65. gr. stjórnarskrár okkar er meingölluð!!!

Sigurður Pétur Hauksson
  • Heimilisfang: Engjasel 63
  • Hagsmunaaðilar: engir
  • Skráð: 07.07.2011 19:07

Góðan dag,

Mig langar til að benda á að í stjórnarskránni er ákvæði sem mismunar mönnum í raun og veru, á ég þar við að í VII. kafla stjórnarskrár okkar segir í 65. gr. [Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti.
Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna.]1)

Eins og allir vita eru menn ekki jafnir fyrir dómstólum og rétt að benda á að möguleikar almennings til að sækja mál á ríki eða stofnanir, fyrirtæki eða stóreignamenn af einhverju tagi, eru ákaflega litlir sakir þess hvað það kostar að reka mál og svo hafa stjórnvöld nú þegar takmarkað þetta aðgengi með því að setja himinháan kostnað fyrir það eitt að stefna máli til dómsvalda.

Ég tel að lögmenn hafi gert dómskerfið okkar óstarfhæft, í þeirri mynd sem það er í dag, ég tel að dómskerfi sem vinnur eftir sem dæmi stjórnarskrá Bandaríkjanna, sé mun heilbrigðara, þar sem þessir áðurnefndu stóru aðilar fá á baukinn ef þeir hafa með ásetningi ætlað að troða á lítilmagnanum, þetta er að mínu mati mjög áríðandi að verði lagað fyrir komandi kynslóðir.

Mín tillaga er að það verði gerð breyting á stjórnarskránni sem bannar lögmönnum að taka við greiðslum vegna málskostnaðar og það verði bundið í stjórnarskrá að dómarar skuli dæma um þennan kostnað sækjanda og verjanda mála og eins mundi ég vilja sjá að dómsupphæðir yrðu greiddar út af ríkinu og að niðurstaða dómsmáls verði greidd út til þess aðila sem vinnur málið, af ríkinu og ríkið eignist síðan kröfu á þann sem dæmdur var til greiðslu samkvæmt dómsorði, enda ljóst að almenningur hafur ekki sömu réttarheimildir og ríkið til að fullnægja eða sækja dómsniðurstöður eftir málarekstur.

Ef við setjum þetta í stjórnarskrá þá munu menn eða fyrirtæki ekki geta keypt sér dýrari lögfræðiþjónustu en almenningur, bara af því að þeir sem eiga nægilega mikið af peningum geta auðveldlega haldið þýfi sínu með því einu að séra með einhverjum lögmanni hluta þess sem hann stal og almennur borgari á enga möguleika til að sækja á áðurnefnda aðila mál, sakir mismunar á fjárhagsstöðu aðila.

Þetta vitum við núna eftir 2008 hrunið, og getum tekið dæmi fólk sem missir allt sitt og lendir í gjaldþroti á ekki neina möguleika til að sækja rétt sinn jafnvel þó svo að til séu eða verði til á næstu árum fjöldi dómafordæma, þar sem ætla mætti að þessi almenni borgari muni vinna mál gegn til dæmis banka eða ríki eða áðurnefndum aðilum.

Það er hægt að setja þetta upp með milljón dæmum eins og skúringakonan sem missir aleiguna vegna þess að hún átti eitthvað sem nýríka Jón útrásarvíking langaði í og þar sem hann átti svo mikið af peningum þá fannst honum að þessi blessaða skúringakona gæti svo sem vel gefið honum þetta sem hann langaði svo mikið í, enda hafði nýríki Jón ráðið hana í vinnu, greitt henni laun samkvæmt Eflingu ... af höfðingsskap sínum í nokkur ár...

Ég tel það vera alger grundvallarkrafa ef við ætlum að breyta stjórnarskránni þá verði þessi atriði löguð, að öðrum kosti sé ég ákaflega lítinn tilgang í að vera að setja eða lagfæra lög sem hræða ekki neinn sem hefur fjárráð til að reka nokkra lögmenn og jafnvel heilu lögfræðiskrifstofurnar eins og dæmin sýna í dag og eru þá nánast undanþegnir því að fara að lögum.

Ég vona að þið setjist yfir þessa hugsanaþanka mína, ég þekki þessi mál mjög vel og veit uppá hár hvernig það er fyrir smápeð að sækja á risafyrirtæki, risafyrirtæki sem byrjar á því að lítilsvirða einstaklinginn með því að keyra af fullum þunga yfir hann og nota það svo sem málsástæður, að þessi aðili sé nú gjaldþrota og er einfalt fyrir þessa stóru aðila að spyrja lögmann mótaðila, ætlar þú virkilega að vinna gegn mér, ég sem á fullt af kröfum og málum sem gætu skapað þér vinnu í langan tíma á góðum launum, eða viltu vinna fyrir einhvern gjaldþrota einstakling sem að öllum líkindum getur ekki einu sinni greitt málskostnaðinn, þegar við höfum klárað hann með öllum okkar 20 lögmönnum sem hafa nánast ekki neitt að gera þessa daganna annað en að finna brellur til að vinna málið...

Ég vona að ég hafi sett þetta fram á einfaldan hátt og það skiljist hver er minn boðskapur, ég vil einfaldlega gera öllum jafnt, þegar þeir þurfa að sækja rétt sinn gegn stórum aðilum sem í dag þurfa ekki að óttast lögin og það er aðeins hægt með því einu að setja inn í stjórnarskrá að ríkið skuli tryggja málskostnað, og að ekki sé heimilt að rukka fyrir málskostnað lögmanna nema eftir að dómur hefur fallið og þar sem í lögum er sagt, að lögmenn eru opinberir sýslunarmenn samanber lög um lögmenn 1998 nr. 77 15. júní, en þar segir í I. kafla. Almenn ákvæði. 1. gr. „Lögmenn eru opinberir sýslunarmenn. Njóta þeir réttinda og bera skyldur samkvæmt því.]2)  þá er eðlilegt að þeir fái greitt eins og aðrir opinberir aðilar sem eru með þjóðfélagslegar skyldur til að sinna þegnum þessa lands frá ríkinu, ég þekki mjög mörg dæmi um svona spillingu sem er í gangi og ég held að allir landsmenn hafi áttað sig nú eftir hrun á því sem ég meðal annars var að vara við og enginn vildi hlusta á í 20 ár.

Því miður þá eru þetta ekki neinar getgátur né reiðihjal, það vita allir menn á íslandi að í dag eru lögmenn að gefa lögfræðiálit til endurreisnar og það er nokkuð fyndið að sjá alla helstu lögráðgjafa útrásarvíkinganna vera í stöðum einhverra endurreisnarvíkinganna í dag... og ekki ætla ég að minnast á endurskoðunarblokkirnar sem framkvæmdu hrunið með lögmannastéttinni og eru nú að hala inn milljónatugi ef ekki marga milljarða í að endurreisa þjóðfélagið sem þeir keyrðu sjálfir í gjaldþrot, þetta getur bara verið fyndið..., þangað til að þið hafið skoðað þetta og gert tillögur að breytingum verður þetta ekki það þjóðfélag sem við viljum að afkomendur okkar erfi, ég held varla að nokkur maður efist þegar ég spái öðru hruni mjög fljótlega ef ekki kemur til einhver breyting sem fer eins í þá átt sem ég er að tala um hér.

Virðingarfyllst,
Pétur

 


 

Viðbót 10. júlí 2011:Mig langar til að bæta aðeins við erindi mitt vegna hugsanlegs misskilnings, í 70. gr. stjórnarskrárinnar segir [Öllum ber réttur til að fá úrlausn um réttindi sín og skyldur eða um ákæru á hendur sér um refsiverða háttsemi með réttlátri málsmeðferð innan hæfilegs tíma fyrir óháðum og óhlutdrægum dómstóli. Dómþing skal háð í heyranda hljóði nema dómari ákveði annað lögum samkvæmt til að gæta velsæmis, allsherjarreglu, öryggis ríkisins eða hagsmuna málsaðila.

Hver sá sem er borinn sökum um refsiverða háttsemi skal talinn saklaus þar til sekt hans hefur verið sönnuð.]1)
1)L. 97/1995, 8. gr.

Því miður er þar það vandamál að lögspekingar og ríki hafa túlkað þetta erindi að mestu sem ákvæði til handa þeim aðilum sem ásakaðir hafa verið um refsiverða háttsemi, ríkið hefur í reynd viðurkennt galla þessa lagaákvæðis og sett á stofn eitthvað sem kallað er Gjafsóknarnefnd og er í sannleika sagt mjög niðurlægðandi og aumkunarlegt úrræði, þar sitja 3 lögmenn og eiga að úrskurða um hæfi umsækjanda til gjafsóknar, þeim er gert meðal annars að taka tillit til fjárhagstöðu umsækjanda með því að skoða skattaframtöl umsækjanda og þeir eiga jafnframt að úrskurða um hversu líklegt sé að málið vinnist.
Það segir sig sjálft að nefndin hafur enga möguleika á að uppfylla þessi atriði, þeir geta ekki reiknað kostnaðinn við fyrirhugað málsókn þar sem mál eru á byrjunarreit þegar sótt um, þar sem ekki er gerð krafa til lögmanna né dómkvaddra matsmanna um væntanlegan kostnað vegna málsins, þá er það bara fáráðanlegt að þessir 3 lögmenn setjist í dómarasæti og dæmi um mál sem er á leið til dómsstóla án nokkurra gagna eða málflutnings vegna málsins, enda hlutverk dómstóla að skera úr um málsatvik og getur það aðeins verið hlutverk lögskipaðara dómara sem eiga að fara yfir málsgögn og málflutning aðila.

Ég tel að þetta úrræði stjórnvalda um þessa Gjafsóknarnefndina sýni svart á hvítu nauðsin þess að sem ég hef rakið verði breytt og aðlagað að því sem er tilgangur 65. og 70. greinar Stjórnararskrárinnar.

Ég þekki þetta sjálfur þar sem mér var hafnað um gjafsókn í tvígang í máli þar sem Gjafsóknarnefndin komst að þeirri niðurstöðu að málið mundi að öllum ekki vinnast þó svo að önnur atriði væru uppfyllt, og er skemmst frá að segja að málinu lauk með að ég vann málið þrátt fyrir að lögmenn mótaðila hafi reynt að nota niðurstöðu gjafsóknar sér til framdráttar í málflutningi sínum í því máli.

Virðingarfyllst,
Pétur

 

Ummæli

Störf Stjórnlagaráðs fara fram fyrir opnum tjöldum og við bjóðum öllum sem fylgja samskiptasáttmálanum að setja inn ummæli á vefinn.

Markmið umræðukerfisins er að bjóða upp á málefnalega og uppbyggjandi umræðu. Ærumeiðandi og óvægin ummæli í garð einstaklinga og þrálátar rangfærslur verða fjarlægð.

Samskiptasáttmáli Stjórnlagaráðs
  1. Við fögnum uppbyggilegri rökræðu en líðum ekki persónulegar árásir né misnotkun á umræðukerfinu.
  2. Við hvetjum til gagnrýnnar og upplýsandi umræðu forðumst gífuryrði og leggjum ekki öðrum orð í munn.
  3. Við notum einföld en skýr skilaboð og virðum skoðanir annarra.
  4. Allar athugasemdir sem endurspegla fordóma í garð einstaklings eða hópa verða fjarlægðar.
  5. Við áskiljum okkur rétt til að loka á notendur eftir tvær viðvaranir og þriðja brot á þessum sáttmála.

Þessi vefur er sameign okkar sem höfum áhuga á umræðu um málefni stjórnarskrár Íslands. Það er nýmæli að bjóða upp á opna umræðu af þessu tagi við mótun opinberra skjala og við vonumst til að þessi vefur verði skref í rétta átt í þróun umræðuhefðar á netinu.

Vinsamlega tilkynnið brot á sáttamálanum til umraeda@stjornlagarad.is.