Varðar svar við ummæli

Margrét Hermanns Auðardóttir
  • Skráð: 11.07.2011 10:25

Framsýn tillaga Vilmundar Gylfasonar 1982 um þjóðkjörinn forseta til styrktar aðgreiningu löggjafarvalds og framkvæmdarvalds tók mið af franska kerfinu sem EKKI hefur leitt af sér "tveggjaflokkakerfi".

Né fæ ég séð að "meirihlutakosning" næðist ekki í beinni kosningu forsætisráðherra væri hann/hún kjörin forgangskosningu (STV) rétt eins og Stjórnlagaráð leggur til varðandi forsetakjör sbr. 3. gr. http://www.stjornlagarad.is/starfid/afangaskjal/kafli/item34032/

Því að þrátt fyrir vel ígrundaðar tillögur Stjórnlagaráðs að breyttu kosningakerfi í alþingiskosningum á grundvelli jafns vægis atkvæða, þá girðir það kerfi EKKI fyrir samtryggingarmakk og sérhagsmunagæslu í kosningu forsætisráðherra á Alþingi að tillögu forseta þingsins eða samþykkt þingsins á skipan ríkisstjórnar kjörins forsætisráðherra sbr. 3. gr. http://www.stjornlagarad.is/starfid/afangaskjal/kafli/item34030/

Enda alþingismönnum þingræðisins til þessa EKKI tekist að koma á virkri aðgreiningu löggjafarvalds og framkvæmdarvalds hjá okkur.

Og beini því spurningu minni ítrekað til Stjórnlagaráðs: hvort ráðsmenn telji þjóðinni ekki treystandi til að kjósa forsætisráðherra beinni kosningu til styrktar skiptingu valdsins?


Með vinsemd og virðingu,
Margrét Hermanns Auðardóttir

Ummæli

Störf Stjórnlagaráðs fara fram fyrir opnum tjöldum og við bjóðum öllum sem fylgja samskiptasáttmálanum að setja inn ummæli á vefinn.

Markmið umræðukerfisins er að bjóða upp á málefnalega og uppbyggjandi umræðu. Ærumeiðandi og óvægin ummæli í garð einstaklinga og þrálátar rangfærslur verða fjarlægð.

Samskiptasáttmáli Stjórnlagaráðs
  1. Við fögnum uppbyggilegri rökræðu en líðum ekki persónulegar árásir né misnotkun á umræðukerfinu.
  2. Við hvetjum til gagnrýnnar og upplýsandi umræðu forðumst gífuryrði og leggjum ekki öðrum orð í munn.
  3. Við notum einföld en skýr skilaboð og virðum skoðanir annarra.
  4. Allar athugasemdir sem endurspegla fordóma í garð einstaklings eða hópa verða fjarlægðar.
  5. Við áskiljum okkur rétt til að loka á notendur eftir tvær viðvaranir og þriðja brot á þessum sáttmála.

Þessi vefur er sameign okkar sem höfum áhuga á umræðu um málefni stjórnarskrár Íslands. Það er nýmæli að bjóða upp á opna umræðu af þessu tagi við mótun opinberra skjala og við vonumst til að þessi vefur verði skref í rétta átt í þróun umræðuhefðar á netinu.

Vinsamlega tilkynnið brot á sáttamálanum til umraeda@stjornlagarad.is.