16. fundur A-nefndar - sameiginlegur

25.05.2011 09:00

Dagskrá:

 

  1. Kynning á mannréttindakafla, greinar 15-25.

 

Fundargerð

16. fundur A-nefndar, haldinn miðvikudaginn 25. maí 2011 kl. 9.00-12.00.

Viðstödd voru Silja Bára Ómarsdóttir, formaður, sem stýrði fundi, Örn Bárður Jónsson, varaformaður, Arnfríður Guðmundsdóttir, Dögg Harðardóttir, Freyja Haraldsdóttir, Illugi Jökulsson, Katrín Oddsdóttir og Þorvaldur Gylfason. Fundargerð ritaði Andrés Ingi Jónsson.

Fundurinn var opinn öðrum fulltrúum í Stjórnlagaráði.

Eftirtaldir fulltrúar úr öðrum nefndum tóku þátt í fundinum: Andrés Magnússon, Ari Teitsson, Ástrós Gunnlaugsdóttir, Eiríkur Bergmann Einarsson, Erlingur Sigurðarson, Gísli Tryggvason, Guðmundur Gunnarsson, Íris Lind Sæmundsdóttir, Katrín Fjeldsted, Lýður Árnason, Pawel Bartoszek, Salvör Nordal, Vilhjálmur Þorsteinsson og Þórhildur Þorleifsdóttir.

 

1. Vinnuskjal um mannréttindi

Kynntar voru greinar 15-25 í áfangaskjal Stjórnlagaráðs. Fulltrúar úr öðrum nefndum voru almennt ánægðir með þær breytingar sem orðið höfðu á skjalinu frá fyrri viku. Þó kom fram fjöldi athugasemda við textann, sem nefndin taldi sér unnt að taka afstöðu til fyrir næsta ráðsfund. Því þótti nefndinni ljóst að hægt væri að leggja kaflann fram til kynningar á næsta ráðsfundi, en til að bregðast við sem flestum framkomnum athugasemdum yrði aukafundur hjá nefndinni 26. maí.