Binda þarf í stjórnarskránni að allir eigi sér búsetu
Magnús Ragnar Magnússon
- Heimilisfang: Rauðarárstígur 36
- Skráð: 11.07.2011 16:40
Binda þarf í stjórnarskránni að allir eigi sér búsetu, að ekki verði hægt að henda einstaklingi út á götu nema búsetulausn finnist. Ef það á að teljast sem mannréttindi, þá telst þetta vera réttur hvers og eins að hann/hún eigi sér búsetu. En það hefur verið mjög algengt að ef búsetumanneskja lendir í vanda eða í skuldavanda að valdhafar ríkisins eigi erfitt með að finna lausnir handa þeirri manneskju.
Þessa hluti þarf að laga til þess að réttur hvers og eins sé virtur. Þannig vona ég að Stjórnlagaráð geti sett fram ákvæði inn í stjórnarskrána að valdhöfum beri skylda til þess að finna búsetu handa þeim sem þeir vilja henda út á götu, því það gengur ekki upp ef valdhafar vilja henda manneskju í vanda eða skuldavanda út á götu án lausnar. Þess vegna þarf lausn í þessum málum og þá helst bindandi lausn í stjórnarskránni.
Kær kveðja frá ykkar einlæga vin,
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
Ummæli
Störf Stjórnlagaráðs fara fram fyrir opnum tjöldum og við bjóðum öllum sem fylgja samskiptasáttmálanum að setja inn ummæli á vefinn.
Markmið umræðukerfisins er að bjóða upp á málefnalega og uppbyggjandi umræðu. Ærumeiðandi og óvægin ummæli í garð einstaklinga og þrálátar rangfærslur verða fjarlægð.