Almenningur á að geta komið frá valdhöfum, hvenær sem er.

Björn Einarsson læknir LSH og heimspekinemi
  • Heimilisfang: Hlíðarbyggð 2, 210 Garðabær
  • Skráð: 01.07.2011 14:22

Tillaga: Almenningur getur með undirskriftasöfnun 1/3 hluta kjósenda krafist kosninga til Alþingis og forseta Íslands. (Alþingi á ekki að geta komið forseta Íslands frá völdum).

Réttlæting: Tilvitnun í kaflann Stjórnskipunarréttur eftir Próf. Björgu Thorarensen bls. 27 í bókinni UM LÖG OG RÉTT, Helstu greinar íslenskrar lögfræði: „Í sjálfsákvörðunarrétti þjóðarinnar felst að frumuppspretta ríkisvaldsins sé hjá þjóðinni sjálfri og að hún velji sér valdhafa. Það er aðeins með samþykki þjóðarinnar og í umboði hennar sem ákveðið er að fela handhöfum ríkisvaldsins þær heimildir sem þeir hafa hverju sinni. Verði vanefndir á þeim samningi getur þjóðin ákveðið að afturkalla hann.“ Forseti Íslands er þjóðkjörinn og því á Alþingi ekki að hafa neitt með það að gera að koma honum frá völdum.

Ummæli

Störf Stjórnlagaráðs fara fram fyrir opnum tjöldum og við bjóðum öllum sem fylgja samskiptasáttmálanum að setja inn ummæli á vefinn.

Markmið umræðukerfisins er að bjóða upp á málefnalega og uppbyggjandi umræðu. Ærumeiðandi og óvægin ummæli í garð einstaklinga og þrálátar rangfærslur verða fjarlægð.

Samskiptasáttmáli Stjórnlagaráðs
  1. Við fögnum uppbyggilegri rökræðu en líðum ekki persónulegar árásir né misnotkun á umræðukerfinu.
  2. Við hvetjum til gagnrýnnar og upplýsandi umræðu forðumst gífuryrði og leggjum ekki öðrum orð í munn.
  3. Við notum einföld en skýr skilaboð og virðum skoðanir annarra.
  4. Allar athugasemdir sem endurspegla fordóma í garð einstaklings eða hópa verða fjarlægðar.
  5. Við áskiljum okkur rétt til að loka á notendur eftir tvær viðvaranir og þriðja brot á þessum sáttmála.

Þessi vefur er sameign okkar sem höfum áhuga á umræðu um málefni stjórnarskrár Íslands. Það er nýmæli að bjóða upp á opna umræðu af þessu tagi við mótun opinberra skjala og við vonumst til að þessi vefur verði skref í rétta átt í þróun umræðuhefðar á netinu.

Vinsamlega tilkynnið brot á sáttamálanum til umraeda@stjornlagarad.is.