11. fundur A-nefndar - sameiginlegur

18.05.2011 09:30

Dagskrá:

 

  1. Kynning á nýjum greinum í mannréttindakafla.

 

Fundargerð

11. fundur A-nefndar, haldinn miðvikudaginn 18. maí 2011 kl. 9.30-11.00.

Viðstödd voru Örn Bárður Jónsson, varaformaður, sem stýrði fundi, Dögg Harðardóttir, Freyja Haraldsdóttir, Illugi Jökulsson og Katrín Oddsdóttir. Forföll höfðu boðað Arnfríður Guðmundsdóttir, Silja Bára Ómarsdóttir, formaður, og Þorvaldur Gylfason. Fundargerð ritaði Andrés Ingi Jónsson.

Fundurinn var opinn öðrum fulltrúum í Stjórnlagaráði.

Eftirtaldir fulltrúar úr öðrum nefndum tóku þátt í fundinum: Andrés Magnússon, Ari Teitsson, Ástrós Gunnlaugsdóttir, Erlingur Sigurðarson, Guðmundur Gunnarsson, Íris Lind Sæmundsdóttir, Katrín Fjeldsted, Lýður Árnason, Ómar Þorfinnur Ragnarsson, Pawel Bartoszek, Pétur Gunnlaugsson, Salvör Nordal, Vilhjálmur Þorsteinsson og Þorkell Helgason.

1. Kynning á mannréttindakafla

 

Varaformaður nefndarinnar gerði grein fyrir tillögum A-nefndar að greinum 15-24 í mannréttindakafla stjórnarskrárinnar. Auk athugasemda við orðalag og framsetningu á greinunum gerðu fulltrúar úr öðrum nefndum nokkrar athugasemdir við aukið vægi félagslegra réttinda í kaflanum. Var bent á að slík ákvæði þyrftu að vera mjög skýrt framsett, til að koma í veg fyrir möguleika á því að greinarnar næðu ekki fram tilgangi sínum. Sökum þess hversu miklar umræður voru um greinarnar náðist aðeins að fara yfir greinar 15-19.

Í ljósi umræðnanna ákvað nefndin að fresta því að leggja greinarnar fyrir ráðsfund og boða til aukafundar föstudaginn 20. maí, þar sem reynt yrði að ná víðtækari samstöðu meðal ráðsfulltrúa um efni kaflans.