Ádrepur vegna endurskoðunar á stjórnarská Íslands

Friðgeir Haraldsson
  • Heimilisfang: Melgerði 10, 200 Kóp.
  • Skráð: 18.07.2011 09:05

b/t. stjórnlagaráðsfulltrúa.

Langar að koma með eftirfarandi ádrepur vegna endurskoðunar á stjórnarská Íslands
þar sem þetta er helzt;
Að nafn á löggjafarsamkundu verði ALÞING, ekki þágufallið Alþingi, samanber allsherjarþing, kjalarnesþing.
Styrkir frá Alþingi til flokka verði afnumdir.
Landið verði eitt kjördæmi og þar með ekkert kjördæmapot og jöfnun atkvæða yrði varanlega afnumin og minnkar áhættu á spillingu.
Að æðstu embættismenn framkvæmdarvalds (ráðherrar) yrðu kosnir af viðeigandi starfsstéttum t.d. ráðherra menntamála kosinn af kennurum og velferðarráðherra af heilbrigðisstarfsmönnum o.s.frv. og myndi þá væntanlega kunnáttumanneskja veljast til að stjórna hverjum málaflokki fyrir sig.
Aðskilnaður ríkis og trúfélaga.
Seta á þingi skal vera að hámarki 3 kjörtímabil.
Innleiða rafræna kosningu, enda komin um 80.000 rafræn skilríki í notkun og um 240.000 auðkennislyklar.
Læt þetta nægja að sinni.

Baráttukveðjur,

Friðgeir Haraldsson
Melgerði 10, 200 Kóp.

Ummæli

Störf Stjórnlagaráðs fara fram fyrir opnum tjöldum og við bjóðum öllum sem fylgja samskiptasáttmálanum að setja inn ummæli á vefinn.

Markmið umræðukerfisins er að bjóða upp á málefnalega og uppbyggjandi umræðu. Ærumeiðandi og óvægin ummæli í garð einstaklinga og þrálátar rangfærslur verða fjarlægð.

Samskiptasáttmáli Stjórnlagaráðs
  1. Við fögnum uppbyggilegri rökræðu en líðum ekki persónulegar árásir né misnotkun á umræðukerfinu.
  2. Við hvetjum til gagnrýnnar og upplýsandi umræðu forðumst gífuryrði og leggjum ekki öðrum orð í munn.
  3. Við notum einföld en skýr skilaboð og virðum skoðanir annarra.
  4. Allar athugasemdir sem endurspegla fordóma í garð einstaklings eða hópa verða fjarlægðar.
  5. Við áskiljum okkur rétt til að loka á notendur eftir tvær viðvaranir og þriðja brot á þessum sáttmála.

Þessi vefur er sameign okkar sem höfum áhuga á umræðu um málefni stjórnarskrár Íslands. Það er nýmæli að bjóða upp á opna umræðu af þessu tagi við mótun opinberra skjala og við vonumst til að þessi vefur verði skref í rétta átt í þróun umræðuhefðar á netinu.

Vinsamlega tilkynnið brot á sáttamálanum til umraeda@stjornlagarad.is.