Vegna trúfélagaskatts
Borgþór Ásgeirsson
- Heimilisfang: Kirkjuvegi 17
- Skráð: 13.07.2011 21:51
Ég hef ekki fylgst með þessari vinnu nógu vel en mér sýnist að þið viljið halda inni þjóðkirkju í stjórnarskrá, sem ég skil ekki ég tel það ekki trúfrelsi að skikka alla til að vera hluta af sama trúfélagi. En það var nú reyndar ekki erindi mitt.
Ég var að spá hvort ekki væri hægt að hafa það þannig að ef fólk er skráð utan trúfélaga að það gæti látið trúfélagaskattinn renna til góðgerðarmála? Einu sinni fór sá peningur til Háskóla Íslands en það var slaufað af einhvern tímann og núna rennur þetta beint í ríkissjóð sem ég skil bara sem aukaskatt fyrir að vera trúlaus.
Væri ekki hægt að gera þetta á einhvern skynsamlegri hátt?
Með kveðju,
Borgþór
Ummæli
Störf Stjórnlagaráðs fara fram fyrir opnum tjöldum og við bjóðum öllum sem fylgja samskiptasáttmálanum að setja inn ummæli á vefinn.
Markmið umræðukerfisins er að bjóða upp á málefnalega og uppbyggjandi umræðu. Ærumeiðandi og óvægin ummæli í garð einstaklinga og þrálátar rangfærslur verða fjarlægð.