Vegna ákvæðis um styrki til framboða

Elín Erna Steinarsdóttir
  • Heimilisfang: Blöndubakka 2-4 109 Reykjavík
  • Skráð: 15.07.2011 09:50

Vegna ákvæðis um styrki til framboða

Góðan daginn

Ég vil byrja á að þakka fyrir góða vinnu ráðsins og vonandi fær þjóðin að kjósa um skjalið eins og það kemur frá ykkur. Ég hefði viljað sjá ákveðnari ákvæði um nýtingu á vatns- og orkuauðlindum. Erfitt er að segja upp nýtingarsamningi ef einkaaðili á virkjanir, en ég veit að erfitt er að ná samstöðu um slíkt. Ákvæðið sem er inni er vissulega betra en ekkert.

Varðandi ákvæði um styrki til frambjóðenda er það vissulega til bóta en ég hefði viljað sjá bann við keyptum auglýsingum og þess í stað verði fjölmiðlar styrktir í aðdraganda kosninga til að sinna kynningu á frambjóðendum og framboðum og gert að gefa öllum jöfn tækifæri. Fjármagn í kosningabaráttu er að mínu mati einn helsti óvinur lýðræðisins. Í staðinn yrði dregið úr fjárframlögum til stjórnmálaflokka. Ég veit ekki alveg hvernig slíkt ákvæði gæti verið í stjórnarskránni, hugsanlega „að tryggja þurfi að möguleikar frambjóðenda til kjörs stýrist ekki af efnahag hans eða tengslum við fjársterka aðila, heldur atgervi og beri að tryggja það með lögum.

Gangi ykkur vel

Kveðja, Elín Erna Steinarsdóttir

Ummæli

Störf Stjórnlagaráðs fara fram fyrir opnum tjöldum og við bjóðum öllum sem fylgja samskiptasáttmálanum að setja inn ummæli á vefinn.

Markmið umræðukerfisins er að bjóða upp á málefnalega og uppbyggjandi umræðu. Ærumeiðandi og óvægin ummæli í garð einstaklinga og þrálátar rangfærslur verða fjarlægð.

Samskiptasáttmáli Stjórnlagaráðs
  1. Við fögnum uppbyggilegri rökræðu en líðum ekki persónulegar árásir né misnotkun á umræðukerfinu.
  2. Við hvetjum til gagnrýnnar og upplýsandi umræðu forðumst gífuryrði og leggjum ekki öðrum orð í munn.
  3. Við notum einföld en skýr skilaboð og virðum skoðanir annarra.
  4. Allar athugasemdir sem endurspegla fordóma í garð einstaklings eða hópa verða fjarlægðar.
  5. Við áskiljum okkur rétt til að loka á notendur eftir tvær viðvaranir og þriðja brot á þessum sáttmála.

Þessi vefur er sameign okkar sem höfum áhuga á umræðu um málefni stjórnarskrár Íslands. Það er nýmæli að bjóða upp á opna umræðu af þessu tagi við mótun opinberra skjala og við vonumst til að þessi vefur verði skref í rétta átt í þróun umræðuhefðar á netinu.

Vinsamlega tilkynnið brot á sáttamálanum til umraeda@stjornlagarad.is.