Ríkistrúfélög í stað þjóðkirkju
Björn Einarsson læknir LSH og heimspekinemi
- Heimilisfang: Hlíðarbyggð 2, 210 Garðabær
- Skráð: 01.07.2011 14:19
Tillaga: Öll trúfélög í landinu sem þess óska geta orðið ríkistrúfélög og hin evangelíska lúterska kirkja á ekki að vera eina trúfélagið sem þjóðkirkja.
Réttlæting: Trúfrelsi er eitt af grundvallarmannréttindunum. Trúfrelsi er ekki fullkomið meðan eitt trúfélag nýtur forréttinda innan ríkisins fram yfir önnur. Hins ber að gæta að trú er það mikilvægur þáttur í lífi manna, að ekki á að kasta núverandi þjóðkirkju út á gaddinn, heldur á að taka öll trúfélög undir verndarvæng ríkisins á jafnréttisgrundvelli. Það er heldur ekki réttlætanlegt að meirihluti kosningabærra manna ákveði hvort trúfrelsi minnihlutans skuli virt. Núverandi tillögur Stjórnlagaráðs eru því óviðunandi, leið B, valkostur 1 skerðir trúfrelsi, leið B valkostur 2 hendir þjóðkirkjunni út á gaddinn og valkostur A treður á trúfrelsi minnihlutans. Því á að taka öll trúfélög undir verndarvæng ríkisins.
Ummæli
Störf Stjórnlagaráðs fara fram fyrir opnum tjöldum og við bjóðum öllum sem fylgja samskiptasáttmálanum að setja inn ummæli á vefinn.
Markmið umræðukerfisins er að bjóða upp á málefnalega og uppbyggjandi umræðu. Ærumeiðandi og óvægin ummæli í garð einstaklinga og þrálátar rangfærslur verða fjarlægð.