Tryggið öllum heilsufrelsi

Jóna Ágústa Ragnheiðardóttir
  • Heimilisfang: Jörundarholt 158
  • Hagsmunaaðilar: Heilsufrelsi, samtök um kjörlækningar
  • Skráð: 13.07.2011 11:21

Tryggið öllum heilsufrelsi

Heilsufrelsi, samtök um kjörlækningar, beinir þeim tilmælum til stjórnlagaráðs, að í stjórnarskrá Íslands verði tryggt heilsufrelsi, þannig að hver einstaklingur hafi rétt til að velja þær leiðir sem hann kýs til að viðhalda eigin heilbrigði og ákvörðunarréttur hans verði virtur.

Undanfarna áratugi hefur vitneskja og kunnátta Íslendinga aukist um að fleiri leiðir eru til að viðhalda heilsu en hinar hefðbundnu vestrænu lækningar. Aldagömul þekking á íslenskum Jurta- og grasalækningum hefur vaxið og þróast á síðustu árum og grætt margra mein. Stór hópur Íslendinga hefur kynnt sér og lært bæði hérlendis og erlendis hinar ýmsu kjörlækningar sem fjölmennur hópur fólks nýtur nú góðs af.

Þrátt fyrir þann góða árangur sem þessar nýju leiðir og þekking hefur fært okkur er mikil hvatning í regluverki þjóðarinnar til að stoppa af þróun á þessu sviði. T.a.m. eru sífellt fleiri boð og bönn á innflutningi jurta og bætiefna. Samfara auknum áhuga almennings á lífrænt ræktuðum vörum og heildrænum aðferðum skýtur það skökku við að hið opinbera virðist hafa það að markmiði að leggja stein í götu þeirra sem selja náttúruvörur. Vel upplýstur almenningur er fullfær um að ákveða hvort hann vill nota náttúruleg efni eða ekki. Það er nær óhugsandi að rökstyðja þessi höft á þann hátt að verið sé að vernda almenning og spyrja má hverra hagsmuna þetta þjóni, sem sýnist helst vera þröngri stétt lyfjasala sem sífellt sækjast eftir einokun á fleiri vörum.

Mjög varasamt er að veita apótekum einkaleyfi á sölu bætiefna og náttúruefna því að hætta er á að apótekin takmarki framboð eða jafnvel taki efni af markaði, enda gróðavænlegra að selja tilbúin lyf lyfjafyrirtækjanna. Áróður fyrir slíkri öfugþróun hefur átt sér stað um allan heim undanfarin ár og hann verður að stöðva.

Heilsufrelsi, samtök um kjörlækningar, fer því fram á við stjórnlagaráð, að öllum verði tryggt heilsufrelsi í stjórnarskrá Íslands.

F.h. Heilsufrelsis,

Jóna Ágústa Ragnheiðardóttir, ritari.
Jörundarholti 158, Akranesi.

Ummæli

Störf Stjórnlagaráðs fara fram fyrir opnum tjöldum og við bjóðum öllum sem fylgja samskiptasáttmálanum að setja inn ummæli á vefinn.

Markmið umræðukerfisins er að bjóða upp á málefnalega og uppbyggjandi umræðu. Ærumeiðandi og óvægin ummæli í garð einstaklinga og þrálátar rangfærslur verða fjarlægð.

Samskiptasáttmáli Stjórnlagaráðs
  1. Við fögnum uppbyggilegri rökræðu en líðum ekki persónulegar árásir né misnotkun á umræðukerfinu.
  2. Við hvetjum til gagnrýnnar og upplýsandi umræðu forðumst gífuryrði og leggjum ekki öðrum orð í munn.
  3. Við notum einföld en skýr skilaboð og virðum skoðanir annarra.
  4. Allar athugasemdir sem endurspegla fordóma í garð einstaklings eða hópa verða fjarlægðar.
  5. Við áskiljum okkur rétt til að loka á notendur eftir tvær viðvaranir og þriðja brot á þessum sáttmála.

Þessi vefur er sameign okkar sem höfum áhuga á umræðu um málefni stjórnarskrár Íslands. Það er nýmæli að bjóða upp á opna umræðu af þessu tagi við mótun opinberra skjala og við vonumst til að þessi vefur verði skref í rétta átt í þróun umræðuhefðar á netinu.

Vinsamlega tilkynnið brot á sáttamálanum til umraeda@stjornlagarad.is.