5. fundur A-nefndar - sameiginlegur

04.05.2011 10:00

Dagskrá:
  1. Endurskoðaður mannréttindakafli.
  2. Gengið frá tillögum fyrir ráðsfund.

 

Fundargerð

5. fundur A-nefndar, haldinn miðvikudaginn 5. maí 2011 kl. 10.00–12.00 og 14.45–16.30.

Viðstödd voru Silja Bára Ómarsdóttir, formaður, sem stýrði fundi, Örn Bárður Jónsson, varaformaður, Arnfríður Guðmundsdóttir, Dögg Harðardóttir, Freyja Haraldsdóttir, Illugi Jökulsson, Katrín Oddsdóttir og Þorvaldur Gylfason. Fundargerð ritaði Andrés Ingi Jónsson.

Eftirtaldir fulltrúar úr öðrum nefndum tóku þátt í fundinum: Andrés Magnússon, Ari Teitsson, Ástrós Gunnlaugsdóttir, Eiríkur Bergmann Einarsson, Erlingur Sigurðarson, Gísli Tryggvason, Guðmundur Gunnarsson, Katrín Fjeldsted, Lýður Árnason, Ómar Þorfinnur Ragnarsson, Pawel Bartoszek, Pétur Gunnlaugsson, Vilhjálmur Þorsteinsson, Þorkell Helgason og Þórhildur Þorleifsdóttir.

1. Kynning á vinnuskjali um mannréttindi

Formaður nefndarinnar gerði grein fyrir tillögum að fyrstu greinum mannréttindakaflans. Yfirferðin var lengri en við var búist, þannig að á auglýstum fundartíma náðist aðeins að ræða fyrstu 6 greinarnar í vinnuskjalinu – en til stóð að ræða 13 greinar á fundinum. Formaður C-nefndar bauð því hluta þess tíma sem þeirri nefnd hafði verið úthlutað, til að hægt væri að ræða efnið frekar. Á þeim viðbótartíma voru ræddar 5 greinar til viðbótar, og því ákveðið að leggja 11 fyrstu greinar vinnuskjalsins fyrir næsta ráðsfund.

Pawel Bartoszek óskaði eftirfarandi athugasemd bókaða: „Ég set fyrirvara við að fara í heildarendurskoðun á mannréttindakafla stjórnarskrárinnar. Þær fáu, hóflegu og yfirveguðu breytingar sem lagðar eru til í skýrslu stjórnlaganefndar gætu vel komið til greina en ítarleg uppstokkun á þessum mjög svo nýlega og góða kafla er ekki aðkalllandi.“

2. Gengið frá tillögum fyrir ráðsfund

Að loknum sameiginlegum nefndafundi hélt A-nefnd fundi áfram. Þar var tekið tillit til helstu sjónarmiða sem fram komu á fundinum og breytingar gerðar á tillögum A-nefndar, þannig að framlagt skjal á ráðsfundi endurspegli að einhverju leyti þær umræður sem áttu sér stað á sameiginlegum fundi fulltrúa.