Ríkiseignir
Héðinn Björnsson
- Heimilisfang: Ljósheimar 20 - 2b
- Skráð: 15.07.2011 11:47
Ég legg til að skrifað verði í stjórnarskrá að þingið þurfi að samþykkja sölu og kaup á hlutabréfum, fasteignum, skuldabréfum og öðrum stærri eignum. Allir skilmálar skulu vera opinberir sem og mótaðili viðskiptanna.
Núverandi fyrirkomulag, þar sem verð og mótaðili geta verið leynilegir, grefur undir tiltrú almennings til þess að það séu almenningshagsmunir sem ráða för.
Ummæli
Störf Stjórnlagaráðs fara fram fyrir opnum tjöldum og við bjóðum öllum sem fylgja samskiptasáttmálanum að setja inn ummæli á vefinn.
Markmið umræðukerfisins er að bjóða upp á málefnalega og uppbyggjandi umræðu. Ærumeiðandi og óvægin ummæli í garð einstaklinga og þrálátar rangfærslur verða fjarlægð.