Tillögur að bættum kafla um forseta Íslands
Svavar Kjarrval Lúthersson
- Heimilisfang: Kríuás 19, Hafnarfjörður
- Skráð: 04.07.2011 10:38
Tillögur að bættum kafla um forseta Íslands
Í anda samstarfs óska ég eftir því að gera eftirfarandi tillögur í tengslum við kaflann um forseta Íslands eins og hann var eftir 15. ráðsfund:
2. gr.
Sleppa aldrinum. Ef einhver yngri býður sig fram er það á náð kjósenda komið hvort hann hljóti kjör (nema enginn annar bjóði sig fram).
4. gr.
Mæli með því að takmarka setu forseta við ákveðin mörg kjörtímabil. Langar að leggja til að hafa þau tvö en ekki þrjú.
11. gr.
Hér vil ég mæla með því að þessi takmörkun nái einnig til annarra embættismanna ef þeir hafa verið dæmdir fyrir brot í starfi. Það var t.d. reynt í Bandaríkjunum fyrir einhverjum árum síðan að nefnd var að rannsaka meint brot forsetans en embættismenn neitað að koma fram fyrir nefndina. Þeir voru því sekir um ‚impeachment‛ en forsetinn náðaði þá síðan jafnóðum. Sem betur fer tók stjórnarskráin það fram að forsetinn gæti ekki náðað fyrir slík brot. Með þessari tillögu vil ég tryggja að slíkt gerist ekki hér á landi.
Einnig vil ég setja athugasemd varðandi partinn þar sem tillögu ráðherra þarf til að náða menn eða veita almenna uppgjöf saka. Ráðherrann sem fer með málefni ákæru- og rannsóknarvalds (núna innanríkisráðherra) er skv. stöðu sinni vanhæfur til að geta lagt hlutlaust mat á hvort skilyrði náðunar eða sakauppgjafar séu uppfyllt. Ekki skil ég af hverju ráðherra ætti að vera í þessu nema tilgangurinn sé að forsetinn geti ekki náðað fólk án frumkvæðis annarra.
Undirritað,
Svavar Kjarrval Lúthersson
Ummæli
Störf Stjórnlagaráðs fara fram fyrir opnum tjöldum og við bjóðum öllum sem fylgja samskiptasáttmálanum að setja inn ummæli á vefinn.
Markmið umræðukerfisins er að bjóða upp á málefnalega og uppbyggjandi umræðu. Ærumeiðandi og óvægin ummæli í garð einstaklinga og þrálátar rangfærslur verða fjarlægð.