14. fundur B-nefndar

25.05.2011 15:00

Dagskrá:

 

1. 1. Tillögur B – nefndar til kynningar á ráðsfundi 26. Maí (greinar 15 – 27)

2. 2. Tillögur B – nefndar til afgreiðslu á ráðsfundi 26. Maí ( greinar 10 – 14)

 

Fundargerð

14. fundur B-nefndar haldinn 25. maí 2011, kl. 11.00, í húsnæði Stjórnlagaráðs í Ofanleiti 2, Reykjavík.
Mætt voru: Katrín Fjeldsted, formaður, Vilhjálmur Þorsteinsson, varaformaður, Pétur Gunnlaugsson, Ástrós Gunnlaugsdóttir, Erlingur Sigurðarson, Þórhildur Þorleifsdóttir og Eiríkur Bergmann Einarsson.

Aðrir mættir fulltrúar voru Guðmundur Gunnarsson, Salvör Nordal, Ari Teitsson, Örn Bárður Jónsson, Arnfríður Guðmundsdóttir, Katrín Oddsdóttir, Gísli Tryggvason, Lýður Árnason, Íris Lind Sæmundsdóttir, Illugi Jökulsson og Dögg Harðardóttir.

Guðbjörg Eva H. Baldursdóttir ritaði fundargerð.

Formaður, Katrín Fjeldsted, setti fundinn.

1. Tillögur B-nefndar að texta í áfangaskjal, ákvæði 15-27.

Formaður kynnir tillögur.

Athugasemdir frá ráðsfulltrúum.

  • Tillaga 17 – Drengskaparheit að stjórnarskrá.
  • Gerð var athugasemd við orðið drengskaparheit. Tillaga gerð um að orðið verði „heitir hollustu“ eða heit.

  • Tillaga 18 – Sjálfstæði í starfi
  • Gerð var athugasemd við orðið reglur og lagt til að það komi annað orð – „fyrirmæli“. Þá er gerð athugasemd við að tiltaka sérstaklega hópinn kjósendur. Vel sé hægt að segja „frá öðrum“.

  • Tillaga 19 – Friðhelgi þingmanna
  • Gerð var athugasemd við orðalagið „að hann játar skýlaust sekt sína“. Hvað felur sú orðnotkun í sér, hvert er inntak þess, „hafi verið staðinn að glæp eða játi skýlaust sekt sína“? Það þarf a.m.k að koma fram í greinargerð.

    Athugasemd að taka hornklofa út og virðist það almennur skilningur ráðsfulltrúa að málfrelsi þingmanna skuli verja, þótt athugasemdir séu um að slíkt sé óþarfi enda misbeiti þingmenn friðhelgi sinni. Athugasemd hvort að þingmenn eigi að glata kjörgengi verði þeir ráðherrar. Hugleiðingar um hvort friðhelgi alþingismanna nái til ráðherra fari þeir í ræðustól þingsins. Fram komu sjónarmið um að öryggi ætti að vera í staðinn fyrir frið en nefnt að dómaframkvæmd hefur núna staðfest að þetta er í þrengri merkingu.

  • Tillaga 20 – Samkomutími Alþingis
  • Tillaga, en eigi síðar en fyrsta virka dag. Ýmis sjónarmið komu fram um að þetta gæti verið útfært í lögum og ekki þyrfti að taka fram ákveðinn dag. Þingið ákveði það sjálft.

  • Tillaga 21 – Samkomustaður Alþingis
  • Bent á að nota skuli orðið „er að jafnaði“ fremur en jafnaðarlega. Þá var bent á að rétt væri að þingið sjálft gæti ákveðið ef það vildi koma saman annars staðar, en óþarft að tiltaka að það þurfi að vera á Íslandi.

  • Tillaga 22 – Opnir fundir
  • Ábending um öryggi þingmanna og að setja þurfi öryggisgler á þingpalla.

    Lagt var til að sleppa að Alþingi starfi í einni málstofu – það sé söguleg arfleifð.

    Lagt var til að aðeins séu „fundir Alþingis eru haldnir í heyranda hljóði“ og svo síðasta málsgreinin. Þá falli brott það sem er innan hornklofa  sem og 2. mgr. Fundir Alþingis eigi alltaf að vera í heyranda hljóði.

     

    • Tillaga 23 – Setutími ráðherra
    • Ábending þess eðlis að enginn ráðherra geti setið lengur en tiltekinn tíma: „Enginn ráðherra getur setið í embætti lengur en XX tímabil“. Þá eigi þeir jafnframt að segja af sér þingmennsku. Ráðherrar eigi að sækja sér umboð aftur í kosningum eftir að þeir láta af ráðherradómi innan kjörtímabils.

      Athugasemd gerð við það að þó að liði jafnvel 20 ár gæti viðkomandi ekki orðið aftur forsætisráðherra, frekar væri hægt að segja samfleytt heldur en samtals. Hugmynd um að takmarka aðeins við tvö kjörtímabil samfleytt, þrjú kjörtímabil samtals, en aðeins tvö kjörtímabil í einu. Ráðherrar hafa yfirleitt verið ráðherrar áður.

      Fram kemur í framsögu nefndarfulltrúa nefndar B að það sé mjög skýrt í tillögunum að Alþingi eigi að vera vinnuþing – og það er ágætt að það komi fram í greinargerð.

      Nota orðið „engum er heimilt“.

      Erlingur Sigurðarson bókar sérstaklega undir þessum lið að hann er andvígur takmörkun setutíma ráðherra. Lýðræðið sé takmörkun.

      Ábending um að hafa inni a.m.k. 10 eða 12 ár sem sé þá í samfloti við kjörtímabil forseta.

      Umræða kom upp um takmörkun á setutíma þingmanna, nefnt að persónukjör er tekið upp í auknum mæli, þá sé minni þörf á að takmarka setutíma þingmanna. Umhugsunarefni, þar sem ráðherrar hafa ekki lýðræðislegt umboð þá þurfi að vera takmörkun á setutíma þeirra fremur en þingmanna.

    • Tillaga 24 – stjórnarmyndun
    • Ábending um að erfitt verði að kjósa forseta þingsins, en það gæti orðið verkefni aldursforseta að stýra kosningu. Tímarammi er mjög stuttur frá kosningum, þarf að lengja hann. Endurskoða eða endurhugsa þurfi því kosningu með 2/3 þingheims á forseta þingsins.

      Bent var á að forseti þingsins gæti orðið mjög valdamikill, en bent er á það sem mótvægi að þótt hann skipi sé það aðeins formlegs eðlis þar sem þingið kýs.

      Tímamörk – fer saman við að útgáfa kjörbréfa er ekki lengi hjá þinginu.

      Bent var á að umboð og ábyrgð ráðherra er mun skýrara en áður hefur verið – ekki þessi milliliður heldur algjörlega skýrt að það er þingið sem ber ábyrgð á forsetanum og forsætisráðherra sem ber ábyrgð á öðrum ráðherrum. Gefi upp afstöðu til stjórnarmyndunar fyrir kosningar, krafa almennings verði sterkari og skýrari. Raunin verði að það liggi fyrir strax á kosningadag/kosninganótt hver verður forsætisráðherra.

      Bent var á að mikilvægt er að sjá hvernig tillögurnar virka í heild, skoða heildarsamhengið. Leysa þær allar vandamál sem nú blasa við? Þarf að skoða hvernig þetta hangir saman við aðra þætti.

      Nefndarfulltrúi skýrir að ákvæðið sé að fyrirmynd annarra Norðurlanda um stjórnarmyndanir, sbr. Finnland og Svíþjóð. Lykilatriði sé að þingræðisfyrirkomulag geti gengið upp með það heildarmarkmið í huga að skilja á milli valdþáttanna, þannig á stjórnarmyndun að vera verkefni þingsins sjálfs ef ríkisstjórn á að sitja í skjóli þingsins. Þannig sé raunar verið að takmarka þingræðið með millilið sem gegnir engri ábyrgð. Helsti kostur þessa ákvæðis er tenging við vantraustsákvæði að ríkisstjórn sitji í skjóli þingsins. Eitt af síðustu púslunum í heildarmyndina og annars vegar fullkomnar ákvæði myndina af starfsemi þingsins og hins vegar er þetta kerfi sem er í löndunum í kringum okkur að ógleymdu því að fyrirkomulagið styrkir stöðu þingsins beint. Auðveldar að krefja stjórnmálaflokka að segja með hverjum þeir vilja vinna af því að við vitum ekki hverjir fái stjórnarumboðið.

      Bent er á að enn þá sé besta lausnin að kjósa framkvæmdarvaldið beint, að tillagan leysi ekki núverandi vanda.

      Rætt var um stöðu forseta og núverandi hlutverk hans um að stýra stjórnarmyndun – tillögur um að rétt eins væri hægt að færa verkefnið til þjóðarinnar. Gæti komið upp sú staða að það gengi illa að ná kjöri forseta Alþingis þ.e. 2/3 – allt er samið um í bakherbergjum. Því eigi að halda stjórnarmyndun í núverandi formi. Tekið undir það sjónarmið, það er eldfimara að forseti Alþingis geri það heldur en forsetinn.

      Tengist auðvitað stöðu forseta og umræðu um hlutverk hans.

      Fleira var ekki gert og fundi slitið kl. 12.30.