Athugasemdir við mannréttindakafla

Svavar Kjarrval Lúthersson
  • Heimilisfang: Kríuás 19, Hafnarfjörður
  • Skráð: 03.07.2011 06:10

Stuttar athugasemdir við mannréttindakaflann eins og hann var eftir 15. ráðsfund. Einnig hafði ég gleymt að nefna sumt í seinasta erindi um kaflann. Erindi mitt um mannréttindakaflann á enn við að mestu leyti.

* 2. efnisgrein 2. greinar kveður á um að almannahagsmunir geti krafist skerðingu mannréttinda. Þessi heimild er afar hættuleg og gæti ýtt undir ofríki meirihlutans.

* Vil ítreka tillögu mína um að þjóðkirkjuákvæðið ætti að falla brott úr stjórnarskrá.

* Í kaflanum um ríkisborgararétt er nefnt að allir sem eiga foreldri með íslenskt ríkisfang eigi rétt til þess að öðlast sitt eigið íslenska ríkisfang. Er hægt að skilja ákvæðið svo að fólk þurfi að sækja sérstaklega um ríkisborgararéttinn eða öðlast allir sem eiga foreldri með íslenskt ríkisfang það sjálfkrafa?

Eigi það fyrrgreinda við mun það skapa gríðarlega vinnu þar sem allir þyrftu að sækja um ríkisborgararéttinn (nema lög skilgreini ákveðin skilyrði svo hægt sé að öðlast hann sjálfkrafa).

Sé ákvæðið túlkað með það síðarnefnda í huga verða til svokölluð margföldunaráhrif þar sem allir sem eiga íslenskan forföður eða formóður fædd eftir gildistöku þessa ákvæðis ættu rétt á íslensku ríkisfangi (og þar til ákvæðið er numið úr gildi). Það myndi í framhaldinu leiða til þess að engin stjórn væri á veitingu ríkisborgararéttarins.

Því væri gott ef nefndin myndi ígrunda ákvæðið til að koma í veg fyrir ófyrirséð vandræði í framtíðinni.

* Í banni við afturvirkni refsingu væri einnig gott að taka fram að ekki megi refsa fyrir brot á lagaákvæðum sem hafa verið numin úr gildi eftir að hið meinta brot fór fram.

Ummæli

Störf Stjórnlagaráðs fara fram fyrir opnum tjöldum og við bjóðum öllum sem fylgja samskiptasáttmálanum að setja inn ummæli á vefinn.

Markmið umræðukerfisins er að bjóða upp á málefnalega og uppbyggjandi umræðu. Ærumeiðandi og óvægin ummæli í garð einstaklinga og þrálátar rangfærslur verða fjarlægð.

Samskiptasáttmáli Stjórnlagaráðs
  1. Við fögnum uppbyggilegri rökræðu en líðum ekki persónulegar árásir né misnotkun á umræðukerfinu.
  2. Við hvetjum til gagnrýnnar og upplýsandi umræðu forðumst gífuryrði og leggjum ekki öðrum orð í munn.
  3. Við notum einföld en skýr skilaboð og virðum skoðanir annarra.
  4. Allar athugasemdir sem endurspegla fordóma í garð einstaklings eða hópa verða fjarlægðar.
  5. Við áskiljum okkur rétt til að loka á notendur eftir tvær viðvaranir og þriðja brot á þessum sáttmála.

Þessi vefur er sameign okkar sem höfum áhuga á umræðu um málefni stjórnarskrár Íslands. Það er nýmæli að bjóða upp á opna umræðu af þessu tagi við mótun opinberra skjala og við vonumst til að þessi vefur verði skref í rétta átt í þróun umræðuhefðar á netinu.

Vinsamlega tilkynnið brot á sáttamálanum til umraeda@stjornlagarad.is.