Fjármál stjórnmálaflokka
G. Valdimar Valdemarsson
- Heimilisfang: Sunnubraut 38 Kópavogi
- Skráð: 01.07.2011 12:27
Er ekki þörf á því að gera þá kröfu til stjórnmálasamtaka sem bjóða fram til Alþingis eða sveitarstjórna að eiginfjárstaða samtakanna sé jákvæð?
Það er ákveðin hætta á því að samtök sem eru með viðvarandi neikvæða eiginfjárstöðu missi sjálfstæði sitt til ákvörðunartöku að hluta eða öllu leyti.
Skuggastjórnendur eru þekkt hugtak í viðskiptalífinu og ég tel ekki síður hættu á að skuggastjórnendur finnist í stjórnmálum dagsins í dag. Stjórnmálaflokkur sem á líf sitt og starfsemi að hluta eða öllu leyti undir velvild lánardrottna er varla fær um að taka hlutlægt á málum.
Ég legg því til að í kaflanum um kosningar til Alþingis og alþingismenn punktur 2 verði bætt ákvæði um að stjórnmálasamtök sem hafa verið með neikvæða eiginfjárstöðu samfellt í t.d. 3 ár fái ekki að bjóða fram.
Ummæli
Störf Stjórnlagaráðs fara fram fyrir opnum tjöldum og við bjóðum öllum sem fylgja samskiptasáttmálanum að setja inn ummæli á vefinn.
Markmið umræðukerfisins er að bjóða upp á málefnalega og uppbyggjandi umræðu. Ærumeiðandi og óvægin ummæli í garð einstaklinga og þrálátar rangfærslur verða fjarlægð.