17. fundur A-nefndar

26.05.2011 09:30

Dagskrá:

 

  1. Frágangur tillagna eftir sameiginlegan nefndarfund 25. maí.

 

Fundargerð

 

17. fundur A-nefndar, haldinn fimmtudaginn 26. maí 2011 kl. 9.30-12.00.

Viðstödd voru Silja Bára Ómarsdóttir, formaður, sem stýrði fundi, Örn Bárður Jónsson, varaformaður, Arnfríður Guðmundsdóttir, Dögg Harðardóttir, Freyja Haraldsdóttir, Illugi Jökulsson, Katrín Oddsdóttir og Þorvaldur Gylfason. Fundargerð ritaði Andrés Ingi Jónsson.

 

1. Frágangur tillagna eftir sameiginlegan nefndarfund 25. maí

Farið var yfir athugasemdir sem fram komu við kynningu á kaflanum á sameiginlegum nefndarfundi 25. maí, þær ræddar og flestar teknar til greina. Jafnframt voru skrifaðar skýringar sem fylgt gætu textanum á ráðsfundi. Samþykkt skjal verður lagt fram á 10. ráðsfundi.