7. fundur A-nefndar
10.05.2011 09:30
Dagskrá:
- Vinnuskjal um mannréttindi.
- Önnur mál.
7. fundur A-nefndar, haldinn þriðjudaginn 10. maí 2011 kl. 9.30-12.00 og 13.00-15.15.
Viðstödd voru Silja Bára Ómarsdóttir, formaður, sem var viðstödd og stýrði fundi til kl. 12, Örn Bárður Jónsson, varaformaður, sem stýrði fundi frá kl. 13, Arnfríður Guðmundsdóttir, Dögg Harðardóttir, Freyja Haraldsdóttir, Illugi Jökulsson, Katrín Oddsdóttir og Þorvaldur Gylfason. Fundargerð ritaði Andrés Ingi Jónsson.
1. Vinnuskjal um mannréttindi
Áfram var haldið umræðu frá síðasta fundi nefndarinnar um endurbætur á mannréttindakafla. Þráðurinn var tekinn upp þar sem frá var horfið, þannig að fyrst voru skoðuð ákvæði um eignarrétt.
Nefndin náði að klára flestar greinar kaflans, utan frelsi fjölmiðla og upplýsingafrelsi.
2. Önnur mál
Á sameiginlegum nefndarfundi verður allur mannréttindakaflinn lagður fram til umræðu. Fyrstu 14 greinarnar eru efnislega þær sömu og voru ræddar á síðasta ráðsfundi og mun nefndin leggja til að þær verði afgreiddar inn í áfangaskjalið. Næstu 14 greinar eru það sem eftir er af mannréttindakaflanum og mun nefndin leggja þær fram til kynningar í áfangaskjalið, ef tími gefst til.
Eftirtalin erindi voru kynnt og rædd á fundinum:
- 33315 Sigurður Jónas Eggertsson: Fræðsla um grunnstoðir samfélagsins