Réttur almennings til að fara um landið
Guðrún Jóhannsdóttir
- Heimilisfang: Túngötu 20, 225 Álftanes
- Skráð: 04.07.2011 21:59
„Með lögum skal tryggja rétt almennings til að fara um landið í lögmætum tilgangi með virðingu fyrir náttúru og umhverfi.“
Það eiga ekki allir stóra jeppa sem geta farið um þar sem vegir eru frumstæðir og erfiðir yfirferðar. Hvernig á að tryggja að allur almenningur geti notið náttúrunnar þrátt fyrir þá annmarka? Eigendur stórra jeppa og torfærubíla hafa oftar en ekki sett sig á móti því að þokkalegir vegir verði lagðir t.d. yfir Sprengisand og Kjöl og vilja þar með ekki að aðrir en þeir sjálfir geti ferðast um þessar slóðir á eigin farartækjum.
Ummæli
Störf Stjórnlagaráðs fara fram fyrir opnum tjöldum og við bjóðum öllum sem fylgja samskiptasáttmálanum að setja inn ummæli á vefinn.
Markmið umræðukerfisins er að bjóða upp á málefnalega og uppbyggjandi umræðu. Ærumeiðandi og óvægin ummæli í garð einstaklinga og þrálátar rangfærslur verða fjarlægð.