14. fundur C-nefndar

24.05.2011 09:30

Dagskrá:
  1. Fundargerðir
  2. Kafli um kosningar og alþingismenn
  3. Kafli um lýðræðislega þátttöku almennings
  4. Önnur mál

 

Fundargerð

14. fundur C-nefndar, haldinn 24. maí 2011, kl. 09.30–15.15, í húsnæði Stjórnlagaráðs í Ofanleiti 2, Reykjavík.

Mætt voru: Pawel Bartoszek, formaður, Andrés Magnússon, Ari Teitsson, Guðmundur Gunnarsson, Lýður Árnason og Ómar Þorfinnur Ragnarsson. Íris Lind Sæmundsdóttir, varaformaður, boðaði forföll. Agnar Bragason ritaði fundargerð.

1. Fundargerðir

Fundargerðir frá fundum 6-10 bornar upp án athugasemda og töldust því samþykktar.

2. Kosningar og kjördæmaskipan

Rætt var um hvað skuli vera kynnt og tekið á dagskrá á sameiginlegum nefndarfundi daginn eftir.

 

3. Þjóðaratkvæðagreiðslur

Rætt var um hverjir geti og hverjir eigi að geta óskað þjóðaratkvæðagreiðslu, hluti þings, hluti þjóðar og forseti, og hvaða mál skulu undanskilin.

Rætt var um kosti þjóðaratkvæðis en einnig hætturnar við þjóðaratkvæði, um niðurstöðu án ábyrgðar og hættu á að gengið geti verið á réttindi minnihlutahópa.

Rætt var um hve stór hluti þjóðar þarf til að krefjast þjóðaratkvæðis, þátttökumörk og önnur skilyrði. Rætt um að málskotsréttur forseta verði jafnvel óþarfur ef þjóðin fær aukinn rétt til frumkvæðis. Hins vegar bent á eftirlitshlutverk forseta.

Rætt var um stjórnarskrárbreytingar, um óbreytta skipan eða hvort þær fari í þjóðaratkvæði.

Rætt var um gildistöku nýrrar stjórnarskrár, hvort það sé afbrigðilegt eða fari að núverandi stjórnarskrá.

4. Önnur mál

Engin önnur mál.

5. Næsti fundur C-nefndar

Ákveðið var að næsti fundur í C-nefnd yrði miðvikudaginn 25. maí kl. 13.00, en til hans yrði boðað með tilkynningu.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15.15.