1. ráðsfundur

06.04.2011 14:00

Dagskrá:
  1. Ávarp aldursforseta
  2. Kórsöngur
  3. Afhending skýrslu stjórnlaganefndar
  4. Skipan vinnunefndar um starfsreglur

Fundargerð

Mættir voru eftirtaldir fulltrúar: Andrés Magnússon, Ari Teitsson, Arnfríður Guðmundsdóttir, Ástrós Gunnlaugsdóttir, Dögg Harðardóttir, Eiríkur Bergmann Einarsson, Erlingur Sigurðarson, Freyja Haraldsdóttir, Gísli Tryggvason, Guðmundur Gunnarsson, Illugi Jökulsson, Íris Lind Sæmundsdóttir, Katrín Fjeldsted, Katrín Oddsdóttir, Lýður Árnason, Ómar Þorfinnur Ragnarsson, Pawel Bartoszek, Pétur Gunnlaugsson, Salvör Nordal, Silja Bára Ómarsdóttir, Vilhjálmur Þorsteinsson, Þorkell Helgason, Þorvaldur Gylfason, Þórhildur Þorleifsdóttir og Örn Bárður Jónsson.

Þá sat fundinn Þorsteinn Fr. Sigurðsson, framkvæmdastjóri Stjórnlagaráðs.

Fundurinn var opinn og hann sótti fjöldi gesta, ásamt því sem hann var sýndur í beinniútsendingu á vefnum stjornlagarad.is.

Til fundarins var boðað bréflega af hálfu undirbúningsnefndar sem starfað hefur samkvæmtlögum um stjórnlagaþing, nr. 90/2010.

1. Setning fundar

Aldursforseti, Ómar Ragnarsson, setti fundinn og stýrði honum.

Fulltrúarnir kynntu sig, með nafni og starfsheiti.

Kór Kársnesskóla, undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur, söng tvö lög. Hið fyrra var Vikivaki, við lag Valgeirs Guðjónssonar og texta Jóhannesar úr Kötlum. Hið síðara var Fylgd, við lag Sigurðar Rúnars Jónssonar og texta Guðmundar Böðvarssonar.

2. Ávarp aldursforseta

Ómar Ragnarsson, aldursforseti, ávarpaði Stjórnlagaráð.

3. Kórsöngur

Kór Kársnesskóla, undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur, söng Maístjörnuna, við lag Jóns Ásgeirssonar og texta Halldórs Kiljan Laxness.

4. Skýrsla stjórnlaganefndar

Guðrún Pétursdóttir, formaður stjórnlaganefndar, gerði grein fyrir og afhenti skýrslu stjórnlaganefndar.

5. Skipan vinnunefndar um starfsreglur

Fundarstjóri gerði grein fyrir því að samkvæmt þingsályktun um Stjórnlagaráð bæri ráðinu að setja sér starfsreglur. Undirbúningur væri þegar hafinn en í sérstaka vinnunefnd um málið hefðu verið tilnefndir eftirtaldir, í stafrófsröð: Ari Teitsson, Gísli Tryggvason, Íris Lind Sæmundsdóttir, Silja Bára Ómarsdóttir og Vilhjálmur Þorsteinsson, sem yrði formaður. Fundarstjóri spurði hvort gerðar væru athugasemdir við þetta. Svo var ekki og skoðaðist þessi nefnd því skipuð.

6. Næsti fundur

Fundarstjóri þakkaði öllum þeim sem unnið hefðu að því að koma þessum fundi á og stjórnlaganefnd sérstaklega.

Fundarstjóri gerði grein fyrir því að næsti fundur Stjórnlagaráðs yrði haldinn næsta dag, fimmtudaginn 7. apríl, kl. 15.00. Þá færi fram kjör formanns, sbr. þingsályktun um skipun Stjórnlagaráðs, og jafnframt kjör varaformanns.

Fleira var ekki gert og fyrsta fundi Stjórnlagaráðs slitið kl. 14.45.

Fundargerð ritaði Sif Guðjónsdóttir.