Þingmenn og forseti
Baldvin Elíasson
- Heimilisfang: Krosshamrar 9
- Skráð: 14.07.2011 20:13
Sælir stjórnlagaráðsmenn.
Er nokkuð sáttur við það sem komið er, en nú vantar endahnútinn (sem þingmenn verða ekki ánægðir með).
Tillaga:
Þingmönnum verði fækkað enn frekar (ráðherrar ekki með) svo ábyrgð aukist. Vil mæla með 43 þingmönnum í tveimur deildum. 1/3 þingmanna virðist vera inni á þingi í tilgangsleysi og doða. Þingmenn virðast ekki endurspegla vilja almennings eins og dæmin sanna undanfarin ár og stjórnmálastéttin lömuð af hræðslu við peningavaldið.
Forseti landsins (sem er kosinn af þjóðinni sjálfri) haldi sínum áherslum og skoðunum sem þjóðin er samþykk með varaforseta sér til halds, sem lúti áherslum forsetans þó hann sé staddur erlendis. Ekki er sæmandi að framkvæmdar- og dómsvald sé í stöðu til að raska hlutföllum og koma með áherslur sínar gegn almenningi, sem kaus aðeins forseta landsins, en ekki „handhafa“.
Til vara:
Dæmin sanna að þingmenn margir hafa ekki stundað almenn störf á vinnumarkaði og skilja ekki stöðu almennings, sem er ekki í skjóli ríkisstyrktra samtaka. Vil ég mælast til að skilyrði þingmannssetu sé þátttaka í atvinnulífi landsmanna í 5 ár og jafnvel greindarpróf gert að skilyrði fyrir þátttöku í þingstörfum. Þingmenn verða að geta sinnt bæði löggjöf og góðum skilningi almennt á stöðu almennings, sem kaus viðkomandi til að sinna hag sínum og landsins í heild, í þess stað.
Virðingarfyllst,
Baldvin Elíasson
Ummæli
Störf Stjórnlagaráðs fara fram fyrir opnum tjöldum og við bjóðum öllum sem fylgja samskiptasáttmálanum að setja inn ummæli á vefinn.
Markmið umræðukerfisins er að bjóða upp á málefnalega og uppbyggjandi umræðu. Ærumeiðandi og óvægin ummæli í garð einstaklinga og þrálátar rangfærslur verða fjarlægð.