, Ástrós Gunnlaugsdóttir, Eiríkur Bergmann Einarsson, Erlingur Sigurðarson, Guðmundur Gunnarsson, Íris Lind Sæmundsdóttir, Katrín Fjeldsted, Katrín Oddsdóttir, Ómar Þorfinnur Ragnarsson, Pawel Bartoszek, Salvör Nordal, Silja Bára Ómarsdóttir, Vilhjálmur Þorsteinsson, Þorkell Helgason, Þorvaldur Gylfason, Þórhildur Þorleifsdóttir og Örn Bárður Jónsson.
    Á móti: Enginn.
    Sátu hjá: Andrés Magnússon, Lýður Árnason og Pétur Gunnlaugsson.
    Fjarverandi: Dögg Harðardóttir, Freyja Haraldsdóttir, Gísli Tryggvason og Illugi Jökulsson.

    Tillagan var því samþykkt inn í áfangaskjal, með 18 atkvæðum. Vinnu við áfangaskjal lýkur ekki fyrr en drög að frumvarpi liggja fyrir. Allar greinar þess geta því tekið breytingum, einnig samþykktar tillögur.

    4.2 Tillögur um nýjan texta í áfangaskjal lagðar fram til kynningar (Forseti Íslands)

    Tillögurnar varða alls sextán ákvæði (nr. 1-16) um forseta Íslands, ríkisráð, framlagningu stjórnarfrumvarpa, setningu Alþingis, náðun, sakaruppgjöf og birtingu laga, sjá fylgiskjal með fundargerð. Þær voru lagðar fram til kynningar.

    Katrín Fjeldsted, formaður verkefnanefndar B, gerði grein fyrir ákvæðum tillögunnar.

    Að lokinni framsögu formanns nefndarinnar gaf fundarstjóri orðið laust og eftirtaldir tóku til máls: Ómar Þorfinnur Ragnarsson, Katrín Oddsdóttir, Íris Lind Sæmundsdóttir, Þorvaldur Gylfason, Vilhjálmur Þorsteinsson, Ástrós Gunnlaugsdóttir, Andrés Magnússon, Erlingur Sigurðarson, Þorkell Helgason og Lýður Árnason.

    Katrín Fjeldsted, formaður nefndarinnar, fékk orðið um fram komnar athugasemdir og ábendingar frá fulltrúum.

    4.3 Breytingartillaga um röðun ákvæða í áfangaskjali lögð fram til afgreiðslu

    Tillagan fjallar um röðun fyrirliggjandi ákvæða á verksviði B-nefndar innan kafla í áfangaskjali, sjá fylgiskjal með fundargerð. Hún var lögð fram til afgreiðslu.

    Erlingur Sigurðarson, fulltrúi í verkefnanefnd B, gerði grein fyrir tillögunni.

    Að lokinni framsögu fulltrúa nefndarinnar gaf fundarstjóri orðið laust og Vilhjálmur Þorsteinsson, varaformaður nefndarinnar, tók til máls. Í máli hans kom fram að fyrir mistök er að finna í tillögunni ákvæði um ríkssaksóknara (nr. E4) sem ekki hefur verið lagt fram áður.

    Tillaga B-nefndar var tekin til afgreiðslu.

    Atkvæði féllu svo:
    Samþykk: Andrés Magnússon, Ari Teitsson, Arnfríður Guðmundsdóttir, Ástrós Gunnlaugsdóttir, Eiríkur Bergmann Einarsson, Erlingur Sigurðarson, Guðmundur Gunnarsson, Íris Lind Sæmundsdóttir, Katrín Fjeldsted, Katrín Oddsdóttir, Lýður Árnason, Ómar Þorfinnur Ragnarsson, Pawel Bartoszek, Pétur Gunnlaugsson, Salvör Nordal, Silja Bára Ómarsdóttir, Vilhjálmur Þorsteinsson, Þorkell Helgason, Þorvaldur Gylfason og Örn Bárður Jónsson.
    Á móti: Enginn.
    Sátu hjá: Enginn.
    Fjarverandi: Dögg Harðardóttir, Freyja Haraldsdóttir, Gísli Tryggvason, Illugi Jökulsson og Þórhildur Þorleifsdóttir.

    Tillagan var því samþykkt inn í áfangaskjal, með 20 atkvæðum. Vinnu við áfangaskjal lýkur ekki fyrr en drög að frumvarpi liggja fyrir. Allar greinar þess geta því tekið breytingum, einnig samþykktar tillögur.

    5. Skýrsla og tillögur C-nefndar

    5.1 Tillaga um nýjan texta í áfangaskjal lögð fram til kynningar (Utanríkismál)

    Tillagan varðar þrjú ákvæði (nr. 1-3) í þeim kafla áfangaskjals sem ber yfirskriftina „Utanríkismál", sjá fylgiskjal með fundargerð. Hún var lögð fram til kynningar.

    Íris Lind Sæmundsdóttir, varaformaður verkefnanefndar C, gerði grein fyrir tillögunni.

    Fundarstjóri gaf orðið laust um tillögu C-nefndar og eftirtaldir fulltrúar tóku til máls: Silja Bára Ómarsdóttir, Ómar Þorfinnur Ragnarsson, Lýður Árnason, Vilhjálmur Þorsteinsson, Ari Teitsson tók við fundarstjórn, Silja Bára Ómarsdóttir, Pawel Bartoszek og Katrín Oddsdóttir.

    Á fundinum kom fram breytingartillaga Silju Báru Ómarsdóttur við 1.-3. gr. í tillögu C-nefndar og var henni vísað til nefndarinnar í lok fundarins.

    Íris Lind Sæmundsdóttir, varaformaður nefndarinnar, fékk orðið og fjallaði meðal annars um fram komnar athugasemdir og ábendingar frá fulltrúum.

    Næsti ráðsfundur

    Í lok fundar fór fundarstjóri yfir þær breytingartillögur sem fram höfðu komið á fundinum, alls fjórar talsins, sbr. bókanir undir liðum 3.1 og 5.1 hér að framan.

    Næsti fundur Stjórnlagaráðs verður haldinn fimmtudaginn 9. júní, kl. 13.00. Dagskrá verður send út síðar.

    Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17.43.

    Fundargerð ritaði Sif Guðjónsdóttir