4. fundur A-nefndar
03.05.2011 09:30
Dagskrá:
- Vinnuskjal um mannréttindi.
- Undirbúningur sameiginlegs nefndafundar og tillagna til ráðsfundar.
- Önnur mál.
4. fundur A-nefndar, haldinn þriðjudaginn 3. maí 2011 kl. 10.00-12.00 og 13.30-15.30.
Viðstödd voru Silja Bára Ómarsdóttir, formaður, sem stýrði fundi frá kl. 11.00, Örn Bárður Jónsson, varaformaður, sem stýrði fundi kl. 10.00-11.00, Arnfríður Guðmundsdóttir, Dögg Harðardóttir, Freyja Haraldsdóttir, Katrín Oddsdóttir og Þorvaldur Gylfason. Illugi Jökulsson hafði boðað forföll. Fundargerð ritaði Andrés Ingi Jónsson.
1. Vinnuskjal um mannréttindi
Áfram var haldið umræðu frá síðasta fundi nefndarinnar um endurbætur á mannréttindakafla. Þráðurinn var tekinn upp þar sem frá var horfið, þannig að fyrst voru skoðuð ákvæði um félagsleg og efnahagsleg réttindi.
Nefndin náði að ræða greinar sem snúa að fjölmiðlafrelsi og réttinum til upplýsinga. Jafnframt var farið yfir greinar um náttúru, umhverfi og auðlindir.
2. Undirbúningur sameiginlegs nefndafundar og tillaga til ráðsfundar
Hugmyndir nefndarinnar verða kynntar fyrir öðrum fulltrúum á sameiginlegum fundi miðvikudaginn 4. maí kl. 10.00-12.00. Samþykkti nefndin að kynna fyrstu 13 greinar mannréttindakaflans á þeim fundi, en að greinar um náttúru, umhverfi og auðlindir kölluðu á frekari úrvinnslu áður en þær væru kynntar öðrum ráðsfulltrúum.
3. Önnur mál
Engin rædd.
Eftirtalin erindi voru lögð fram og rædd á fundinum
33208 Lýðræðisfélagið Alda - Opið lýðræði
33142 Árni Stefán Árnason - Réttindi dýra